Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 149

Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 149
Karl Sveinsson byrjaði með því að hvetja kvenfólkið til þess að standa upp og tala, þar sem þetta málefni við- kæmi einmitt konum. Hann talaði um, að hér vantaði full- komna kvennaskóla, þar sem væri kennt fleira en almenn matargerð t. d. uppeldisfræði. Hann sagði að konur ættu að hafa sama rétt og karlmenn á mörgum sviðum, en hall- aðist þó frekar að því, að þær ættu að hugsa um heimilið. Konan fæddi börnin, og þessvegna ætti hún að hugsa um þau. Björn Helgason mótmælti Karli og sagði að konan væri ekki fær um að ala upp börnin. Honum fannst konur mega læra það, sem þær langaði til, því að þær yrðu víst jafn færar til þess að verða góðar húsmæður fyrir því. Elísabet Einarsdóttir hélt því fram að börn þeirra mæðra sem ynnu úti væru ekki verri en hin, því að mæðurnar önnuðust uppeldi barnanna jafnframt vinnunni. Annars ættu giftar konur ekki að vinna utan heimilis, nema því aðeins að þær þyrftu þess. Hólmfríður Jónsdóttir sýndi fram á, að það væri nauð- synlegt fyrir konur að kunna fleira en húsverk, því fyrst og fremst væru þær færari til þess að ala upp börnin, eftir því, sem þær væru menntaðri, og í öðru lagi væri það gott fyrir þær konur, sem misstu menn sína, að kunna eitthvað starf, til þess að geta unnið fyrir börnunum. Hólmfríður vildi, að konur væru jafn-réttháar karlmönnum í öllu. Ari Guðmundsson vitnaði í Þrymskviðu og söguna um Adam og Evu. Hann minntist einnig á Madame Ewil, og sagði að hún hefði ekki afrekað það, sem hún gerði, ef hún hefði verið sett skör lægra en karlmaðurinn. Þórður Halldórsson tók næstur til máls og svaraði nokkr- um ádeilum. Nokkrar fleiri umræður urðu um málið. Að lokum kom Karl Sveinsson með þá tillögu að taka málið af dagskrá vegna tímaskorts. Tillagan var samþykkt. Næsta mál sem tekið var til umræðu var skólablaðið. Björn Helgason vildi láta gefa út eitt blað á miðjum vetri og safna í það beztu greinunum. Það mundi kosta um 250 kr., og væri fært, ef hægt væri að fá auglýsingar í það. 10 145
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans
https://timarit.is/publication/1410

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.