Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 18
Nemendasamband Samvinnuskólans varð svo fyrst til að
halda aðalfund sinn í Hamragörðum, en skipulögð og aug-
lýst dagskrá hófst 6. október 1971, með bekkjakvöldi nem-
enda brautskráðra úr Samvinnuskólanum 1957-1958. Þessi
fyrsta dagskrá gilti fyrir október og var hún send öllum
félögum í aðildarfélögum Hamragarða og fjölrituð í um
fimmtán hundruð eintökum, en það er fjöldi félaga í að-
ildarfélögum Hamragarða.
Meðal annarra dagskrárliða þennan fyrsta mánuð má
nefna fund með Eysteini Jónssyni, alþingismanni, um sam-
vinnuhreyfinguna og þjóðfélagið, fund með Magnúsi Kjart-
anssyni, ráðherra, um samvinnuhreyfinguna og sósíalism-
ann, myndlistarkynningu í umsjá Björns Th. Björnssonar,
bekkjakvöld, tvímenningskeppni í bridge, fræðslu- og kynn-
ingarkvöld á vegum starfsmannafélaganna, hraðskákkeppni
NSS o. s. frv.
Þennan fyrsta vetur voru alls 6 dagskrár sendar út og
auglýst dagskráratriði voru 92. Samkvæmt talningu í gesta-
bókum Hamragarða, voru haldnir 130 fundir og samkomur
ýmiskonar í Hamragörðum þetta fyrsta starfsár, og i gesta-
bókina höfðu skrifað sig 2.300 manns.
Fyrsta starfsárið sannaði ótvírætt þörfina á félagsheim-
ili fyrir félaga í aðildarfélögunum, og þótt á stundum væri
fámennt á fundum, þá var árangurinn í heild framar öllum
vonum og samstarf aðildarfélaganna einstaklega gott.
Það varð strax líka einkenni á félagsstarfinu, að engin
skil voru á milli aðildarfélaganna, allir unnu sem einn,
mikil persónuleg kynni sköpuðust og margar hugmyndir
sáu dagsins ljós sem ávöxtur þessa félagsstarfs.
Fimmtánda maí var haldinn sameiginlegur fundur hús-
stjórnar og stjórna aðildarfélaga Hamragarða, þar sem
rætt var hvernig til hefði tekist og fjallað um framtíðar-
skipan félagsstarfsins. Var ákveðið á fundi þessum, að
næsta haust skyldi þess freistað, að stofna klúbba um hina
ýmsu þætti félagsstarfsins og virkja á þann hátt sem flesta
til starfa.
Fimmtánda september haustið 1972, var svo öllum í að-
14
Á