Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Side 25
ir af þessari tillögu, enda myndi það hafa verið mikið happ
fyrir skólann, að fá svo prýðilegt og rúmgott skóla- og
heimavistarhús. Ef til flutnings hefði komið, myndi hafa
hentað bezt að reisa það í útjöðrum bæjarins. Hallgrímur
Kristinsson var að vísu djarfur en jafnframt varfærinn.
Hann skildi manna bezt þörf skólans og sá glögglega, hve
mikill ávinningur væri að geta myndað þvílíkt skólaheimili.
En Sambandið var líka heimilislaust, og stjórn þess var á
góðum vegi með að reisa mikla skrifstofubyggingu við
Sölvhólsgötu. Forstjórinn taldi Sambandinu ofurefli að
reisa í einu tvö stórhýsi. En hann þóttist sjá, að Sambandið
og skólinn gætu um stundarsakir búið undir sama þaki.
Sambandið hafði keypt af Sigurði Jónssyni, atvinnumála-
ráðherra, mjög stóra lóð á Arnarhólstúni, sem hafði áður
fylgt bústað stiftamtmanns og landshöfðingja. Var þá gert
ráð fyrir, að járnbraut yrði lögð austur yfir heiði, og stöðin
þar sem síðar var reist Nýborg og Grænmetisskálinn. Sá
Hallgrímur Kristinsson af framsýni sinni, að við jám-
brautartorgið yrði miðstöð verzlunar og samgangna í
bænum. Vildi hann reisa sterka og myndarlega skrifstofu-
byggingu gegnt væntanlegri járnbrautarstöð."
Jónas heldur áfram að lýsa upphafi Sambandshússins
í grein sinni. Samvinnuskólinn fékk til umráða þriðju hæð
hússins, sem í fyrsta áfanga var efsta hæð þess. Annars
vegar við gang eftir miðri hæðinni voru þrjár samliggjandi
stofur skólans, sem gera mátti að einni, en hins vegar
íbúð skólastjórans, en kennarastofa gegnt stigauppgangi.
„1 íbúð skólastjóra var skrifstofa, borðstofa, gestastofa,
og eitt svefnherbergi. Var oft nokkuð þröngt í þessari íbúð,
þegar fjölskyldan stækkaði. Notuðum við hjónin kennara-
stofuna vetrarlangt sem svefnherbergi okkar. En þar varð
allt að vera í lagi fyrir þarfir skólans klukkan 8 að morgni,
þegar kennarar og nemendur komu í skólann. Mikil öfund
lá á veru minni í Sambandshúsinu frá mönnum, sem voru
á annarri skoðun í landsmálum, og var oft vikið í blöðum
að þeirri óhófseyðslu, sem ég væri valdur að, en bitnaði
á samvinnumönnum um allt land. 1 einni slíkri blaðagrein
21