Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 74
Ólafur E. Einarsson, f. 4.6. 1910 að Garð-
húsum, Grindavík og ólst þar upp. For.:
Ólafía Ásbjarnardóttir frá Innri-Njarðvík
og Einar G. Einarsson frá Garðhúsum.
Maki I: 1935 Guðrún Ágústa Júlíusdóttir,
skilin. Maki II: 4.6. 1960, Guðrún Þ. Sig-
urðardóttir, f. 4.3. 1928, frá Isafirði. Börn:
Af fyrra hjónab. Steinunn, f. 27.5. 1944
og Einar G., f. 19.8.1937. Af seinna hjónab.
Ólafur E., f. 6.3. 1958. Sat SVS 1929-’31.
Störf áður: Verkstj. við útg. og fiskverk-
unarst. föður sins frá 17 ára. Gerði út op-
inn vélbát á móti bróður sínum, Einari, og
gerði einn út opinn vélbát vertíðimar 1928
og ’29. Störf síðan: Verkstj. hjá föður sín-
um við útg. og fiskverk. og fiskkaup auk
útg. á vetrarvertíð. Lét smiða vb. Storm
GK 144 árið 1935 í Grindavík, (8 lestir
16 ha. vél.) og gerði hann út á vetrarver-
tíð 1936 ásamt Guðjóni Gíslasyni skipsstj.
Vb. Stormur var fyrsti dekkbátur gerður
út frá Grindavík og þá stærsti bátur það-
an. Var í Danmörku við verslunarst. 1937.
Á tryggingaskrifst. Carls D. Tulinius 1938-
’39 og keypti síðla það ár vb. Hrafn Svein-
bjamarson frá Akran. Gerði út vélbáta frá
Keflavík og rak jafnframt verslun. Keypti
1944 bv. Hafstein, fyrsta togara gerðan út
af Suðurn. Rak eigin vélb. útg. í Rvík 1949,
en seldi hana 1951-’52 og hóf um sama leyti
innflutning. Stofnaði heildversl. Festi 1952
og rekur hana siðan. Félagsst.: Kjörinn
form. Sjálfstæðisfél. Keflavíkur 1944 og
fulltrúaráðs Sjálfstæðisfl. á Suðurn. sama
ár. Kjörinn í bæjarstj. Keflavíkur 1946 f.
Sjálfstæðisfl. og sat næsta kjörtímab. Hóf
1943 ásamt öðrum útg. blaðsins „Reykja-
70