Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 11
HAMRAGARÐAR
Á árinu 1971 urðu mikil þáttaskil í starfi Nemendasam-
bands Samvinnuskólans. Það ár fékk nemendasambandið
ásamt félögum samvinnustarfsmanna í Reykjavík til afnota
fyrir félagsstarfsemi hús það, sem verið hafði heimili Jón-
asar Jónssonar frá Hriflu meira en aldarfjórðung.
Forsaga þess máls er í stuttu máli sú, að 1. júní 1970,
sendi þáverandi stjórn NSS svohljóðandi bréf til stjórnar
Sambands ísl. samvinnufélaga:
Á stjórnarfundi Nemendasambands Samvinnuskólans
hinn 5. mai s. 1., urðu miklar umræður um nauðsyn þess,
að nemendasambandið fái húsnæði til umráða fyrir starf-
semi sína, sem farið hefur vaxandi með ári hverju.
1 þessum umræðum var m. a. vakin athygli á hugmynd
sem áður mun hafa verið rædd af öðrum aðilum þess efnis,
að hús Sambands íslenzkra samvinnufélaga við Hávalla-
götu 24, sem Jónas Jónsson frá Hriflu bjó í um árabil, verði
varðveitt sem félagsheimili og safnhús samvinnumanna.
Til frekari áréttingar á þessari hugmynd kom fram, að
öflug félagshreyfing eins og samvinnuhreyfingin er, verður
að kappkosta að varðveita á einum stað allt, sem varðar
sögu hennar og störf. Einnig er ljóst, að knýjandi þörf er
fyrir húsnæði til margs konar fundarhalda og félagsstarfs
samvinnumanna í borginni. Telur stjórn NSS að „Jónasar-
hús“ búi yfir þeim kostum, sem slíkan samastað þarf að
prýða. Með því yrði einnig á verðugan hátt haldið á lofti
7