Fréttablaðið - 17.12.2015, Síða 26

Fréttablaðið - 17.12.2015, Síða 26
Leggja til að fækka ríkisstofnunum úr í 188 70 Ísland er örríki í alþjóðlegum saman- burði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Við- skiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana. „Það sem við erum að benda á er að í fámennari ríkjum er kostnaðurinn meiri við flókið stofnanakerfi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræð- ingur Viðskiptaráðs. „Við erum ekki að leggja til að kjarnastarfsemi þessara stofnana verði minnkuð, við erum að leggja til að draga úr kostnaði meðal annars vegna stjórnunarkostnaðar og stofnþjónustu. Sá kostnaður dregur úr getu þessara stofnana til að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti,“ segir Björn Brynjúlfur. Viðskiptaráð telur að engin efnis- leg rök standi í vegi fyrir einföldun stofnanakerfisins, reynsla af sam- einingum hafi verið jákvæð. Eftir sameiningu lögregluembætta í upp- hafi árs 2007 hafi þjónustan batnað; hlutfall upplýstra mála jókst um 29 prósent, eignaspjöllum fækkaði um 40 prósent og ánægja með störf lög- reglunnar jókst um fimm prósent. Hinar þrjátíu tillögur Viðskipta- ráðsins skiptast í fjórar tegundir fækk- ana: samrekstur, faglega sameiningu, hreina sameiningu og aflagningu starfsemi. Fækka mætti um 68 stofn- anir með samrekstri, þá væru stofn- anir reknar í sameiningu án þess að starfsstöðvum fækkaði. Ráðið bendir til dæmis á að hægt væri að reka öll söfn á vegum hins opinbera undir safnastofnun. Björn Brynjúlfur telur að tvímæla- laust sé vilji til að fækka stofnunum. „Margir hafa talað fyrir því að fækka stofnunum og við viljum vekja athygli á þessu til að því verði fylgt eftir. Viljinn er ekki nóg, það þurfa aðgerðir að fylgja.“ Viðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana, Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þró- unarsamvinnustofnunar Íslands og Bankasýslu ríkisins. Að mati ráðsins eru stofnanirnar óþarfar. Verkefni þeirra ætti ýmist að leggja niður alfar- ið eða færa til annarra stofnana eða einkaaðila. Björn Brynjúlfur telur að ekki sé of djúpt tekið í árinni með þessum tillögum, þær byggi flestallar á ítar- legum greiningum sem hafa verið unnar áður. „Við teljum að þær séu raunhæfar. Við teljum að Ísland sem ríki ætti að leitast við að reka sem allra fæstar stofnanir. Vegna kostnaðar og smæðar. Örstofnanir eru illa til þess fallnar að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti.“ Ráðið telur einnig að af nægu sé að taka þegar kemur að sameiningum á sveitarstjórnarstiginu. Það séu meðal annars tækifæri til samrekstrar þegar kemur að leik- og grunnskóla- kerfinu. „Mikilvægast af öllu er að fækka sveitar félögunum sjálfum. Þau eru núna 74 og það er í algjöru ósam- ræmi við önnur Norðurlönd og það sem við þekkjum í öðrum ríkjum, og það er afar óhagkvæmt fyrirkomu- lag. Sveitarfélögum fækkaði umtals- vert í kringum síðustu aldamót, en undanfarin ár hefur mjög hægt á þeirri þróun. Þess vegna hvetjum við til þess að lagasetningu sé beitt til að tryggja frekari sameiningar, til dæmis með ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur. Meðal stofnana sem Viðskiptaráð Íslands vill leggja niður er Íbúðalánasjóður. Fréttablaðið/gVa l Stofnanir sem starfa innan sama mála- flokks sameinist l Umhverfis- og auð- lindastjórnun ríkisins verði á einum stað l Stofnanir með skörun í starfsemi sameinist l Fjölmiðlan. og Póst- og fjarskiptastofnun sam- einist Samk.eftirliti l Stofnanir með óþarfa starfsemi verði lagðar niður l Umboðsmaður skuldara verði lagður niður ✿ Hægt er að fækka ríkisstofnunum um alls 118✿ Dæmi um hreinar sameiningar ✿ Dæmi um samrekstur 68 27 18 5 118 Lýsing Dæmitegund Fjöldi stofnana Fagleg sameining Hrein sameining Aflagning Samtals Heimild: