Fréttablaðið - 17.12.2015, Síða 6

Fréttablaðið - 17.12.2015, Síða 6
Mótmælt í Albaníu Albanskir háskólanemar hrópa slagorð gegn stjórnvöldum og halda á lofti mótmælaspjöldum fyrir framan stjórnarráðshúsið í Tírana í Albaníu í gær. Mótmælt er nýrri löggjöf sem dregur úr framlögum til ríkishá- skóla á sama tíma og einkaskólar fá aukinn opinberan stuðning. Á spjaldinu sem hér er haldið á lofti stendur: „Óska mér ekki annars fyrir jólin en ókeypis menntunar af hálfu hins opinbera.“ Fréttablaðið/EPa samgöngur Jákvæð áhrif hrað- lestar milli Keflavíkurflugvallar og Vatnsmýrar á umhverfi og samfélag verða talsverð, segir í skýrslu Flug- lestarinnar þróunarfélags ehf. sem vinnur að verkefninu. Fram kemur að hraðlestin sem knúin verði með rafmagni fái það frá HS Orku. „Nákvæmt mat á félags- legum og umhverfislegum áhrifum verður gert sem hluti af undirbún- ingi lestarinnar,“ segir í skýrslunni. Jákvæð umhverfisáhrif felist í tals- vert skertum útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda með minnkandi akstri bíla sem nota jarðefniseldsneyti. Við hönnun verði meðal annars litið til loftgæða, hávaða og titrings, landslags og sjónrænna áhrifa. Þá verði lagt mat á félagsleg áhrif á borð við ferðamynstur, úti- vist, ferðaþjónustu, landnotkun og skipulagsmál. „Félagslegur ávinningur af lest- inni hefur verið reiknaður út, með tilliti til umhverfisráhrifa og ágóða notenda og aukins öryggis í umferð- inni,“ segir í skýrslunni. Miðgildi úr spám geri ráð fyrir að á þrjátíu árum verði ávinningurinn fyrir notendur, samfélagið og almenning um 368 milljónir evra – sem svarar til um 52 milljarða króna. „Spáin lítur eingöngu til notenda, félagslegs ávinnings varðandi örygg- ismál og umhverfisáhrif og taps á skatttekjum af jarðefnaeldsneyti vegna minnkandi bílaumferðar,“ segir í skýrslunni sem unnin er af RRV Consulting. Efasemdir hafa komið fram um hraðlestarverkefnið á samfélags- miðlum á undanförnum dögum. Til dæmis frá Stefáni Jóni Hafstein, starfsmanni Þróunarsamvinnu- stofnunar, sem kveðst fara oft um Keflavíkurflugvöll. Stefán bendir meðal annars á þægindi einkabíla og segir þá og rútur auk þess væntanlega almennt verða orðnar rafknúnar þegar lestin eigi að fara af stað árið 2024. „Vatnsmýrin er í fæstum tilvikum endastöð íslenskra og erlendra ferðamanna heldur lykkja á leið þeirra,“ segir Stefán í ítarlegri færslu um málið á síðu sinni á Facebook. Stefán leggur til aðra lausn. „Með því að kaupa fjölda rafknúinna létt- vagna og gera sérstaka akrein fyrir þá 30 kílómetra leið millli KEF og Hafnarfjarðar og þaðan með ólíkum leiðum á ýmsa staði strax árið 2016- 17 má koma upp víðtæku umhverf- isvænu og frekar ódýru dreifikerfi um allt höfuðborgarsvæðið á einu bretti. Bingó.“ gar@frettabladid.is Samfélagið sagt græða 52 milljarða á hraðlest Áætlað er að ágóði fyrir samfélagið af rekstri hraðlestar til Keflavíkurflugvallar verði 52 milljarðar króna á þrjátíu árum. Hagnaður er sagður felast í ávinningi farþega, auknu umferðaröryggi og jákvæðum umhverfisáhrifum. Margir efast. Þannig sér björn reynisson fyrir sér hraðlestarstöð í reykjavík í útskriftarverkefni sínu sem arkitekt vorið 2014. Mynd/björn rEynisson Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 72 59 3 Kanarí Tenerife Frá kr. 74.900 Kanarí & Tenerife Los Tilos Frá kr. 74.900 Netverð á mann frá kr. 74.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð. Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 4. janúar í 9 nætur. Tamaimo Tropical m/allt innifalið! Frá kr. 113.900 Netverð á mann frá kr. 118.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð. Netverð á mann frá kr. 113.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 5. janúar í 8 nætur. Jacaranda m/hálft fæði innifalið! Frá kr. 122.900 Netverð á mann frá kr. 122.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 5. janúar í 8 nætur. Parquesol Frá kr. 80.900 Netverð á mann frá kr. 80.900 m.v. 4 fullorðna í smáhýsi. Netverð á mann frá kr. 104.900 m.v. 2 fullorðna í smáhýsi. 4. janúar í 9 nætur. Roque Nublo Frá kr. 76.900 Netverð á mann frá kr. 76.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð. Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 4. janúar í 9 nætur. SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T u d a g u r6 F r é T T I r ∙ F r é T T a b L a ð I ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.