Fréttablaðið - 10.12.2015, Síða 4

Fréttablaðið - 10.12.2015, Síða 4
Ég vil ekki vera í heilbrigðiskerfi þar sem heilbrigðisstéttin er full angistar því þá fyrst byrja mistökin. Einar Gautur Steingrímsson, verjandi Ástu Það sem við viljum að komi út úr þessu er að það verði fundin ákveðin leið, hvernig eigi að taka á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðis- þjónustu. Ólafur Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga Farsímatrygging Hversu leiðinlegt væri ef eitthvað helltist yr nýja símann þinn? Söluaðilar: Nova og Síminn Viss ehf · Ármúla 7 · sími 445 4500 · www.viss.is efnahagsmál Greiningardeild Arion banka spáir 30 prósenta verðhækkun að nafnvirði á íbúðarhúsnæði fram til ársins 2018. Verðhækkanir hafa verið umfram verðlag í fjögur ár. Hins vegar sjá greiningaraðilar ekki teikn á lofti um bólumyndun. Eftirspurn á leigu­ markaði er að dvína og fleiri eru að kaupa eigið húsnæði. Þetta var meðal þess sem kom fram á morgunfundi Arion banka um húsnæðismarkaðinn í gær. Fram til 2018 spáir greiningardeild­ in 14,7 prósenta raunverðshækkun á íbúðarhúsnæði. Fram kom á fund­ inum að síðustu tíu ár hefur hús­ næðismarkaðurinn ekki verið í jafn­ vægi á Íslandi. Spáð er áframhaldandi hækkunum á húsnæðisverði fram til ársins 2016 en svo muni hægja á verð­ hækkunum þegar nýbyggingar bætast í framboðið árin 2017 og 2018. Ýmsir óvissuþættir, meðal annars áhrif hús­ næðisfrumvarpa og önnur opinber inngrip, ferðamenn og fleira, geta haft áhrif á húsnæðismarkaðinn. Fram kom í ávarpi Konráðs S. Guð­ jónssonar, sérfræðings hjá greiningar­ deildinni, á fundinum að augljós bóla hefði verið á húsnæðismarkaði frá árinu 2004 fram til hrunsins árið 2008. Hins vegar séu ekki teikn á lofti um bólumyndun nú. Kaupmáttur ráðstöf­ unartekna hafi hækkað í svipuðum takti og fasteignaverð síðustu ár. Hlutfall heimila á leigumarkaði heldur áfram að lækka. Leigjendum á almennum markaði fjölgar lítillega, en leigjendum með sérstök úrræði fækkar. Kaupsamningar eru aftur orðnir fleiri en leigusamningar, í fyrsta sinn síðan 2007. Stærsti hópurinn á Íslandi er eigendur með húsnæðis­ lán, 62 prósent, leigumarkaðurinn er 22 prósent en 16 prósent búa í skuld­ lausri eign. Greiningardeildin spáir því að fólk eigi frekar eftir að flytjast af leigu­ markaði næstu árin miðað við horfur í hagkerfinu. Talið er að fjárfestingar­ áætlanir í íbúðum á höfuðborgar­ svæðinu á næstu árum muni duga til að mæta þörfinni fram til ársins 2018. – sg Segja ekki teikn á lofti um bólumyndun á húsnæðismarkaði Dómsmál Héraðsdómur Reykja­ víkur telur að hrapað hafi verið að niðurstöðu um meginorsök and­ láts Guðmundar Más Bjarnasonar í máli ríkissaksóknara gegn hjúkr­ unarfræðingnum Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landspítalanum. Dómurinn sýknaði Ástu Kristínu, og þar með Landspítalann, af öllum kröfum ákæruvaldsins í gærmorgun. Ásta var ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkr­ unarlögum. Ákæran sneri að því að Ástu hefði láðst að tæma loft úr belg barka raufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél þann 3. október 2012 og setti talventil í barkaraufarrennuna. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að aðrir þættir en uppblásinn belgur kunni að skýra andlát sjúk­ lingsins og taldi dómurinn ekki ólík­ legt að belgurinn hefði verið blásinn út við endurlífgun sjúklingsins. Af þeim ástæðum var talið ósannað að Ástu hefði láðst að tæma loft úr belgnum og að andlát sjúklingsins yrði rakið til þess. Þegar dómurinn var kveðinn upp klöppuðu viðstaddir og grétu af gleði í senn. Ásta sagði í samtali við Stöð 2 í gær að henni væri mjög létt. „Ég er glöð að sjá í dómnum að þeir sáu það sem ég upplifði, að þeir trúðu mér. Ég vonaðist alltaf eftir þessari niðurstöðu […] Það er gott að þetta er búið.