Fréttablaðið - 10.12.2015, Side 29

Fréttablaðið - 10.12.2015, Side 29
Kiribati heitir eyjaklasi í miðju Kyrrahafi þar sem búa 100.000 manns. Landið er ekki nema 800 fer- kílómetrar að flatarmáli svo að þéttleiki byggðar þar er meiri en í kraðakinu í Tókíó. Eyjarnar 32 dreifast yfir hafsvæði á stærð við Indland. Kiribati varð sjálfstætt ríki 1979, en hafði áður verið brezk nýlenda. Flestar eyjarnar eru á hæð við venjulegan strætis- vagn. Hækkandi sjávarborð af völdum hlýnandi loftslags hefur keyrt fjölda heimila í kaf, spillt vatnsbólum og heilsu fólksins og fjárhag. Fólkið á sér enga undan- komuleið nema úr landi. Fimm hættur Hlýnun loftslags er staðreynd. Erlendir jarðvísindamenn taka Sólheimajökul gjarnan sem dæmi um bráðnandi jökla. Síðustu 15-20 ár hefur jökulbrúnin færzt innar um allt að 50 metra á ári. Heimamenn þurfa með reglulegu millibili að færa bílastæðin handa ferðamönnum nær jöklinum. Alþjóðabankinn telur hlýnun loftslags hafa fimm hættur í för með sér: Þurrka, flóð, storma, hækkandi sjávarborð og aukna óvissu í landbúnaði. Malaví, bláfátækt land með 16 milljónir íbúa í sunnanverði Afríku, er í mestri hættu vegna þurrka, segir bankinn, en mörg önnur lönd eru einnig í mikilli hættu. Bangladess með 160 milljónir íbúa er í mestri hættu vegna flóða og einnig Kína og Indland þar sem þriðjungur íbúa heimsins býr. Filippseyjar með 102 milljónir íbúa eru í mestri hættu vegna storma og Súdan með sínar 40 milljónir íbúa vegna óvissu um afdrif land- búnaðar. Öllum lágvöxnum eylöndum eins og Kiribati stafar bráð hætta af hækkandi sjávar- borði sem hótar að keyra þau í kaf. Alþjóðabankinn og Samein- uðu þjóðirnar hafa hjálpað til við að kortleggja vandann og lagt á ráðin um lausnir. Jafnvel Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn (AGS) teygir sig út fyrir sinn venjulega verkahring og lætur málið til sín taka enda getur hlýnun lofts- lags, takist ekki að halda henni í skefjum, haft alvarlegar efna- hagsafleiðingar fyrir aðildarlönd sjóðsins og kallað á hjálp þaðan. Hvað er til ráða? Vandinn snýst einkum um kol- Sökkvandi lönd tvísýring og aðrar lofttegundir sem draga til sín útfjólubláa geisla og læsa þannig hita inni í gufu- hvolfinu og hækka með því móti hitastigið líkt og í gróðurhúsum. Þess vegna er hlýnun loftslags í daglegu tali kennd við gróður- húsaáhrif. Til að stöðva þessa þróun eða snúa henni við þarf að draga úr losun koltvísýrings og annarra efna út í andrúms- loftið, einkum með því að draga úr olíunotkun og kolabrennslu og einnig gróðureyðingu þar eð gróður dregur í sig koltvísýring og dregur um leið úr losun hans út í andrúmsloftið. Þannig er hægt að þynna gashjúpinn sem hefur hækkað hitann á jörðu niðri. Vandinn er kunnuglegur og lausnirnar líka. Hlýnun loftslags er eins og önnur umhverfismeng- un af manna völdum, m.a. ofveiði, og kallar á svipuð viðbrögð. Loftið sem við öndum að okkur er sameign. Menn sjá sér ekki að fyrra bragði hag í að halda loftinu hreinu og á réttu hitastigi þar eð þá munu aðrir ganga á lagið. Þess vegna þarf löggjöf og raunar sam- starf á heimsvísu því að mengun og loftslag virða ekki landamæri. Hægt er að setja lögboðið þak – kvóta! – á mengun til að halda henni í skefjum og úthluta kvót- anum án endurgjalds. Hagkvæm- ara er þó og réttlátara að reyna að meta til fjár verðmætin sem í húfi eru og fara markaðsleið að settu marki með því að gera mönnum skylt að greiða fyrir hvort heldur veiðiréttinn eða réttinn til að blása koltvísýringi út í andrúms- loftið. Þetta er leiðin sem veiði- gjaldsmenn hér heima hafa lagt fram til lausnar ofveiðivandanum á Íslandsmiðum í bráðum hálfa öld og kveðið er á um í nýju stjórnarskránni sem samþykkt var með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 2012. Þetta er einnig leiðin sem AGS og Alþjóðabankinn mæla með á loftslagsráðstefnunni í París sem lýkur á morgun. Sé þessi leið farin er hentugt að fella mengunargjöld inn í orkuverð líkt og ESB-lönd hafa lengi gert, en Bandaríkjamenn hafa hikað við að gera. Hugsunin er þessi: Þeir sem menga andrúmsloftið á kostnað annarra þurfa að bæta ráð sitt og bæta skaðann. Sumir sjá rautt og kjósa heldur að heilu löndin sökkvi í sæ, en vonandi fá þeir ekki að ráða för í þetta sinn. Þorvaldur Gylfason prófessor Í dag Loftið sem við öndum að okkur er sameign. Menn sjá sér ekki að fyrra bragði hag í að halda loftinu hreinu og á réttu hitastigi þar eð þá munu aðrir ganga á lagið. Þess vegna þarf löggjöf og raunar samstarf á heimsvísu því að mengun og loftslag virða ekki landamæri. GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 Ómissandi á jólunum Sérvalin blanda af bestu kaffiuppskerum ársins. kaffitar.is s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 29F i M M T u d a g u R 1 0 . d e s e M B e R 2 0 1 5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.