Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 161
Fundur var haldinn í Skólafélagi Samvinnuskólans, mið-
vikudaginn 15. marz 1961.
Formaður, Baldur Óskarsson, setti fundinn og skipaði
Sigurð Fjeldsted fundarstjóra og þær Sigríði Friðriksdótt-
ur og Kristínu Björnsdóttur fundarritara.
Ritari las upp fundargerð síðasta fundar og var hún sam-
þykkt.
Umræðuefni þessa fundar var „Hvort er betra að vera
giftur eða ógiftur.“
Fyrri framsögumaður, Sigurjón Guðbjörnsson, talaði
gegn hjónabandi, sem hann sagði líkt fangelsi og giftingar-
hringinn eins og handjárn. Máli sínu til sönnunar sagði
hann sögu af raunum eiginmanns í eina viku og voru þær
allmiklar.
Síðari framsögumaður Hjörtur Guðbjartsson sagði að
það svaraði fyllilega kostnaði að vera giftur. Það væri svo
dásamlegt að koma heim úr vinnunni og setjast inn i stofu
hjá konu og börnum og þá væri það ekki minna um vert
að taka þessa litlu anga í fangið og finna að maður hafi
skapað þá sjálfur.
Ræddu menn síðan um þetta mál af mikilli speki og með
enn meira hugmyndaflugi í nokkra stund, kom Sigurjón
þar mest við sögu og steig alls 14 sinnum í pontu, var það
einkum vegna forvitni fundarmanna sem beindu til hans
ýmsum spurningum.
Þegar þetta mál virtist útrætt tók fundarstjóri það af
dagskrá og gaf orðið laust um önnur mál.
Reis þá upp Guðmundur Vésteinsson og spurði hvað liði
Varmalandsmálinu sem hann kallaði.
Baldur varð fyrir svörum af hálfu stjórnarinnar og kvað
Vilhjálmi hafa verið falin framkvæmd málsins, og þar sem
hann væri á fundinum væri æskilegt að hann skýrði frá
gangi málsins.
Vilhjálmur varð við þessum tilmælum og skýrði svo frá,
að þetta hefði verið lagt fyrir kennarafund, en ekki fengist
samþykkt vegna þess að liðið væri mjög að prófum.
157