Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Side 40
Þorkell var gerður að landsbókaverði við fráfall Guðm.
Finnbogasonar, en hann var ekki nema árið í því starfi,
því að hann varð prófessor í Islandssögu við Háskóla Is-
lands 1944, þegar Árni Pálsson prófessor lét af störfum.
Með þvi var Þorkell kominn til þess starfs, sem skapaði
honum skilyrði til ritstarfa og rannsókna. Nú varð íslenzk
saga höfuðviðfangsefni hans, eftir að hann var setztur á
kennarastól við Háskóla Islands, og þar vann hann meðan
dagur entist, sem rithöfundur, kennari og rektor.
Ritaskrá sú, sem fylgir ritgerðasafni hans, ber þess óræk-
an vott, hve Þorkell var afkastamikill á ritvellinum og hve
víða hann kom við. Islenzk hagsaga var honum einkar hug-
leikin alla tíð. Þar ber hæst doktorsritgerð hans um frjálst
verkafólk, og síðar skrifaði hann margar og merkar grein-
ar um skyld efni, svo sem aldarminningu Búnaðarfélags
Islands, um landbúnað á Islandi 1874-1940, margar greinar
um íslenzka verzlunarsögu, sögu samvinnuhreyfingarinnar
og forvígismanna hennar og upphafið að hinni miklu ævi-
sögu Tryggva Gunnarssonar, sem Þorkatli entist ekki aldur
til að leiða til lykta. Enn má nefna greinar um ullariðnað
og járngerð fyrr á öldum, en að þeim iðngreinum höfðu
íslenzkir sagnfræðingar lítið hugað. Þá má ekki undan
fella að geta framlags hans til íslenzkra örnefnarannsókna,
en hann tók sér fyrir hendur að rannsaka örnefni í Vest-
mannaeyjum og skrifa bók um þau. Þorkell var því braut-
ryðjandi á ýmsum sviðum íslenzkra sögurannsókna, sem
lítið hafði áður verið um sinnt.
Jafnhliða frumrannsóknum skrifaði Þorkell eitt og hálft
bindi af Sögu Islendinga, sem Menningarsjóður gaf út og
fjallaði um tímabilið 1750-1830. Þá sá hann um útgáfu
Merkra Islendinga og skrifaði sjálfur greinar um nokkra
þá menn, sem sitja í öndvegi íslenzkrar sögu, og má þar
nefna Jón biskup Arason, Magnús Stephensen og fleiri.
Þorkell Jóhannesson var alla ævi mikill starfsmaður.
Hann kunni fágætlega vel að blanda geði við menn og hafði
mikið yndi af gleðimálum á góðri stund. Hann var allra
manna sáttfúsastur og enginn gat fundið, að hann erfði
36