Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Qupperneq 148
1939-1941
Skólafélag Samvinnuskólans hélt 4. fund vetrarins, laug-
ardaginn 30. nóv. Formaður Karl Sveinsson setti fundinn
og skipaði fundarstjóra Odd Sigurbergsson og fundarritara
Ólöfu Ríkarðsdóttur. Fundurinn hófst með því að lesin var
upp fundargerð síðasta fundar. Því næst var tekið til um-
ræðu málefnið ,,Á kvenfólkið að vinna karlmannsverk?“
Framsögumaður var Þórður Halldórsson. Hann hóf mál
sitt á því að nú á tímum hefðu konur, jafnt sem karlar,
rétt til þess að ganga í skóla og mennta sig til væntanlegs
framtiðarstarfs. En honum fannst það óréttlæti, að konur
fengju þau störf, sem karlmönnum væru ætluð og taldi
það eiga mikinn þátt í atvinnuleysi karlmanna. Kvenfólkið
ætti að ganga í kvennaskóla og læra að vinna heimilis-
störf, því að þegar ætti að fara að annast heimili og börn,
kæmi bókfærslukunnátta og leikni í að skrifa á ritvél að
litlum notum. Ennfremur sagði hann, að kvenfólkið ætti
ekki að vinna utan heimilis, þegar það væri gift og láta
vinnustúlkur ala upp börnin, nema á styrjaldartímum, þeg-
ar karlmennirnir væru í herþjónustu. Framsögumaður
endaði ræðu sína með því að konan ætti, vegna skyldu
sinnar til heimilis, barna og þjóðfélags að eyða kröftum
sínum innan heimilisins, en ekki utan.
Næstur tók til máls Björn Helgason. Hann taldi að kon-
an hefði rétt til að vinna sömu verk og karlmenn og sýndi
fram á, að það kvenfólk, sem ekki giftist, yrði að hafa
einhverja atvinnu sér til lífsviðurværis. Ef þessi réttur væri
tekinn frá konunni, yrðu þær settar skör lægra, en karl-
mennirnir.
Gunnar Steindórsson var á sama máli og framsögumað-
ur. Konan gæti aldrei orðið sú fyrirmyndarhúsmóðir, sem
hún ætti að vera, ef hún ynni úti, og börnin yrðu þá jafn-
framt vanrækt og illa uppalin. Og þótt hjónin skiptu um
hlutverk, þannig að konan ynni úti, en maðurinn hugsaði
um heimilið, eins og tíðkaðist sumstaðar í lýðræðislönd-
um, þá væri það sjaldan sem konan fengi nóg kaup.
144