Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Síða 17
skilningi. Þar bjó Jónas Jónsson í meir en aldarfjórðung
og þetta hús teiknaði Guðjón Samúelsson, kunnasti húsa-
meistari Islendinga. öll gerð hússins ber þess glöggt vitni,
að þar hefur meistari um fjallað. Skal nú lýst herbergja-
skipan:
Á miðhæð eru tvær samliggjandi stofur, sem rúma vel
fimmtíu til sextíu manna fundi, og eru til sameiginlegra
afnota fyrir öll aðildarfélögin. Á miðhæð er jafnframt setu-
stofa og svo eldhús. Á efri hæð eru stofa og tvö lítil
herbergi til afnota fyrir húsverði, lítið fundarherbergi,
sem Nemendasamband Samvinnuskólans hefur og
annað herbergi stærra, sem Sambandið hefur til umráða.
1 kjallara er svo saunabaðstofa, ásamt búnings- og hvíldar-
klefa, en Olíufélagið greiddi allan kostnað við smíði þessa.
Þá er knattborðsstofa, þar sem er vandað billiardborð, gef-
ið af Samvinnutryggingum og auk þess eru í kjallara tvö
herbergi, annað til umráða fyrir starfsmannafélög Olíu-
félagsins og Samvinnutrygginga og hitt fyrir starfsmanna-
félög SÍS og KRON.
Húsgögnin í herbergi félaganna, svo og húsgögn í fundar-
stofur og setustofu, útveguðu félögin og hússtjórnin.
Deild samvinnustarfsmanna í V. R. gaf tvö hundruð þús-
und krónur til kaupa á stólum og öðrum munum í fundar-
stofu. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis gaf eitt hundrað
þúsund krónur, sem runnu til kaupa á húsgögnum í setu-
stofu. Starfsmannafélag SlS gaf fimmtíu þúsund til kaupa
á töflum og skákklukkum og fleiru, og Samvinnubankinn
gaf sömuleiðis fimmtíu þúsund, til kaupa á sýningarvélum
og sýningartjaldi. Þannig má telja til margt, sem húsinu
var gefið.
Nú var undirbúningurinn að baki og framundan að nota
þessa aðstöðu sem vettvang félagsmála- og samvinnustarfs,
eins og Erlendur Einarsson forstjóri hafði nefnt í ávarpi
sínu við vígsluna. Fór vel á því, að fyrsti auglýsti fundur
í Hamragörðum, var með Erlendi Einarssyni um rekstur
og verkefni Sambandsins, og fór sá fundur fram í byrjun
júlí.
13