Fréttablaðið - 10.12.2015, Page 48

Fréttablaðið - 10.12.2015, Page 48
Eiríkur segir að hann hafi keypt húsið fokhelt árið 2011. „Foreldr- ar mínir gerðu þetta og hvöttu mig til að gera það sama,“ segir hann. Faðir Eiríks er sömuleiðis rafvirki og hefur hjálpað honum mikið með húsið, enda hefur hann reynsluna. „Ég ákvað að þetta yrði langtíma- markmið, gera þetta hægt eftir efnum og aðstæðum,“ segir hann. „Fyrst kláraði ég neðri hæðina en er núna að vinna í efri hæðinni. Ég stefni á að geta tekið hana í notk- un um páskana,“ segir Eiríkur sem er í sambúð með Freyju Leópolds- dóttur og eiga þau eina dóttur. Eiríkur segist ekki þekkja neinn jafnaldra sem standi í húsbygg- ingum. „Það var algengt þegar pabbi var ungur að menn byggðu sitt eigið hús. Iðnmenntun hjálpar til við að stíga þetta skref. Núna eru strangari reglugerðir en voru fyrir þrjátíu árum þegar það þótti sjálfsagt að byggja sjálfur. Ef menn treysta sér til að byggja og geta gert eitthvað sjálfir þá mæli ég með þessari leið. Maður þarf þó alltaf hjálp frá fagmönnum, til dæmis þarf maður að hafa bygg- ingastjóra og einungis rafvirkj- ar mega setja upp raflagnir. Mér finnst mjög skemmtilegt að standa í þessu þótt það taki stundum á,“ segir hann. „Stundum vex verkið manni í augum en maður verður bara að henda sér í það.“ Þegar Eiríkur er spurður hvort iðnaðarmenn óski sér verkfæra í jólagjöf segir hann svo vera. „Ég hef sjálfur fengið sög og háþrýsti- dælu í jólagjöf og verið ánægður með það. Það er engin móðgun að fá gjafir sem mann vantar og lang- ar til að eiga. Öll heimili þurfa að eiga borvél, sög, hamar og skrúf- járn. Það eru alls konar græjur sem gott er að eiga; bitasett, bora- sett og alls kyns fjölnota vélar og handverkfæri. Svo er bæði hægt að fá þetta ódýrt og dýrt eftir því hve miklu maður vill eyða. Ég myndi halda að það væri mjög gott að eiga leiserhallamál. Það er hægt að fá það á öllum verðum. Hjólsög er sömuleiðis tæki sem gott væri að eiga,“ segir Eiríkur. „Það er alltaf hægt að bæta á sig góðum verkfærum,“ segir hann enn frem- ur og bætir við að þráðlaus eyrna- hlíf með útvarpi væri mjög fín gjöf. „Það eru margir farnir að spá í ýmsum svona fylgihlutum. Það væri mjög þægilegt að hafa útvarp og mp3-spilara í vinnunni. Ég væri að minnsta kosti til í svo- leiðis,“ segir Eiríkur og við tökum undir að það sé sniðugt hugmynd fyrir fagmanninn. Eiríkur notar allan frítíma til að klára húsið sitt. Hann er farinn að hlakka til jólanna en án vafa verð- ur þó unnið í húsinu þá daga enda gott frí. Frábært að fá góð verkfæri í jólagjöf Eiríkur Lárusson rafvirki er að byggja eigið hús, aðeins 32 ára. Það hefði ekki þótt merkilegt þegar hann fæddist en nú þykir það óvenjulegt að svo ungt fólk standi í húsbyggingum. Eiríkur við störf í nýja húsinu sínu. Dóttir hans, Ísmey, fylgist vel með störfum föðurins. MYND/GVA Ég hef sjálfur fengið sög og háþrýstidælu í jólagjöf og verið ánægð- ur með það. Það er engin móðgun að fá gjafir sem mann vantar. Eiríkur Lárusson CRÉATIVE TECHNOLOGIE Frábær vinnuaðstaða með góðu aðgengi fyrir farm og farþega. 180° opnun á afturhurðum, rennihurð, þægileg hleðsluhæð, há sætisstaða og fjöldi geymslu- hólfa. Öflug en sparneytin 90 hestafla dísilvél ásamt spólvörn og ESP stöðugleikakerfi gera Berlingo Van að öruggum og hagkvæmum kosti fyrir þinn rekstur. Veldu traust umboð með einstöku þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota. KOMDU OG PRÓFAÐU CITROËN BERLINGO VAN - NÚNA Á LÆGRA VERÐI citroen.is • 3,3 M - 4,1 M HLEÐSLURÝMI • 850 KG BURÐARGETA • 3JA MANNA • SPARNEYTINN •3 3 Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. BETRI REKSTUR OG AUKIN ÞÆGINDI CITROËN BERLINGO VAN 1,6 HDi 90 hö dísil FRÁ: 2.950.000 KR. MEÐ VSK FRÁ: 2.850.000 KR. MEÐ VSK FRÁ: 2.379.032 KR. ÁN VSK FRÁ: 2.298.387 KR. ÁN VSK Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 15á ra afmæli Citroënhjá Brimborg Citroen_Berlingo_5x20_20150923_END.indd 1 24.9.2015 10:49:47 jólAGjöF FAGMANNsiNs i Kynningarblað 10. desember 20154

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.