Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Side 10
rit og próförk. Reynir Ingibjartsson hefur svo verið hinn
alltumlykjandi hjálparandi við verkið í heild. Hlutur þessa
fólks má ekki gleymast.
Eins og hin fyrsta bók er þessi offsetprentuð. En þar
sem sú fyrri var filmusett, er notuð blýsetning í þessari,
og annaðist Leiftur hf. setninguna. Sama fyrirtæki sá einn-
ig um prentun, en umbrot, myndavinnslu og plötugerð
var í höndum sama aðila og hin fyrri bókin, Valgeirs Emils-
sonar, sem nú rekur fyrirtækið Repro. Það er hald okkar,
að happ hafi verið að fá inni hjá þessum aðilum.
Eins og fyrr segir, hófst öflun persónuupplýsinga fyrir
rúmu ári. Það er verk, sem tekur mikinn tíma, því reynt
er að fá upplýsingar frá fyrstu hendi, það er að segja frá
viðkomandi aðilum sjálfum, eða fólki þeim nákomnum.
Síðan er frumgert handrit, og sent til yfirlestrar. Þá er um
leið óskað viðbótar og lagfæringar, ef með þarf. Þar sem
nóg er sagt, er þögnin sama og samþykki, en við erum ekki
ánægð, fyrr en allt er komið til skila, sem um var beðið.
Það getur reynst tímafrekt og reynir gjarnan á símaþjón-
ustuna í landinu. Þá höfum við einnig auglýst í f jölmiðlum
til áherslu. Rétt er í þessu sambandi að taka fram, að eftir
15. október 1973 hefur ekki verið ljáð máls á því að bæta
upplýsingum í bókina. I nokkrum tilvikum höfum við í
þessari bók neyðst til að nota myndir af skólaspjöldum
viðkomandi ára, þótt þær verði tæplega nokkru sinni góð-
ar myndir í bók.
Ég mun ekki fara fleiri orðum um gerð Árbókar NSS
II. Verkið felum við dómi þeirra, sem það skoða fullunnið.
Bifröst, 4. nóvember 1973
Sigurður Hreiðar.
6