Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Side 68
með hinni frægu Petsamoferð Esju. 1 okt.
það ár störf hjá Útflutningsd. SlS. 17.6.
1947 aftur til Khafnar og tók við fram-
kvæmdastj. störfum í forföllum. Kom heim
í árslok 1948 og tók þá við framkv.stjórn
Iðnaðard. SlS, sem stofnsett var 1.1. 1949.
Starfaði þar til ársloka 1961 og tók við
framkv.stj. Hamborgarskrifst. í ársbyrj-
un 1962, kom aftur heim í árslok 1964
og tók við Iðnaðard. í ársb. 1965 og hef-
ur starfað þar síðan. Félagsst.: 1 fram-
kv.stj. SlS frá 1956. Form. stjómar Vinnu-
málasamb. samvinnufél. frá 1955, vara-
form. frá stofnun þess 1951. Hefur starf-
að sem fulltr. SlS við samningagerðir
heima og erl. og í ýmsum nefndum varð-
andi iðnaðarmál, tollamál, vörusýn., kaup-
og kjaramál o. fl. I stjórn eftirtalinna stofn-
ana: Iðnþróunarstofnunar Isl., Útflutnings-
miðstöðvar iðnaðarins, og Iðnrekstrar-
sjóðs. Bræður, Adolf, 1933-’35, Gunnar,
1939-’41 og dóttir, Guðrún, 1966-’68, hafa
setið SVS.
Haukur Jóhannesson, f. 15.2. 1915 að
Kvennabrekku í Dalasýslu og átti þar
heimili til 1918, en fluttist þá til Rvíkur.
For.: Jóhannes L. L. Jóhannsson, prestur
og síðar fræðimaður í Rvík, f. að Hesti
í Borgarfirði og Guðríður Helgadóttir frá
Ánabrekku, Hraunhreppi, Mýr. Maki: 16.
6. 1938, Auður Jónsdóttir, f. 8.9. 1918,
úr Rvík. Börn: Geir, f. 24.6. 1940, Auður,
f. 4.2. 1943, Haukur, f. 26.6. 1949 og Leif-
ur, f. 11.10. 1951. Sat y. d. SVS 1930-’31.
Störf og nám síðan: Nám og próf í Loft-
skeytaskólanum 1931-’32. Loftskeytam. á
64