“ Móðir Ástu tók í sama streng. „Mér stórlétti bara og ég get ekki sagt hvernig mér leið því ég veit ekki hvernig mér líður ennþá. En feginleikinn og gleðin yfir þessum sýknudómi er það besta sem ég veit í dag,“ sagði Sigrún Sveinsdóttir, fyrr­ verandi sjúkraliði og móðir Ástu, við Stöð 2 í gær. Grátið og klappað við dómsuppsögu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Ástu Kristínu Andrésdóttur hjúkrunarfræðing af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Hún segist alltaf hafa vonast eftir þeirri niðurstöðu. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga kallar eftir rannsóknarnefnd vegna alvarlegra atvika. Stjórnendur Landspítalans voru viðstaddir dómsuppkvaðningu og fögnuðu með Ástu þegar niðurstaðan lá fyrir. FréttabLaðið/SteFÁn Það er mjög góð niðurstaða að stúlkan skyldi sleppa því hún átti enga sök á þessu. Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja hins látna Ég er glöð að sjá í dómnum að þeir sáu það sem ég upplifði, að þeir trúðu mér. Ég vonaðist alltaf eftir þessari niður- stöðu. Ásta Kristín Andrésdóttir, hjúkrunarfræðingur Það hefði aldrei átt að ákæra í þessu máli og ég er gríðarlega ánægð með niðurstöðuna. Dómurinn kemur mér ekki á óvart. Kristín Edwald, verjandi Landspítalans Menn sjá sér ávinning í að efla starfsmenntun. FréttabLaðið/HaG BanDaríkin „Ég mun aldrei hætta í þessari kosningabaráttu,“ sagði Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks Banda­ ríkjanna til forsetaframboðs, í samtali við The Washington Post í gær.  Mikið hefur verið deilt á Trump síðustu daga í kjölfar ummæla hans um að banna skyldi öllum músl­ imum að koma til Bandaríkjanna, hvort sem þeir væru hryðjuverka­ menn, flóttamenn eða Bandaríkja­ menn á leið heim úr fríi erlendis. Aðrir frambjóðendur  repúblik­ ana kölluðu hugmyndina ótæka og sögðu hana þvert á það sem flokkurinn stendur fyrir. Þá  sagði talsmaður forsetaembættis Banda­ ríkjanna hugmynd Trumps sjálf­ krafa dæma hann úr leik sem trú­ verðugan kost í forsetaembættið. Hörð viðbrögð samflokksmanna hans urðu til þess að hann benti á skoðanakönnun USA Today þar sem fram kom að nærri sjötíu pró­ sent fylgismanna hans myndu kjósa Trump jafnvel þótt hann yrði ekki frambjóðandi repúblikana heldur færi fram sem sjálfstæður fram­ bjóðandi utan flokka. Trump hefur mælst með mest fylgi allra repúblikana allt frá því í júlí og stendur fylgi hans nú í tæpum þrjátíu prósentum.  – þea  Trump lofar að fara hvergi Donald trump vill banna öllum múslimum að koma til bandaríkjanna. FréttabLaðið/ePa Sömuleiðis sagðist ekkja Guð­ mundar, Ingveldur Sigurðardóttir, glöð yfir niðurstöðunni. „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess,“ sagði hún. Þá sagði Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, að dómurinn kæmi henni ekki á óvart. Finnst henni að aldrei hefði átt að ákæra í málinu. Í kjölfar dómsuppkvaðningar kallaði Ólafur Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, eftir rann­ sóknarnefnd alvarlegra atvika í heil­ brigðisþjónustu í samtali við Vísi. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknar­ nefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að þora yrði að segja frá mistökum ef fólk ætti að læra af þeim. Hann sagði að ef starfs­ menn ættu á hættu að verða ákærðir væri hann hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka. thorgnyr@frettabladid.is 1 0 . D e s e m B e r 2 0 1 5 f i m m T U D a g U r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.