Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2015, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 10.12.2015, Qupperneq 54
Fólk| tíska sunna Ólafsdóttir félagsráð­gjafi segist vera löngu hætt að elta tískustrauma en leggur fremur áherslu á að skapa sinn eigin stíl. Hún fór að hanna skart fyrir tveimur árum þegar hún var í námi og var það hennar leið til að slaka á. „Ég eignaðist sauma­ vél fyrr á árinu og þegar ég loksins þorði að snerta hana þá hef ég eiginlega ekki getað stoppað. Mér finnst þetta alveg fáránlega gaman og fæ þarna útrás fyrir sköp­ unarkraftinn.“ Hönnun Sunnu má sá sjá á Face­ book­síðunni SUNNU. Hvernig klæðir þú þig hvers- dags? Um þessar mundir klæðist ég mikið í vestum yfir allt sem ég er að hanna og búa til en þau eru stór og djúsí. Annars klæði ég mig yfirleitt eftir skapi en ekki eftir veðri. Hvernig klæðir þú þig spari? Mjög mismunandi, en svartur kjóll og litríkt hippaskart finnst mér geta bæði verið hversdags og spari. Annars á ég nokkra glimmerjakka sem ég nota extra spari. Hverjar eru þrjár mest notuðu flíkurnar í skápnum? Svartur kjóll frá Volcano, Júniformkápan mín og svört leðurstígvel. Reyndar er ég líka með æði fyrir Ugg silfur­ bomsunum mínum núna. Hvað veitir þér mestan innblást- ur? Lífið. Hvar kaupir þú fötin þín? Ég starfaði sem flugfreyja hjá Icel­ andair til margra ára og þá versl­ aði ég nær eingöngu erlendis en ég hætti í fluginu fyrir rúmum tveimur árum og síðan hef ég að mestu verslað hér heima. Ég hugsa að ég hafi verslað mest hjá Farmers Market, Evuklæðum og Júniform. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Ég elska hippablómaskóna mína frá Bossanova. Bestu kaupin? Svört hermanna­ stígvél sem ég keypti í GS skóm fyrir mörgum árum hafa staðist vel tímans tönn. Mér finnst þau alltaf jafn töff og passa við allt. Hef farið nokkrum sinnum með þau til skósmiðs til að láta sóla þau og ég á eflaust aldrei eftir að tíma að henda þeim. Verstu kaupin? Það hlýtur að vera appelsínuguli kjóllinn sem ég brölti með heim frá San Franc­ isco eitt sumarið. Mér fannst hann ómótstæðilegur þegar ég mátaði hann en þegar heim var komið leit ég út eins og einn af meðlimum Hare Krishna í honum. Sá appelsínuguli fór því beina leið í Rauðakrossgám. Ég hef einstaka sinnum keypt mér skó sem bara er hægt að sitja í sökum óeðlilegrar hælastærðar en vonandi er ég komin yfir það, frekar ópraktískt. Hverju verður bætt við fata- skápinn fyrir veturinn? Mig langar í risastóra Rússahúfu, helst silfurref. Hvers konar fylgihluti notarðu? Ég nota gróft skart og yfirleitt sem ég bý til sjálf úr náttúru­ perlum og steinum. Grófir silfur­ hringir finnst mér alltaf fallegir og er Brynjuhringurinn minn Embracing faith mikið notaður. Áttu þér tískufyrirmynd? Ég bara veit það ekki. Það er hell­ ingur af flottum konum í kringum mig á öllum aldri en ég vil fyrst og fremst vera mín eigin fyrir­ mynd. Blanda af Hippa, skVísu og kósístíl spuRt & sVaRaÐ Svört hermannastígvél eru bestu kaup Sunnu Ólafsdóttur en appelsínugulur kjóll þau verstu. Hana langar í Rússahúfu fyrir veturinn. oft í sVÖRtu „Ég er gjörn á að klæðast svörtu þó ég reyni að poppa upp svarta litinn með einhverju litríku,“ segir Sunna sem er nýfarin að hanna föt. MYND/GVA Sjáið myndirnar á facebook.com/Parisartizkan Vetrardagar 20% afsláttar af öllum fatnaði. Fallegur og vandaður fatnaður, tilvalin í jólapakkan. Verið velkomnar. Skipholti 29b • S. 551 0770 Facebook.com/commaIceland comma, Smáralind #commaIceland *Gildir fyrir eina áskrift. Viðskiptavinir sem taka þessu tilboði fyrir 31. desember halda þessum kjörum í eitt ár. Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is FÁÐU STÖÐ 3 Á BETRA VERÐI Í VETUR STÖÐ 3 +ENDALAUST TAL +1 GB Í GSM 1.990 kr. til 31. desember*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.