Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Síða 39
Þorkell Jóhannesson um skeiö
skólastjóri Samvinnuskólans en
síöar háskólarektor.
málum og félags- og stjórnmálum, sem Framsóknarflokk-
urinn beitti sér fyrir og bar uppi á þessum árum. Löngun-
in til fróðleiks og skrifta varð aftur þyngri á metunum en
þjóðmálin, og árið 1933 varði hann doktorsritgerð sína Die
Stellung der freie Arbeiter in Island bis zur Mitte des 16.
Jahrhunderts. önnur tímamót urðu einnig í lífi Þorkels
um þetta leyti, því að árið 1932 varð hann bókavörður við
Landsbókasafn Islands, og árið 1935 gekk hann að eiga
Hrefnu Bergsdóttur frá ökrum á Mýrum, og var það báðum
hið mesta gæfuspor, og heimili þeirra bar þess ljósan vott,
hve samrýmd þau voru og mátu hvort annað mikils.
Á þeim árum, sem Þorkell var bókavörður við Lands-
bókasafnið, voru sögurannsóknir aukastörf, auk þess voru
íslenzkar bókmenntir honum hugstæðar, og má i því sam-
bandi nefna ritgerðir hans um Einar Benediktsson, Knut
Hamsun og Njáls sögu, og síðar á ævinni vann hann mörg
nytjaverk á akri bókmenntanna, og ber þar hæst útgáfu
hans á bréfum og ritgerðum Stephans G. Stephanssonar,
og siðar sá hann um nýja útgáfu á Andvökum. Þorkell
leit íslenzkar bókmenntir hýru auga allt sitt líf, þó að
hann beindi orku sinni meir að öðrum viðfangsefnum, og
jafnan lágu leyniþræðir milli bókmennta og sögu í verkum
hans, fyrir sjónum hans varð hið andlega líf þjóðarinnar
aldrei skilið frá hinni daglegu önn hennar og baráttu fyrir
lífi sínu.
35