Fréttablaðið - 17.12.2015, Side 2

Fréttablaðið - 17.12.2015, Side 2
Veður Í dag nálgast lægð landið úr suðri með austan og norðaustan hvassviðri eða stormi, en hvassast verður um landið norðvestanvert. Snjókoma á Vestfjörðum og á annesjum norðvestanlands, slydda eða rigning á Norðaustur- og Austurlandi, en rigning syðra. Vægt frost víða fyrir norðan en hiti að 7 stigum sunnan til. Sjá SÍðu 52 Leikið á lagernum Bernharður Wilkinson stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands er hún lék lög af nýútkominni jólaplötu Sinfóníunnar, Jólalög, í IKEA í Kauptúni. Gestir verslunarinnar fengu því að njóta tónanna þegar þeir áttu leið hjá og ekki annað að sjá en þeir hafi fallið vel í kramið. Fréttablaðið/anton brink Laust er fyrir nemendur á vorönn 2016 við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Námið er ein önn, og hefst snemma í janúar. Umsóknir sendist á netfangið husrvik@centrum.is eða í gegnum heimasíðu skólans husstjornarskolinn.is Ath. Mistök voru á heimasíðu skólans þar sem lokað var fyrir umsóknir. Skólameistari Skr áni ng fyri r vo rön n 201 6 st end ur y fir. Eins og sést á hjólförunum virða ekki alveg allir akstursbann á ísilögðu Hvaleyrar- vatni. Fréttablaðið/GVa Íþróttir „Við erum litnir hornauga og flokkaðir sem minnihlutahópur,“ segir vélhjólamaðurinn Svavar Frið- rik Smárason í bréfi þar sem hann óskar eftir leyfi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði til ísaksturs á Hvaleyrar- vatni. Svavar rekur í bréfinu að um fimmtán manns séu í hópi vél- hjólamanna sem stundi íscross, það er akstur á ís. Leyfi sem þeir hafi fengið árið 2001 til aksturs á Hval- eyrarvatni hafi verið afturkallað í desember 2008. Segir hann það vera dapurlegt að hópurinn hafi mætt miklu mótlæti hjá bæjaryfirvöldum. „Lögreglan kemur iðulega og rekur okkur í burt án þess að gefa skýringar,“ skrifar Svavar sem kveður lögregluna vísa á bæjaryfir- völd. „Samkvæmt því sem ég kemst næst er hávaðamengun orsök þeirra kvartana sem borist hafa,“ heldur Svavar áfram. Þess vegna hafi bær- inn bannað ísaksturinn. „Svæðið við Hvaleyrarvatn er úti- vistarsvæði og opið öllum og fáum við í flestum tilfellum jákvæð við- brögð almennings,“ segir Svavar og vitnar síðan til lagaákvæðis um almenna umferð um vötn: „Öllum er heimil för, þar með talið á farar- tækjum, um vötn, einnig á ísi, með þeim takmörkunum sem lög kveða á um, þó þannig að það valdi ekki truflun á veiðum manna.“ Þannig segir Svavar bæjaryfir- völd „eiga í miklum erfiðleikum“ með að banna ísaksturinn. Hval- eyrarvatn sé ekki í byggð og aðeins sé um að ræða þrjár til fimm vikur á ári. Miklu betra væri að leyfa þetta á einum stað þar sem hægt sé að hafa eftirlit í stað þess að menn séu að stelast til að fá útrás. „Þetta myndi skapa betri sam- skipti á milli hjólamanna og ann- arra hópa en í dag upplifum við okkur alls staðar sem afgangs stærð og erum því síður móttækilegir fyrir vinsamlegum samskiptum þar sem það skiptir ekki miklu máli hvar við erum, alls staðar er amast við okkur,“ segir Svavar í bréfinu. Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar tók bréf Svavars fyrir í gær og áréttaði að allur ísakstur hefði verið óheimill á Hvaleyrar- vatni frá árinu 2006. gar@frettabladid.is Ískrossmenn ósáttir að fá ekki Hvaleyrarvatn Vélhjólamenn sem stunda akstur á ísilögðum vötnum segjast vera afgangsstærð og eru ósáttir við að fá ekki að stunda íþrótt sína á Hvaleyrarvatni. Þeir telji bann sem Hafnarfjarðarbær setti á vera lögleysu. Bærinn áréttar að bannið gildi. Þetta eru fáir dagar á ári og engar skemmdir fyrir utan óánægju einhverra einstak- linga. Svavar Friðrik Smárason í bréfi til Hafnar- fjarðarbæjar FornleiFar Lindarvatn ehf. hefur samið við fornleifafræðinginn Völu Garðarsdóttur um að stýra forn- leifauppgreftri á Landssímareitnum svokallaða. Þá hefur einnig fengist leyfi til að reisa hús yfir uppgröftinn og mun hann hefjast á næstunni í samráði við Minjastofnun. Fyrirhugað er að reisa um 160 her- bergja hótel, sem rekið verður af Ice- landair Hotels, á reitnum og stendur Lindarvatn að þeim framkvæmdum. Áður en ráðist verður í þær verður fyrst grafið eftir fornleifum og minj- arnar sem á reitnum gætu fundist rannsakaðar. Grafið verður upp í tveimur áföngum, fyrst sunnan og vestan við Landssímahúsið, síðan verður grafið nær Vallarstræti. „Lindarvatn ehf. vill standa sem best að framkvæmdunum á svæðinu, enda er það í hjarta borgarinnar,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. – þea Grafa eftir fornleifum á reit Landssímans lögreglumál Heimilisofbeldi er að jafnaði tilkynnt til lögreglu tvisvar á dag. Fram til 14. desem- ber höfðu 766 tilvik verið tilkynnt til lögreglunnar um land allt. 519 þeirra voru af hendi maka eða fyrrverandi maka. Þetta kemur fram í afbrota- tíðindum ríkislögreglustjóra fyrir nóvembermánuð. Farið hefur verið eftir nýjum verklagsreglum lögreglunnar um meðferð og skráningu heimilisofbeldis í eitt ár. Áður fyrr var heimilisofbeldi ekki sérstaklega skráð og umfang þess því illa kortlagt. „Þetta nýja verklag hefur ótví- rætt sannað gildi sitt og hjálpað mörgum. Þetta er aukin vinna og mikið álag á starfsfólk en algjör- lega þess virði,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglustjóranum á höfuð- borgarsvæðinu. Markmið hinnar nýju verklags- reglu lögreglunnar var að ná utan um brot sem sjaldan eru tilkynnt en hafa tilhneigingu til að vera ítrekuð og að stigmagnast. – snæ Flest málin eru vegna ofbeldis af hálfu maka 23% tilvika heimilisofbeldis gerast aðfaranótt sunnudags eða á sunnudegi en tíundi partur á sér stað á miðviku- degi. Tólf prósent tilvikanna eru vegna ofbeldis barns gagnvart foreldri. 1 7 . d e S e m b e r 2 0 1 5 F i m m t u d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.