Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Síða 14
mannafélögum Olíufélagsins og Samvinnutrygginga, um að
fá aðild að væntanlegu félagsheimili samvinnumanna. Var
það samþykkt af öllum hlutaðeigandi, að þessi félög bætt-
ust í hóp aðildarfélaga félagsheimilisins, og var hinn 28.
mars 1971 gerður nýr samningur milli Sambandsins og
starfsmannafélaga SlS, KRON, Samvinnutrygginga, Olíu-
félagsins og Nemendasambands Samvinnuskólans, um að
Sambandið léti ofangreindum félögum í té húsnæði að Há-
vallagötu 24, sem aðstöðu til félagsstarfsemi.
1 samningi þessum var tekið fram, að Sambandið afhenti
húsið ofangreindum félögum, eftir að fram hefðu farið
breytingar og viðhald með tilliti til væntanlegra nota. Þá
var húsið látið í té leigulaust og Sambandið tók að sér að
greiða rafmagn og hita, fasteignagjöld og nauðsynlegt við-
hald húss og lóðar.
Fimm manna hússtjórn skyldi svo bera ábyrgð á rekstri
hússins, kosta gæslu og sjá um annan reksturskostnað. Hús-
verðir voru nú ráðnir þau hjónin Eiríkur Guðmundsson og
Ólöf Jónsdóttir og fluttu þau í húsið 17. apríl. 1 hússtjórnina
bættust svo þeir Friðjón Guðröðarson frá Starfsmannafél-
agi Samvinnutrygginga og Andvöku og Aðalsteinn Her-
mannsson frá Starfsmannafélagi Olíufélagsins. Þá kom
Einar Björnsson í hússtjórnina fyrir KRON í stað Sigurð-
ar Guðmundssonar.
Hinn 3. júní var svo félagsheimilið vígt og afhent að-
ildarfélögunum til umráða. Var heimilinu gefið nafnið
Hamragarðar, en það var það nafn, sem Jónas Jónsson
hafði gefið húsinu.
Við þetta tækifæri, flutti Erlendur Einarsson, forstjóri,
ávarp og sagði m. a.: „Það er von forráðamanna Sambands-
ins, að með þessari ráðstöfun, sé þessu húsi fengið nýtt
verkefni, verðugt verkefni, sem þó á að vera í sama anda
og áður var, að vera vettvangur félagsmála og samvinnu-
starfs, og á þann hátt geyma minninguna um starfið, sem
Jónas Jónsson innti af höndum fyrir samvinnufélögin og
fólkið í landinu.“ Síðar í ávarpi sínu sagði Erlendur: „Það
er einlæg von mín, að í þessu félagsheimili samvinnustarfs-
10