Fréttablaðið - 17.12.2015, Page 30
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Svo ber til um þessar mundir á Íslandi að veikum börnum fátæks fólks er vísað úr landi. En þess ber að geta að börnin eru útlendingar.
Útlendingastofnun hafnaði beiðni um dvalarleyfi af
mannúðarástæðum. Í lögum um útlendinga segir í
grein 12f að heimilt sé að veita útlendingi dvalarleyfi
ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess. Heil-
brigðisástæður falla undir það skv. lagagreininni og
sérstaklega ef börn eiga í hlut. Segir þá að hafa skuli
það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu.
Til viðbótar er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
orðinn að sérstökum lögum á Íslandi. Í 22. grein
samningsins er mælt fyrir um að stjórnvöld tryggi
barni sem leitað hefur eftir aðstoð sem flóttamaður
viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð og í 24. grein
viðurkenna stjórnvöld skyldu sína til þess að tryggja
barni bestu aðstöðu til læknisþjónustu. Aðstæður
þarf að meta og Kristín Völundardóttir, forstjóri
Útlendingastofnunar, gerði það og sagði svo nei, ég
get ekki annað. Líklega ná þessi lög ekki til Albana.
Undanfarin tvö ár hafa fjölmargir Albanar sótt um
hæli en enginn fengið.
Ráðherra Ólöf Nordal fer með yfirstjórn mála
samkvæmt útlendingalögum. Hún getur sett nánari
reglur um heimild útlendinga til að koma til landsins
og dveljast hér á landi, þar á meðal um frekari skilyrði
fyrir dvalar- og búsetuleyfi. Eftir þessum reglum
vinnur kærunefnd úrskurðarmála. Þangað geta
hælisleitendur skotið máli sínu ef Útlendingastofnun
synjar erindi þeirra. Ráðherra ræður því hverjir sitja
í úrskurðarnefndinni. Ráðherra ræður líka miklu
um þær forsendur og reglur sem nefndin hefur í sínu
starfi.
Innanríkisráðherra Ólöf Nordal sagði, með sting
í hjarta, um mál albönsku barnanna og fjölskyldna
þeirra: Ég hef ekkert vald í málinu.
Pílatus þvoði hendur sínar líka.
„Nú sér Pílatus, að hann fær ekki að gjört, en ólætin
aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur sínar frammi
fyrir fólkinu og mælti: „Sýkn er ég af blóði þessa
manns!““
Dætur Pílatusar
Ávinningur-
inn af því að
moka ofan í
kílómetra
langan skurð
eru 25
hektarar
votlendis.
Kristinn H.
Gunnarsson
fv. alþingismaður
Full af frábærum
uppskriftum!
Berglind Sigmars
- Heilsuréttir ölskyldunnar
og GOTT, veitingastaður
HOLLAR OG HEILLANDI
bokafelagid.is
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis dró í gær til baka þá tillögu að fella niður 59 prósenta toll á innfluttu kartöflusnakki. Í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda segir að ástæðan sé
þrýstingur frá innlendum snakkframleiðendum.
Í yfirlýsingunni segir Ólafur Stephensen, framkvæmda-
stjóri félagsins, að ofurtollurinn hafi verið réttlættur með
því að hann sé hluti af tollvernd fyrir landbúnaðinn.
„Staðreyndin er hins vegar sú að engar íslenskar kartöflur
eru notaðar í framleiðslu tveggja iðnfyrirtækja, sem fram-
leiða snakk. Þau framleiða úr innfluttu hráefni, sem ber
litla sem enga tolla. Snakktollurinn er þannig verndar-
tollur fyrir iðnað, dulbúinn sem tollvernd fyrir land-
búnað,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórnin hefur lyft grettistaki í þessum efnum.
Um síðustu áramót voru vörugjöld afnumin og bil á milli
virðisaukaskattþrepa minnkað. Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra hefur auk þess kynnt áform um að afnema
einhliða tolla af fötum og skóm um áramót og tolla af
öðrum vörum, að matvöru undanskilinni, fyrir árið 2017.