Viðskiptaráð Íslands Háskóli Íslands Háskóli Íslands Háskólinn á Akureyri Landbúnaðarháskóli Íslands Listasafn Einars Jónssonar Tilraunastöð Háskólans á Keldum Náttúruminjasafn Íslands Stofnun Árna Magnússonar Listasafn Íslands Háskólinn á Akureyri Þjóðminjasafn Íslands Safnastofnun Háskólinn á Hólum Hljóðbókasafn Íslands Náttúrurannsóknarst. v. Mývatn Kvikmyndasafn Íslands Landsbókasafn Íslands Stofnun Vilhjálms Stefánssonar Þjóðskjalasafn Íslands Viðskiptaráð Íslands birtir í dag þrjátíu tillögur til að fækka ríkisstofnunum. Það er mat ráðsins að allt of margar stofnanir séu reknar á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Viðskiptaráð vill leggja niður fimm ríkisstofnanir og breyta öðrum. Margir hafa talað fyrir því að fækka stofnunum og við viljum vekja athygli á þessu til að því verði fylgt eftir. Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Off- shore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Í ársreikningnum kemur fram að síðasta ár hafi verið fyrsta rekstrarár Fáfnis sem hafi hafið rekstur í maí. Um haustið fékk félagið afhent dýrasta skip Íslandssögunnar, þjónustuskipið Polarsyssel, sem bókfært er á 334 millj- ónir norskra króna, um 5 milljarða íslenskra króna. Verkefnum fyrir olíu- vinnsluskip hefur fækkað verulega frá því að olíuverð tók að falla í fyrra- sumar. Verð á tunnu af Brent-hráolíu stendur nú í 38 dollurum á tunnu en var ríflega 110 sumarið 2014, um það leyti sem Fáfnir hóf rekstur. Fáfni tókst engu að síður að tryggja að Polarsyssel fengi við- bótarsamning við sýslumanninn á Svalbarða. Skipið mun nú þjónusta sýslumannsembættið níu mánuði á ári í stað sex mánaða áður. Með við- bótinni er áætlað að tekjur Fáfnis af leigu Polarsyssel nemi um 840 millj- ónum íslenskra króna á ári. Tekjur Fáfnis á síðasta ári námu hálfum milljarði króna. Fáfnir er með annað enn stærra og dýrara olíuþjónustuskip í smíð- um en afhendingu þess hefur verið frestað nokkrum sinnum vegna erfiðra markaðsaðstæðna, nú síðast fram til ársins 2017. Eignir Fáfnis voru bókfærðar á tæpa 5,8 milljarða króna um síðustu áramót, skuldir á 2,9 millj- arða. Þá hafa hluthafar Fáfnis lagt 2,9 milljarða króna af eigin fé inn í félagið. – ih Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Polarsyssel er í útleigu hjá sýslumann- inum á Svalbarða níu mánuði á ári. Samkvæmt greiningaraðilum Econ- omist Intelligence Unit (EIU) er minni hagvöxtur í Kína stærsta ógnin sem alþjóðahagkerfið horfir á móti á nýju ári. Í nýrri skýrslu EIU segir að kínverska hagkerfið sjái fram á mikla erfiðleika á næsta ári, bæði vegna sveiflna á inn- lendum hlutabréfamarkaði, minni útflutnings og minna fjármagnsút- streymis. Slæm efnahagsskilyrði í Kína á árinu 2015 höfðu gríðarleg áhrif á alþjóða- markaði. Hrun varð á kínverskum hlutabréfamarkaði um miðjan júní. Þriðjungur af virði A-hlutabréfa á Shanghai-hlutabréfamarkaðnum hvarf á einum mánuði í kjölfarið. Mikil eftirköst urðu 27. júlí og 24. ágúst. Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum hrundi um þúsund stig þann 24. ágúst sem er stærsta hrun í sögu vísitölunnar. Hagvöxtur í Kína hefur dregist saman frá árinu 2011, eftir að hafa mælst 10,6 prósent árið 2010. Spáð er að hann muni mælast 6,9 prósent í lok þessa árs. Í skýrslunni er því spáð að hagvöxtur í Kína gæti lækkað í 4,9 prósent í lok áratugarins. – sg Þróunin í Kína hræðir Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is 4,9% gæti orðið samdráttur hag- vaxtar í Kína í ár. ViðsKipti l Stofnanir reknar í sameiningu án þess að starfsstöðvum fækki l Rekstrareiningum á framhaldsskólastigi verði fækkað 1 7 . D E S E M b E r 2 0 1 5 F I M M T U D A G U r26 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð Sam- rekstur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.