Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 32
sýnilegt, að með þessari aðgerð vildu forráðamenn Sam-
bandsins láta sjást í verki, að heimili okkar hjóna hafði,
og þó einkum aðstaða konu minnar í þröngbýli Sambands-
hússins, verið nokkuð erfið ... “
Þegar hér var komið sögu, voru þau Jónas og Guðrún
orðin ein. Dæturnar báðar giftar og farnar að heiman. Það
má því leiða að því getum, að þeim hafi þótt heldur en ekki
rúmt um sig, tvö ein í þessu stóra húsi. „Þau vildu í raun-
inni ekki hafa húsið svona stórt“, segja systurnar. „En
skipulagið mælti svo fyrir.“
„En ég veit“, bætir Auður við, „að mamma naut þess að
hafa svona rúmt um sig. Og húsið gerði þeim raunveru-
lega fjölbreytni. Þau nutu þess bæði, hve húsið var fallegt
og listrænt. Pabbi var líka svo félagslyndur, að hann vildi
helst alltaf að hafa gesti eða vera í nálægð fólks. Ef t. d.
mamma sat einhversstaðar ein við blaðlestur, kom pabbi
oftast með sín ritföng og sat nærri henni og skrifaði. And-
rúmsloftið var svo hlýtt hjá aldurhnignu hjónunum. Mér
finnst, að heimili þeirra hafi verið eitthvert það yndisleg-
asta, sem ég hefi kynnst.“
Gerður: „Þar er ég þér alveg sammála. Veislurnar hérna
voru líka sérstaklega skemmtilegar, enda fólkið fjölbreytt
sem kom, og húsið nánast búið til fyrir þær. Rúmgóður
inngangur, tvær samliggjandi stofur við hliðina á eldhús-
inu og svefnherbergin uppi. Enda voru haldnar hér margar
veislur og fjölmennar. Þess á milli ríkti hér ró og friður,
og ég minnist þess, hve mamma naut þessara viðbrigða
eftir ólguna í Sambandshúsinu, þó að hún nyti raunar lífs-
ins þar lika, bara á annan hátt.“
Og hér voru haldnar fleiri veislur en þær, sem Jónas og
Guðrún héldu vinum sinum. Sum barnabörn þeirra voru
skírð hér og fermingarveislur haldnar. Og hálfum mánuði
áður en Jónas dó, var síðasta fjölmenna veislan haldinn á
Hávallagötu 24. Það var brúðkaupsveisla dótturdóttur
hans. Líkamskraftar Jónasar voru þá famir að þverra en
hugsunin og áhuginn óbreyttur. Og í lok glaðrar veislu reis
hin aldna kempa úr sæti sínu með nokkrum erfiðismunum
28