Ráðherra skipaði starfshóp til að fjalla um endur-
skoðun tollskrárinnar. Þar kom meðal annars fram að
viðskipti milli þjóða hafa almennt áhrif á heildarábata
þeirra. Við aukinn innflutning eykst neytendaábati þar
sem innlent vöruúrval verður meira og verðlag lækkar í
ljósi aukinnar samkeppni. „Tollar hafa hamlandi áhrif á
viðskipti og draga úr alþjóðaviðskiptum þegar á heildina
er litið. Þegar tollur er lagður á innflutta vöru hækkar
verðið sem innlendir neytendur þurfa að greiða fyrir
vöruna sem aftur minnkar eftirspurn eftir henni,“ segir í
skýrslu starfshópsins.
Í athugun Félags atvinnurekenda kemur fram að niður-
felling ofurtollsins á kartöflusnakk myndi spara neyt-
endum 162 milljónir króna á ári, miðað við innflutnings-
tölur frá nóvember 2014 til október 2015.
Í viðtali á Bylgjunni fyrir skömmu upplýsti þingmaður
Framsóknar, Willum Þór Þórsson, sem á sæti í efna-
hags- og viðskiptanefnd, að nefndin hefði fengið mikil
viðbrögð frá innlendum snakkframleiðendum, sem flyttu
inn hráefni í framleiðslu sína sem bæru tolla. Nefndin
þyrfti því að skoða „víðtækari hagsmuni“. Alls starfa 20
manns við snakkframleiðslu á Íslandi.
Fallast má á að hægt sé að rökstyðja þörf á því að halda
verndarhendi yfir ákveðnum hluta íslenskrar landbún-
aðarframleiðslu, þó það sé sannarlega ekki óumdeilt.
Hins vegar er erfitt að koma auga á að nokkur rök séu
fyrir því að leggja háa verndartolla á afurðir sem ekki eru
framleiddar hér nema í litlu magni.
Miðað við orð þingmannsins verður ekki annað séð
en þeir víðtæku hagsmunir sem taka á tillit til með því að
leggja áfram tæplega 60 prósenta toll á kartöflusnakk séu
hagsmunir örfárra og geti seint talist víðtækir. Burtséð frá
því hversu lítið mál í stóra samhenginu tollar á kartöflu-
snakk er, þá verður að spyrja hvort framkvæmdin sé
fagleg. Þetta hljómar mun frekar sem einhver álfasaga.
Trúir þú á
álfasögur?
Hins vegar er
erfitt að koma
auga á að
nokkur rök
séu fyrir því
að leggja háa
verndartolla
á afurðir sem
ekki eru fram-
leiddar hér á
landi nema í
litlu magni.
Hús í stað holu
Stjórnarandstæðingar fóru
mikinn í annarri umræðu um
fjárlög næsta árs. Þar fór fremst
í flokki Bjarkey Olsen Gunnars
dóttir, þingmaður VG, sem lét
gamminn geisa í tæpa fimm
klukkutíma. Bjarkey var þó ekki
eini þingmaðurinn úr VG sem
sagði stjórnarmeirihlutanum til
syndanna. Það gerði leiðtogi lífs
hennar, Katrín Jakobsdóttir, líka
þegar hún hvatti stjórnarmeiri
hlutann til að heimila Happdrætti
Háskóla Íslands að fjármagna
Hús íslenskra fræða. Hætt var við
byggingu hússins í hruninu, fyrir
sjö árum, eftir að grunnurinn
hafði verið grafinn. Sagðist Katrín
í gær vera orðin langeyg eftir því
að sjá þar Hús íslenskra fræða í
stað Holu íslenskra fræða.
Píratar og einkavæðingin
Eftir að tilkynnt var að íslenska
ríkið myndi taka yfir Íslands
banka af kröfuhöfum Glitnis varð
ljóst að einkavæða þarf bankana.
Með ríkið sem eiganda að Lands
banka og Íslandsbanka blasir við
fákeppni á markaðnum. Könnun
Gallup fyrir Pírata bendir hins
vegar til þess að almenningur
treysti ekki Framsóknarflokkn
um og Sjálfstæðisflokknum við
einkavæðinguna. Enda hræða
sporin frá árunum 20022003. Það
myndi gleðja frjálslynd hjörtu að
sjá Pírata kóróna yfirburðastöðu
sína á meðal almennings, með því
að leggja fram trúverðuga áætlun
um sölu bankanna.
jonhakon@frettabladid.is
1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r30 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
SKOÐUN