Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Page 129
unarskólinn hefði haft léleg húsakynni en væri nú búinn
að fá gott húsnæði og verið aukinn að miklum mun. Hann
talaði um að komið hefði til mála að bæta við einum bekk
og yrði kennsla þá aukin bæði í tungumálum og öðru. Þá
væri ætlunin að tekin yrði upp hraðritunarkennsla, sem
mjög væri farið að nota nú. Einnig minntist hann á að
nemendur þyrftu að fá æfingu við afgreiðslustörf og þekk-
ingu á vörum.
Framsögumaður gat þess að Samvinnumenn væru orðn-
ir svo margir að þeim ætti ekki að verða ofviða að reisa
myndarlegan skóla, og datt honum í hug að kaupfélögin
borguðu 5 kr. fyrir hvern félagsmann í tvö ár, ef kaup-
félögin tækju þessari tillögu vel myndi Sambandið ef til
vill leggja fram jafn háa upphæð.
Framsögumaður hafði hugsað sér að húsið yrði 3 hæð-
ir og yrðu 3 kennslustofur á neðstu hæðinni auk vélrit-
unarstofu. Þá ætti að vera hægt að opna á milli kennslu-
stofanna og gera þær að samkomusal og danssal. Á næstu
hæð hugsaði hann sér að hafa heimavist, borðstofu og
setsal og í sambandi við hann dálítið bókasafn. Á efstu
hæðinni hugsaði hann sér að hafa eingöngu svefnher-
bergi, og að hafðar yrðu svalir meðfram annarri hliðinni.
1 húsinu hafði hann einnig hugsað sér að hafa litla búð,
sem nemendur efsta bekkjarins fengju að hafa umsjón með
í eina viku hver.
Næstur tók til máls Gunnar Sveinsson. Þakkaði hann
yfirkennaranum fyrir ræðu hans, og harmaði það að geta
ekki verið nemandi í hinum tilvonandi skóla. Þá minntist
hann á að Samvinnuskólanemendur stæðu Verslunarskóla-
nemendum að baki í tungumálakunnáttu.
Gunnar Steindórsson tók næstur til máls og sagði að
sig langaði mjög til að verða nemandi í hinum tilvonandi
skóla, og spurði yfirkennarann hvort hann gæti ekki verið
óreglulegur í hinum tilvonandi skóla.
Steingrímur Þórisson talaði næstur og gerði fyrirspum
um hvar skólinn ætti að standa. Hann vildi að kvenmenn
byggju á annarri hæðinni en karlmenn á hinni, svo að
125