Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 157
Formaður íþróttanefndar var kosinn Magnús Friðgeirs-
son og hlaut hann 36 atkvæði. Þá var einnig kosinn með-
stjórnandi íþróttanefndar, sem skyldi vera stúlka. Þar varð
hlutskörpust Sigurborg Þórarinsdóttir, sem hlaut 43 atkv.
Formaður skákklúbbs var kosinn Valdís Gunnlaugsdóttir,
sigraði hún með miklum yfirburðum, hlaut 46 atkv.
Fulltrúi í samstarfsnefnd skólanna var kosinn Rögnvald-
ur Skíði Friðbjörnsson, en hann hlaut 25 atkv.
Að þessu loknu voru teknar fyrir kosningar í stjórn
skólafélagsins.
Fyrst var kosinn ritari félagsins og hlaut Ingibjörg
Guðbjartsdóttir þar einróma kosningu.
Gjaldkeri var kosinn Sigurður Kristjánsson frá Blöndu-
ósi, og hlaut hann 57 atkv.
Formaður var einróma kosinn Borgþór Arngrímsson.
Allir þeir, sem kosningu hlutu, og viðstaddir voru, þökk-
uðu sýnt traust og virðingu og lofuðu að standa sig eins
vel i stöðum sínum og fyrirrennarar þeirra höfðu gert.
Þá gaf fundarstjóri fráfarandi formanni orðið, en hann
frestaði fundi fram til 2. maí kl. 20.30.
Aðalfundi Skólafélags Samvinnuskólans haldið áfram
frá því sem fyrr var horfið og starfsmenn þeir sömu. For-
maður minntist í byrjun lítillega á fyrirhugaðan dansleik
nemendasambandsins, þar sem örlítil óánægja hafði risið
og umtal.
Aðalmál fundarins voru að lesnir voru upp reikningar
og byrjaði Guðmundur Pétursson á því að lesa reikninga
matarfélagsins, sem voru samþykktir.
Þá las Sigurður Einarsson upp reikninga kaupfélagsins,
sem voru einnig samþykktir, svo og lög þess.
Að lokum las Guðmundur Pétursson upp reikninga skóla-
félagsins, sem hlutu einnig samþykki viðstaddra.
Að því loknu gaf fundarstjóri fráfarandi formanni orðið,
153