Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 147
„Fundurinn samþykkir: 1. að menn borgi 1 kr. gjald
fyrir mánuðinn. 2. að skemmtinefnd sjái um að eitthvað
verði til skemmtunar, áður en dansinn byrjar. 3. að hver
utanaðkomandi borgi 1 kr. i inngangseyri fyrir hverja
skemmtun er hann sækir.“
Helgi Guðlaugsson fór að malda eitthvað í móinn, en
Sig. Sch. talaði með tillögunni og taldi bezta ráðið til þess
að skemmtanir yrðu góðar, að lag yrði á öllum f járreiðum,
taldi hann fyrirkomulag það sem farið væri fram á í tillög-
unni vera það bezta sem völ væri á. Um málið urðu nokkr-
ar umræður og var svo tillagan samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum. Þá var kosin ný stjórn í „Dansfélag
Samvinnuskólans", og voru þessir kosnir: Sig. S. Scheving,
Sig. Ó. Sigurðsson, Vilhj. S. Heiðdal.
Þar sem Birgir Thorlacius hafði nú trassað tvo fundi
í röð, að flytja ræðu sína var máli hans vísað frá og kom
Haraldur Þór Jóhannsson í staðinn og hafði framsögu um
„Esperanto“. Ræðumaður var mjög mikið með Esperanto
og tók hann rnörg dæmi er sýndu kosti þess og lét í Ijós
þá ósk sína að það yrði kennt sem víðast. Þá talaði Sig. Ó.
Sig. og taldi hann að „Esperanto“ mætti eigi breiðast út
nema að vissu takmarki. 1 sama streng tók Sig. Scheving,
taldi hann „Esperanto" gott sem millilandamál (verzlunar-
og ferðamannamál), en ef aftur á móti væri hætt að nota
þjóðmálið hjá þjóðinni sjálfri, þá gæti farið svo að í fram-
tíðinni gætu okkar dýrmætustu bókmenntir verið lokaðar
fyrir flestum nema þá í misjöfnum þýðingum. Þá var kosið
í Sunnudagaskemmtinefnd og hlutu kosn.: Baldvin Þ.
Kristjánsson, Friðjón Stephensen og Halldór Jónsson.
1 verkefnanefnd voru skipuð: Jón Einarsson og Þóra
Einarsdóttir. Fundi slitið kl. 7.
Þóra Einarsdóttir
fundarritari
143