Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 20
ildarfélögum Hamragarða send eyðublöð til útfyllingar með
tillögum um 10 klúbba, sem hægt væri að skrá sig í. Þátt-
taka var góð og um 300 manns skrifuðu sig í einn eða fleiri
klúbba. Stofnfundir voru svo haldnir í byrjun október og
var mæting á þeim góð. Eftirtaldir klúbbar voru stofnaðir:
Skákklúbbur, billiardklúbbur, kvikmyndaklúbbur, mál-
fundaklúbbur, tónlistarklúbbur, bridgeklúbbur, ljósmynda-
klúbbur, leiklistarklúbbur, íþróttaklúbbur og ferðaklúbbur.
Til viðbótar bættist svo spilaklúbbur og síðar um vetur-
inn var stofnaður klúbburinn „Jóakim“.
Vetrarstarfið var svo skipulagt í samráði við þessa
klúbba. Voru gefnar út 8 dagskrár og dagskráratriði voru
alls 159. Nokkur féllu niður, en þó varð tiltölulega mjög
lítil truflun á auglýstri dagskrá. Flest var á dagskrá í nóv-
ember eða tuttugu og sjö dagskráratriði.
Tuttugasta og fyrsta október 1972 hófst nýr og ekki
ómerkur þáttur í félagsstarfinu í Hamragörðum, en það
eru myndlistarsýningar. Sá, sem fyrstur sýndi, var Þórður
Halldórsson frá Dagverðará, sá sérstæði persónuleiki. Kór-
ónaði Þórður veru sína í Hamragörðum með minnisstæðri
kvöldvöku, þar sem hann sagði marga góða söguna. Næstur
til að halda sýningu í Hamragörðum var Jóhann G. Jó-
hannsson, en hann er úr Samvinnuskólanum. Þá hélt Lista-
safn ASl sýningu á verkum margra þekktustu myndlistar-
manna þjóðarinnar og um vorið var Steinþór Eiríksson frá
Egilstöðum með sýningu. Þegar þetta er ritað, hafa verið
haldnar níu málverkasýningar í Hamragörðum og húsið
hefur eignast allnokkrar myndir og málverk sem leigu fyr-
ir sýningaraðstöðu.
Er ljóst, að Hamragarðar koma til með að njóta mikilla
vinsælda sem sýningarstaður, enda var gert ráð fyrir því,
þegar breytingar á húsinu voru gerðar, að t. d. fundarstofa
væri jafnframt notuð sem sýningarsalur. Þessar myndlist-
arsýningar hafa vakið mikla athygli á húsinu og gefið
Hamragörðum stóraukið gildi sem vettvangi menningar-
og félagsstarfs.
Það var líka rétt ráðið í fyrstu, að skapa sem mesta tóm-
16