Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 149
Karl Sveinsson byrjaði með því að hvetja kvenfólkið
til þess að standa upp og tala, þar sem þetta málefni við-
kæmi einmitt konum. Hann talaði um, að hér vantaði full-
komna kvennaskóla, þar sem væri kennt fleira en almenn
matargerð t. d. uppeldisfræði. Hann sagði að konur ættu
að hafa sama rétt og karlmenn á mörgum sviðum, en hall-
aðist þó frekar að því, að þær ættu að hugsa um heimilið.
Konan fæddi börnin, og þessvegna ætti hún að hugsa um
þau.
Björn Helgason mótmælti Karli og sagði að konan væri
ekki fær um að ala upp börnin. Honum fannst konur mega
læra það, sem þær langaði til, því að þær yrðu víst jafn
færar til þess að verða góðar húsmæður fyrir því.
Elísabet Einarsdóttir hélt því fram að börn þeirra mæðra
sem ynnu úti væru ekki verri en hin, því að mæðurnar
önnuðust uppeldi barnanna jafnframt vinnunni. Annars
ættu giftar konur ekki að vinna utan heimilis, nema því
aðeins að þær þyrftu þess.
Hólmfríður Jónsdóttir sýndi fram á, að það væri nauð-
synlegt fyrir konur að kunna fleira en húsverk, því fyrst
og fremst væru þær færari til þess að ala upp börnin, eftir
því, sem þær væru menntaðri, og í öðru lagi væri það gott
fyrir þær konur, sem misstu menn sína, að kunna eitthvað
starf, til þess að geta unnið fyrir börnunum. Hólmfríður
vildi, að konur væru jafn-réttháar karlmönnum í öllu.
Ari Guðmundsson vitnaði í Þrymskviðu og söguna um
Adam og Evu. Hann minntist einnig á Madame Ewil, og
sagði að hún hefði ekki afrekað það, sem hún gerði, ef hún
hefði verið sett skör lægra en karlmaðurinn.
Þórður Halldórsson tók næstur til máls og svaraði nokkr-
um ádeilum. Nokkrar fleiri umræður urðu um málið.
Að lokum kom Karl Sveinsson með þá tillögu að taka
málið af dagskrá vegna tímaskorts. Tillagan var samþykkt.
Næsta mál sem tekið var til umræðu var skólablaðið.
Björn Helgason vildi láta gefa út eitt blað á miðjum vetri
og safna í það beztu greinunum. Það mundi kosta um 250
kr., og væri fært, ef hægt væri að fá auglýsingar í það.
10
145