Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 41
stundinni lengur, þó að hann yrði ekki á eitt sáttur við
aðra menn. Hann var réttsýnn og réttlátur og vildi ekki
láta ganga á hlut nokkurs manns, þá fengu menn að reyna,
að hann gat verið fastur fyrir og sparaði enga fyrirhöfn
að láta menn ná rétti sínum.
Þegar Þorkell var kjörinn rektor Háskóla Islands, kom
í ljós, að forsjá hans og fyrirhyggja var með ágætum. 1
mörg hoi’n var að líta, þar sem þarfir háskólans voru, svo
að nú reyndi á lagni og málafylgju Þorkels við að koma
málum fram og hér nutu hæfileikar hans sin með ágætum
við að sækja sitt mál, en sýna jafnframt fyllstu sanngimi.
Af því leiddi, að hann naut því meira trausts, sem menn
kynntust honum nánar. Þorkell reyndist mjög giftudrjúg-
ur í starfi sínu sem rektor, enda fundu menn glöggt við
fráfall hans, hve góðan forsjármann háskólinn hafði misst.
Þorkell var hógvær og hlédrægur að eðlisfari, viðmótið
var hlýtt og allt hans fas einkenndist af jafnvægi og góðvild.
Á heimili hans ríkti samheldni og eindrægni og það mun
jafnan hafa verið Þorkatli hinn mesti unaðsreitur, en jafn-
framt bar hann alltaf í brjósti órofatryggð til átthaga sinna
og hinnar óspilltu islenzku náttúru og þær stundir gátu
komið í lífi hans, að sagnfræðingurinn, sem gaumgæfileg-
ast kannaði ógnarvald konungs og kaupmanna, lét heill-
ast af sumardýrð landsins og töfrum íslenzkrar náttúru,
og þeim, sem vilja kynnast þeirri hlið Þorkels Jóhannes-
sonar, vil ég benda á grein hans um tvö skáld, sem lifðu
nokkuð af ævi sinni undir Snæfellsjökli og hlýddu á nið
árinnar Sleggjubeinu, annar á vori æskunnar, hinn í hreggi
lífsins, og þetta er einhver hugljúfasta smágrein, sem rituð
hefir verið um slíkt efni.
Aðálgeir Kristjánsson
37