Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 12
Miði fyrir tvo á
ABBA söngleikinn sem
enginn má missa af
Mamma Mia
12.900 kr.
Miði fyrir tvo á Njálu
og eitt eintak af
Brennu-Njáls sögu.
Njála
12.200 kr.
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gjafakort
Borgarleikhússins
Gjafakort fyrir tvo
og ljúffeng leikhúsmáltíð
Leikhúskvöld fyrir sælkera
12.500 kr.
Sérstök
jólatilboð
sjávarútvegur Fyrsta tilraun Haf-
rannsóknastofnunar til að fá mat á
fjölda hvala á loðnumiðum hér við
land að haustlagi sýndi mikinn fjölda
hvala á loðnumiðum. Þar sem loðna
fannst sást að jafnaði einnig til hvala,
aðallega hnúfubaks og langreyðar, og
er metinn fjöldi þeirra ríflega 12.000
dýr á leitarsvæðinu.
Hvalatalningar fara yfirleitt fram að
sumarlagi, þegar talið er að fjöldinn sé
mestur á norðlægum fæðuslóðum eins
og hér við land, en auk þess eru taln-
ingar utan þess tíma erfiðar vegna veð-
urs og birtuskilyrða. Lengi hefur verið
vitað af talsverðum fjölda hnúfubaka
hér við land að vetrarlagi og að þeir
virðast fylgja loðnugöngum, en raun-
verulegur fjöldi þeirra hefur hingað
til verið óþekktur. Þá sýna niðurstöð-
urnar einnig umtalsverðan fjölda lang-
reyða á loðnumiðum, en að sumarlagi
lifir sú tegund að mestu á ljósátu hér
við land.
Ekki var gerð tilraun til að meta
nákvæmni matsins, en þó ljóst að
nákvæmnin er minni en í hefð-
bundnum talningum. Líklegra verður
að teljast að um vanmat sé að ræða en
ofmat, þar sem ekkert náðist að telja á
öllu svæðinu vegna veðurs, en víða var
talsverð loðna, og ekki tókst að greina
alla stórhvali til tegundar. Þá er vitað
að töluvert af hnúfubak heldur sig
hér við land á sama tíma utan loðnu-
svæðisins.
Leiðangur Hafrannsóknastofnunar
var farinn á tímabilinu 16. september
til 4. október, en mikið sást einnig af
hval í loðnuleiðangri 17. til 29. nóv-
ember en þá fór ekki samhliða fram
könnun á þéttleika hvala. – shá
Hafrannsóknastofnun sér hvali í loðnuáti í þúsundavís
Staðfestur hefur verið grunur um
mikinn fjölda stórhvala við Ísland á
haustin. fréttablaðið/vilhelm
Hingað til hefur fjöldi
hnúfubaka sem fylgir
loðnugöngum hér við land
verið óþekktur.
Skemmtipakkinn
365.is | Sími 1817
FRÁBÆR DAGSKRÁ
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
Tryggðu þér áskrift á 365.is
Sími: 540 2050 | pontun@penninn.is
Tilboðsverð gilda frá 16. desember, til og með 20. desember. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
Vildarverð 14.122.- Almennt verð 18.829.-
tyrkland „Með því að fá Tyrkland
til þess að vera hliðvörð fyrir Evr-
ópu gagnvart flóttamannavand-
anum, þá á Evrópusambandið á
hættu að hafa að engu og nú hvetja
til alvarlegra mannréttindabrota,“
hefur BBC eftir John Dalhuisen, yfir-
manni mannréttindasamtakanna
Amnesty International í Evrópu og
Mið-Asíu.
Samtökin hafa sent frá sér skýrslu
um framferði Tyrklands gagnvart
flóttafólki, sem streymt hefur þang-
að milljónum saman undanfarin ár
frá Sýrlandi og fleiri löndum.
Í skýrslunni er greint frá örlögum
hundraða flóttamanna, sem hafa
verið handteknir í Tyrklandi, haldið
þar langtímum saman í fangelsi án
þess að fá að hafa nokkur samskipti
við umheiminn, og í sumum til-
vikum reknir aftur til ættlandsins,
sem þeir voru að flýja frá.
