Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 152
Matthías Pétursson talaði næstur og taldi að ekki mundi
vera friðsamt í þeirri kennslustund, þar sem mættur væri
einn maður frá hverjum flokki til þess að kenna pólitík.
Sagði hann að nútímapólitík væri ekkert annað en hræsni.
Umræður héldu síðan áfram og urðu fjörugar með köfl-
um og komu fram margar frumlegar hugmyndir og snjallar.
Tóku þessir til máls. Skúli Alexandersson, Matthías Pét-
ursson, Ásgeir Jóhannesson, Óskar Gunnarsson, Ingólfur
Ólafsson, Baldur Halldórsson og Ragnar Sigurðsson.
Var svo tekið fyrir næsta mál en það var spumingaþátt-
ur. Spurningum svöruðu Skúli Alexandersson og Hjálmar
Styrkársson. Virtust þeir fróðir mjög um menn og mál-
efni og varð af skemmtun góð.
Fleira var ekki tekið fyrir og var fundi slitið.
Ingólfur Ólafsson,
ritari.
Fimmtudaginn 15. marz var haldinn fundur í Skólafélagi
Samvinnuskólans. Formaður félagsins Matthías Pétursson,
setti fundinn og stjórnaði honum, en skipaði Ólaf Þórðar-
son fundarritara.
Áður en gengið var til dagskrár bað Skúli Alexandersson
um orðið og gagnrýndi formann fyrir það, að taka sér
það bessaleyfi að fá mann utan skólafélagsins til þess að
flytja framsögu, án þess að félagmenn vissu um það eða
fengju að kynna sér efni framsögunnar fyrirfram. Enn-
fremur vítti hann fundarritara síðasta fundar fyrir að
mæta ekki með fundargerð síðasta fundar.
Vegna þess að fundargerð síðasta fundar var ekki við-
stödd var ekki hægt að lesa hana upp eins og venja er til.
Þá hafði Baldvin Þ. Kristjánsson framsögu á málefninu.
,,Er hætta á samvinnueinokun?“
Gerði hann fyrst stuttlega grein fyrir því hvað einokun
148