Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Qupperneq 28
og annað í Frakklandi, þegar við vorum telpur innan við
fermingu. Þetta voru ekki bara skemmtiferðir, heldur ein-
hverskonar nám og vinna um leið. Þar skrifaði pabbi sínar
kennslubækur."
Gerður: „Já, manstu, Auður, sumarið sem við vorum í
Noregi? Það var sumarið, þegar pabbi m. a. var að velja
kvæði fyrir börn í Skólaljóðin. Satt að segja vorum við dá-
lítið þreyttar á því stundum þegar pabbi var að reyna ljóðin
á okkur, til þess að sjá hvort ljóðin væru við hæfi barna
á þessu aldursskeiði, 8 -11 ára!“
Og systurnar bæta við. „Annars voru þessi sumur er-
lendis með foreldrum okkar yndisleg. Þar var fjölskyldan
loks í næði, og laus við stjórnmál og dægurþras. Við fórum
í skemmtilegar ferðir saman, rérum út á Harðangri í logni
og sólskini og syntum í sjónum. Þar var stórkostleg nátt-
úrufegurð, og þar kynntumst við mörgu elskulegu norsku
fólki. 1 Frakklandi var umhverfið mjög ólíkt. Við vorum
á litlum baðstað við Ermarsund, nálægt Dieppe. Ströndin
þar var afar stór með ljósum, mjúkum sandi, og þar voru
háar, hvítar klappir í stað fjalla. Þar var mjög heitt og
á kvöldin komu þrumur og eldingar, sem lýstu upp her-
bergin í myrkrinu. En hvergi var skemmtilegra að synda
en þarna. Öldurnar voru háar og krakkarnir stungu sér í
gegnum þær eða létu sig stundum fljóta á bakinu upp og
niður og horfðu beint upp í bláan himininn. Hversvegna
erum við að rifja upp þessar löngu liðnu minningar í sam-
bandi við okkar tvö gömlu heimili? Það er vegna þess,
að þarna fyrst og fremst kynntumst við foreldrum
okkar, áttum með þeim ógleymanlegar gleðistundir, sem
entust ævilangt og urðu til þess, að það leið ekki sá dagur
á þeirra efri árum á Hávallagötunni, að við litum ekki inn
til þeirra - sérstaklega eftir að þau áttu erfiðara með að
koma til okkar vegna aldurs.
Foreldrar okkar voru sjálf svo miklir vinir og raunar
fjölskyldan öll, tengdasynirnir og barnabörnin. Við höfðum
alltaf gaman af viðræðum við þau og eins börnin okkar eftir
að þau stálpuðust. Það voru að sjálfsögðu oft skiftar skoð-
24