Fleiri hundruð þúsund flótta-
manna hafa á síðustu misserum,
og flestir á þessu ári, farið frá Tyrk-
landi yfir hafið til Grikklands, oft á
yfirfullum gúmmíbátum eða hrör-
legum skipum, og þaðan áfram til
annarra Evrópuríkja. Tugir þúsunda
hafa drukknað í hafinu.
Í nóvember síðastliðnum gerði
Evrópusambandið samning við
Tyrkland, sem felur í sér að ESB
greiði Tyrkjum þrjár milljónir evra
til þess að bæta aðstöðu flóttafólks
í Tyrklandi. Þetta er gert í von um
að flóttafólkið verði frekar um kyrrt
í Tyrklandi í staðinn fyrir að halda
áfram til Evrópu.
Amnesty fagnar þessum fjárfram-
lögum, en varar við því að meðferð
flóttafólks í Tyrklandi sé engan veg-
inn til fyrirmyndar.
Tyrknesk stjórnvöld vísa hins
vegar ásökunum Amnesty alfarið á
bug. Ekki einn einasti flóttamaður
hafi verið þvingaður til að fara aftur
til Sýrlands.
Í skýrslunni segir Amnesty reynd-
ar að þau dæmi, sem fundist hafa um
illa meðferð á flóttafólki og nauð-
ungarflutninga úr landi, stangist á
við þá almennu velvild og mannúð
sem tyrknesk stjórnvöld hafi sýnt
flóttafólki og hælisleitendum. Flest
dæmin, sem nefnd eru, eru hins
vegar frá því í haust, eða frá svip-
uðum tíma og samningaviðræður
við Evrópusambandið stóðu yfir.
Því segir Amnesty vart annað
hægt en að draga þá ályktun að með
þessu hafi Tyrkir verið að bregðast
við kröfum frá Evrópusambandinu
um að stöðva flóttafólkið, sem hefur
streymt yfir hafið frá Tyrklandi til
Grikklands. gudsteinn@frettabladid.is
Tyrkir eru sagðir fara
illa með flóttafólk
Amnesty International sakar Evrópusambandið um fljótfærni. Samtökin segja
að rifta eigi samningnum við Tyrkland frá því í nóvember. Hundruð flótta-
manna hafi verið rekin aftur til Sýrlands.
Yfirfullur bátur kemur að landi á grísku eyjunni lesbos, eftir siglingu frá tyrklandi. myndin er tekin í október síðastliðnum.
fréttablaðið/ePa
792
þúsund manns fóru yfir
hafið frá Tyrklandi til Grikk-
lands á tímabilinu 1. janúar
til 10. desember á þessu ári.
dómsmál Lárus Welding, fyrrver-
andi forstjóri Glitnis, og Jóhannes
Baldursson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri markaðsviðskipta
bankans, eru á meðal sakborninga
í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis
sem sérstakur saksóknari hefur
haft til rannsóknar undanfarin ár.
Þetta herma heimildir Vísis, sem
greindi frá málinu í gær.
Jóhannes var fyrr í mánuðinum
dæmdur í þriggja ára fangelsi í
Hæstarétti vegna BK-málsins,
og þá voru bæði hann og Lárus
ákærðir í Stím-málinu en dóms-
uppsaga verður í því næstkomandi
mánudag í Héraðsdómi Reykja-
víkur.
Rannsókn á meintri markaðs-
misnotkun Glitnis í aðdraganda
bankahrunsins 2008 er lokið.
Málið snýr annars vegar að
kaupum Glitnis á eigin hluta-
bréfum og svo hins vegar að því
með hvaða hætti bréfin voru seld
frá bankanum. Að sögn Ólafs Þórs
Haukssonar, sérstaks saksóknara,
er stefnt að því að ákvörðun um
hvort ákæra verði gefin út í mál-
inu, eða ekki, liggi fyrir á fyrstu
þremur mánuðum næsta árs. – skh
Lárus og Jóhannes á meðal sakborninga
lárus Welding var
forstjóri Glitnis
hrunárið 2008.
1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m t u d a g u r12 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð