Fréttablaðið - 17.12.2015, Page 8

Fréttablaðið - 17.12.2015, Page 8
Fólk Á meðan flestir þræða verslan­ ir í leit að jólagjöfum og baka eina til tvær smákökusortir á aðvent­ unni býr Ingibjörg Sveinsdóttir til heilt þorp af piparkökuhúsum. Piparkökuhúsin eru löngu orðin fastur liður aðventunnar, bæði hjá henni og þeim sem fá húsin að gjöf. „Ég byrjaði að gera piparkökuhús fyrir 33 árum, þegar börnin mín voru lítil. Þá gerði ég nú bara eitt,“ segir Ingibjörg hlæjandi en síðustu ár hefur hún gert tuttugu hús fyrir hver jól. „Núna eru þau aðeins tólf því ég var svo lengi á Spáni. Maður­ inn minn spurði hvort ég vildi ekki bara sleppa þessu í ár því tíminn var naumur. En þá koma engin jól, svaraði ég honum.“ Það tekur tíma sinn að búa til tólf piparkökuhús frá grunni. Ingibjörg hóf verkið 24. nóvember og lauk því í fyrrakvöld. Suma daga var hún að frá morgni til kvölds. Fyrst þarf að búa til gríðarlega mikið magn af deigi, fletja, skera út, baka og kæla. Og það er bara byrjunin. Næst þarf að bræða sykur, setja húsin saman og skreyta. „Ég litaflokka M&M. Það gengur ekki að vera með heitan sykur á hús­ unum og þurfa að leita að réttum litum. Svo brýt ég niður saltstangir fyrir grindverkið og bý til gardínur í glugganna úr blúndukartoni.“ Þrátt fyrir þennan fjölda húsa heldur Ingibjörg ekki einu einasta fyrir sig enda er eftirspurnin mikil. Börnin hennar fá hús á sitt heimili og svo er mikil eftirspurn allt í kringum hana. „Börnin fá eitt hús á sitt heimili, ég hef gefið þau sem happdrættis­ vinning og svo fá börn og barna­ börn nágranna og vinkvenna hús. Stundum hef ég ætlað að halda einu húsi en ég enda alltaf á að gefa það. Enda er þetta aðallega og ein­ göngu gert til að gleðja og það er svo gaman að gleðja börn.“ Ingibjörg þiggur enga hjálp við húsasmíðina. „Maðurinn minn bauð fram hjálp um daginn og ætl­ aði að raða M&M á þakið. En hann sneri því vitlaust – emmið þarf að snúa upp – og svo urðu óvenju mikil afföll þannig að hann var rekinn úr starfinu,“ segir Ingibjörg hlæjandi og neitar því að það verði tómlegt þegar piparkökuhúsin verða sótt á næstu dögum. „Ég þarf að byrja á því að þrífa sykurinn af eldhúsgólfinu og svo mun ég bara hafa það huggulegt.“ erlabjorg@frettabladid.is Rak bóndann vegna affalla á skreytingum Ingibjörg Sveinsdóttir notar aðventuna til að búa til piparkökuhús handa fjöl- skyldu og vinum. Eldhúsið var undirlagt í heilan mánuð og allur hennar tími fór í húsagerðina en samt heldur hún ekki einu einasta fyrir sig. Stundum hefur Ingibjörg þurft að raða húsunum á stofugólfið og þá hefur henni dottið í hug að búa til þorp með bílum og dúkkum. „Kannski á næsta ári,“ segir hún. FréttablaðIð/VIlhelm Maðurinn minn bauð fram hjálp um daginn og ætlaði að raða M&M á þakið. En hann sneri því vitlaust – emmið þarf að snúa upp – og svo urðu óvenju mikil afföll þannig að hann var rekinn úr starfinu. Ingibjörg Sveinsdóttir piparkökuhúsagerðarmeistari Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is LÚXUS BÍLAR Á GÓÐU VERÐI BMW X1 xDrive 25d Nýskr. 08/2013, ekinn 30 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 7.350.000 DESEMBERVERÐ! 6.590 þús. RANGE ROVER SPORT TDV6 Nýskr. 04/2011, ekinn 58 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 10.780 þús. BMW X3 xDrive 20d Nýskr. 12/2014, ekinn 5 þús km. dísil, beinskiptur. Verð áður kr. 9.290.000 DESEMBERVERÐ kr. 7.990 þús. RANGE ROVER VOGUE Nýskr. 09/2008, ekinn 90 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 7.490 þús. RANGE ROVER VOGUE Nýskr. 08/2007, ekinn 110 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.850 þús. BMW X5 xDrive 3.0i Nýskr. 05/2006, ekinn 127 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.690 þús. BMW X6 xDrive 40d Nýskr. 01/2013, ekinn 33 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 13.900 þús. Rnr. 131467 Rnr. 142774 Rnr. 131638 Rnr. 320399 Rnr. 191495 Rnr. 282516 Rnr. 320275 GÖNGUM FRÁ FJÁRMÖGNUN Á STAÐNUM viðskipti AGC ehf. hefur stefnt Thor­ sil, Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn á ný vegna lóðar sem fyrirtækið telur sig hafa fengið loforð um að fá að leigja í Helguvík. Þar hugðist fyrirtækið reisa lífalkóhól og glýkólverksmiðju. Reykja­ nesbær hefur úthlutað lóðinni til kísil­ verksmiðju fyrir Thorsil. Í stefnunni er vísað til tölvupósts sem Pétur Jóhannsson, þáverandi hafnarstjóri, sendi í ágúst árið 2011 þar sem fram kemur að Reykjanes­ höfn sé reiðubúin að láta Thorsil fá lóðina. Á þeim grunni hafi fyrir­ tækið hafið vinnu við umhverfismat. Í apríl 2014 gerði Reykjaneshöfn hins vegar samning við Thorsil um leigu á umræddri lóð. Ráðgert er að verksmiðja Thorsil taki til starfa árið 2018 og hefur fyrir­ tækið tryggt sér orku frá HS Orku og Landsvirkjun. Greiðslu Thorsil á gatna­ gerðargjöldum hefur margsinnis verið frestað, nú síðast fram til mars á næsta ári. Fyrri stefnu í málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjaness þar sem ekki var krafist að úthlutun Reykjaneshafn­ ar til Thorsil yrði hnekkt. Hæstiréttur Íslands staðfesti frávísunina. Því hefur verið bætt við nýju stefnuna að sögn Jóns Jónssonar, lögmanns AGC. – ih AGC stefnir Thorsil og Reykjanesbæ á ný aGC telur sig hafa fengið loforð um lóð við helguvík sem thorsil fékk úthlutað. FréttablaðIð/GVa Eftir frávísun málarekst- urs bæði fyrir héraði og í Hæstarétti hefur AGC ehf. gert umbætur á málatilbún- aði sínum og stefnt á ný. 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F i m m t U d A G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.