Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 35
upp stigann var svart, en veggirnir á móti hvítir, málaðir
með grófum pensilförum. 1 stigauppganginum héngu tvær
afskaplega fallegar myndir í kínverskum stíl, eftir Barböru
Árnason, háar og mjóar, sem mamma bað Barböru að mála
gagngert fyrir þennan stað. Hurðir út frá þessum stað voru
dumbrauðar, og allt féll þetta listilega saman. Vitaskuld
hefur húsið breytt um svip, en það verður ekki annað sagt,
en sérlega vel hafi tekist til. Það hefur glatt okkur ákaf-
lega, að þetta hús skuli vera orðið félagheimili samvinnu-
manna, og raunar ekki síður, hve fallega breytingin frá
einkaheimili í félagsheimili hefur tekist. Hinn gamli grund-
völlur hefur hvarvetna verið látinn halda sér, en allt hefur
fengið nýtískulegri blæ í samræmi við breytta tíma og
breyttan tilgang. Við erum ákaflega þakklátar forystu sam-
vinnuhreyfingarinnar, sérstaklega Erlendi Einarssyni for-
stjóra, fyrir þetta, því það er ekki hægt að hugsa sér neina
notkun þessa húss meira í anda pabba og mömmu. Það er
varla hægt að segja annað, en að heimili þeirra hafi alla
tíð verið raunverulegt félagsheimili samvinnumanna."
Sigurður Hreiðar
31