Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 154
Næst var rætt um fyrirhugað ferðalag en engin ákvörðun
var tekin.
Fleira gerðist ekki á fundinum og var fundi slitið.
Ingólfur Ólafsson,
ritari.
1959-1961
Málfundur var haldinn í Skólafélagi Samvinnuskólans,
miðvikudaginn 28. okt. 1959, formaður setti fundinn, og
skipaði dómara í mælskukeppni, þá Baldur Óskars-
son, Geir Geirsson og Sigurjón Bragason. Ritari las upp
fundargerð seinasta fundar, og var hún samþykkt. Gunn-
laugur Sigvaldason var fyrstur kallaður upp, og dró hann
efnið „brunavarnir“.
Talaði hann um það hikstalítið hinn tilskilda tíma, sem
var tvær mínútur. Annar var ögmundur Einarsson og tal-
aði um vatn, en virtist heldur óánægður með efnið.
3. Þóra Karlsdóttir átti að tala um íslenzka hestinn og
þuldi upp það sem hún mundi um skepnuna, úr dýrafræð-
inni frá í barnaskóla. Gat hún þess ennfremur, að ísl.
hestar hefðu orðið kvikmyndastjörnur erlendis.
4. Jónas Jónasson talaði um hernað. Kvað hann það
starf mjög hættulegt og jafnvel hafa drepið menn.
5. Birgir Marinósson hlaut efnið ,,hlátur“ og var sammála
því að hláturinn lengdi lífið.
6. Lilja Ólafsdóttir talaði um læknisfræði.
7. Jóhann Steinsson talaði um flug.
8. Guðmundur Vésteinsson um galdra.
'9. Magnús Haraldsson ræddi um fegurðarsamkeppnir,
eða kroppasýningar eins og hann vildi heldur kalla það,
hjá bæði konum og körlum, en var þó spenntari fyrir hrúta-
sýningum.
150