Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 22
stundaaðstöðu í húsinu og starfrækja saunabað, enda hef-
ur það leitt til þess, að alltaf er eitthvað við að vera og fólk
á ferli. Með öðrum orðum, lifandi félagsheimili. Að minnsta
kosti fimm þúsund manns hafa komið þar á síðasta starfs-
ári Hamragarða.
Síðast liðinn vetur sátu í hússtjórn þeir Reynir Ingi-
bjartsson frá Starfsmannafélagi SlS og var hann formaður
hússtjórnar, Bjarni Sveinbjarnarson frá Starfsmannafélagi
Samvinnutrygginga, Finnbogi Reynir Gunnarsson frá
Starfsmannafélagi Olíufélagsins, Guðjón Baldursson frá
Starfsmannafélagi KRON og Guðmundur Bogason frá
Nemendasambandi Samvinnuskólans.
Ekki má skilja við þessa samantekt um Hamragarða,
án þess að geta húsvarðarhjónanna, þeirra Ólafar Jóns-
dóttur og Eiríks Guðmundssonar. Hlýleiki þeirra og sam-
viskusemi hefur átt stóran þátt í að skapa þá heimilis-
stemmningu og notalegheit, sem fólk finnur, þegar það
kemur í Hamragarða. Þetta hús er nú verðugur vettvangur
samvinnu- og félagshyggjustarfs. Ég held, að húsráðandi í
Hamragörðum í meir en aldarfjórðung, Jónas Jónsson,
hefði unað því vel.
Að endingu er hér birt ein dagskrá sem sýnishorn um
starfið veturinn 1972 til 1973, þ. e. dagskrá í mars.
Reykjavík, 28. september 1973.
Reynir Ingibjartsson.
18