Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Síða 159
yfir búi og börnum, hversu mikið sem þær væru mennt-
aðar. Hún taldi að karlmenn gætu alveg eins setið heima
meðan konan ynni, því heimilið væri eins hans eins og
hennar. Að vísu sagði hún að hægt væri að koma börnun-
um fyrir á barnaheimilum. Að lokum sagði hún að það
væri öllum stúlkum nauðsynlegt að mennta sig, þó ekki
væri til annars en að geta séð fyrir sér og börnunum, ef
eiginmaðurinn veiktist eða dæi.
Síðari frummælandi Baldur Jónasson sté nú í pontu.
Hann taldi ólgu þá, sem gert hefði vart við sig núna undan-
farið meðal kvenfólksins, ástæðulausa, þar sem þær hefðu
fullan rétt á við karlmenn. En hann sagði, að konur hefðu
ekki stjórnmálagáfu á við karlmenn, og því kæmust þær
ekki í áhrifastöður nema takmarkað. Hann sagði að rauð-
sokkahreyfinguna ætti að kveða niður og bað að lokum
íslenzkar konur að láta þessa hreyfingu engin áhrif á sig
hafa.
Hófust nú fjörugar umræður.
Stefán Jón Bjarnason sagði, að konan ætti að vera hús-
móðir og sitja heima og sauma þegar karlinn kæmi heim
úr vinnunni.
Hallfriður Kristinsdóttir sté nú í pontu og sagði allt í
lagi fyrir pabbana að passa börnin. En þetta væri víst sál-
rænt hjá karlmönnum að vilja vinna úti.
Jón Kristinsson sagði einn kvenmann eins dýran í rekstri
og meðal togara, og vildi að stofnað yrði karlréttindafélag.
Kristbjörg taldi, að ekki væri frekar ánauð fyrir karl-
menn en konur að ala upp börn.
Baldur taldi, að faðir gæti aldrei orðið móðir. Einnig
kvartaði hann yfir því að ekki væru til grautarskólar fyrir
karlmenn.
Magnús kom nú upp og sagði meðal annars, að það gæti
haft alvarlegar afleiðingar, ef kona í ábyrgðarstöðu yrði
ófrísk á óhentugum tíma.
Sigþrúður Ármannsdóttir sagði, að konur væru ekki
heimskari en karlmenn og með meiri réttindum myndu
þær vilja taka á sig meiri skyldur.
155