Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Blaðsíða 12
minningu hins ötula félagsmálaleiðtoga, Jónasar Jónssonar.
Stjórn nemendasambandsins vill því beina þeirri áskor-
un til stjórnar Sambands ísl. samvinnufélaga, að hún kanni,
sem allra fyrst, möguleikana á að hrinda þessari hugmynd
í framkvæmd.
Við viljum leggja sérstaka áherzlu á, að stjórn Nem-
endasambands Samvinnuskólans er reiðubúin að vinna sem
bezt að framgangi þessa máls, verði hún til þess kvödd.
Virðingarfyllst,
f. h. stjórnar NSS,
Atli Freyr GuÖmundsson, form.
Erindi þessa bréfs var svo tekið fyrir á stjórnarfundi
Sambandsins 22. júní og var hugmyndinni um, að hús Jón-
asar yrði félagsheimili samvinnumanna, mjög vinsamlega
tekið. Síðar um sumarið var svo kannað hjá NSS, Starfs-
mannafélagi SÍS og Starfsmannafélagi KRON, hvort þessi
félög hefðu áhuga á að fá aðstöðu til félagsstarfsemi í húsi
Jónasar, gegn því, að hafa umsjón með húsinu. Var gott
boð þakksamlega þegið í öllum félögunum, og í framhaldi
af því var gerður samningur milli þessara félaga og Sam-
bands ísl. samvinnufélaga, um afnot hússins að Hávalla-
götu 24. Var samningurinn undirritaður 2. desember 1970.
Siðan var hafist handa um breytingar og lagfæringar á
húsinu samkvæmt tillögum Hákonar Hertervigs, arkitekts
hjá Teiknistofu SlS. Þá kusu félögin þriggja manna hús-
stjórn til að hafa umsjón með þessum málum af hálfu fél-
aganna. Voru i henni þeir Baldur Óskarsson af hálfu Starfs-
mannafélags SlS, Óli H. Þórðarson af hálfu Nemendasam-
bands Samvinnuskólans og Sigurður Guðmundsson af hálfu
Starfsmannafélags KRON. Hófst hún strax handa af full-
um krafti eftir undirritun samningsins, um að afla hús-
gagna og tækja, ráða húsverði og vinna að mótun þessa
væntanlega félagsheimilis á allan hátt.
Þegar hér var komið sögu, komu fram óskir frá starfs-
8