Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Blaðsíða 153
er. Talaði hann síðan um verzlunina eins og hún er nú og
um baráttu kaupmanna og kaupfélaga. Ræddi hann síðan
um þá möguleika, sem á því væru að samvinnufélög gætu
komizt í einokunaraðstöðu, og komst að þeirri niðurstöðu,
að væri félag orðið eina verzlunin á sínu félagssvæði, hlyti
það að vera fyrir það, að það væri með frjálsri samkeppni
búið að útrýma allri kaupmannaverzlun, vegna þess að
þær hefðu ekki getað verzlað við sömu skilyrði, hvað
vöruverð og önnur fríðindi viðskiptamanna snerti.
Ásgeir Jóhannesson fékk orðið næstur. Taldi hann að það
gæti verið gott, að fleiri en eitt félag væri á hverju félags-
svæði eða að minnsta kosti að félögin væru ekki mjög stór.
Ennfremur taldi hann að SlS þyrfti að auka fræðslustarf
sitt meðal félagsmanna kaupfélaganna.
Baldvin tók næstur til máls og tók undir það að fræðslu-
starfið þyrfti að auka. Hann sagði einnig að samkeppni
milli félaga hlyti alltaf að vera mikil, þar sem félagssvæði
eins nái alltaf að, eða jafnvel inn í félagssvæði þess næsta.
Næstur talaði Haukur Helgason. Hann hafði það eftir
skólastjóra að það væri naumast fullkomlega heilbrigðt, að
kaupfélag væri eina verzlunin á staðnum, því kaupfélags-
stjórinn væri breyzkur eins og aðrir menn og hann gæti
notað aðstöðu sína til eigin hagsmuna, þar sem engin sam-
keppni væri. Baldvin sagðist vera hissa á að heyra þetta
haft eftir skólastjóranum, því að kaupfélagsstjóri gæti alls
ekki ráðið neinu gegn vilja aðalfundar og stjómar félagsins.
Stefnir Helgason talaði næstur. Sagði hann að vafalaust
væru kaupmenn búnir að koma sér upp einokun, ef kaup-
félögin væru ekki til.
Skúli Alexandersson bað um orðið. Sagðist hann vera
þeirrar skoðunar, að ekki væri grundvöllur fyrir hendi að
kaupfélögin yrðu. einokunarstofnanir.
Baldur Halldórsson talaði næstur og deildi á þingeyinga
fyrir mont þeirra, og það að þeir teldu sig framar öðrum
samvinnumönnum.
Fleiri tóku til máls og voru umræður fjörugar.
149