Fréttablaðið - 17.12.2015, Side 34

Fréttablaðið - 17.12.2015, Side 34
Þann 11. desember birtist grein eftir Halldór Auðar Svans-son undir nafninu „Píratar og kirkjuheimsóknir“. Þetta var mál- efnaleg grein og langar okkur til þess að bregðast við henni og halda áfram að velta fyrir okkur þessu heita máli sem heimsóknir skólabarna í kirkju á aðventu eru fyrir nokkrum hópum í samfélaginu. Til að byrja með viljum við ítreka það að staðan er þannig í dag að kirkj- urnar í Reykjavík líta á þessar heim- sóknir sem fræðsluheimsóknir en oft eru þetta í raun aðventuskemmtanir skólanna en ekki kirkjunnar. Áður en hópar koma í kirkjuna er haft samráð við stjórnendur um fyrirkomulagið og hlutverk prestsins er yfirleitt að leiða samkomuna og oftar en ekki að segja fallega sögu með góðum boðskap tengdum jólum. Að öðru leyti ákveða skólarnir dagskrána og stýra henni, t.d. er algengt að börn komi fram og spili á hljóðfæri, syngi o.s.frv. Við viljum halda því fram að kirkj- unnar fólk í Reykjavík vandi sig mjög við að fylgja ströngum reglum Reykja- víkurborgar sem gilda um þessar heimsóknir. Við erum sammála Halldóri um það að ekki eigi að setja börn í þá stöðu að þurfa að útskýra trúar- eða lífsskoðanir sínar. Við lítum svo á að í dag séu þessar heimsóknir þess eðlis að ekkert barn eigi að þurfa að sitja eftir þegar farið er í slíkar heimsóknir. Ekki frekar en að barn velur hvort það hlusti á suma rithöfunda kynna bækur sínar í skólunum fyrir jólin eða ekki eða hvort börn á frístundaheim- ilum fari í heimsókn á Domino’s að baka pitsur. Við erum sammála Halldóri um þá tvo möguleika sem hann telur vera raunhæfa, þ.e. annars vegar að kirkjur hætti að taka á móti heim- sóknum grunnskólanna á aðventunni og bjóði sjálfar upp á aðventustundir t.d. í samvinnu við foreldrafélögin eða að opna skólastarfið alveg fyrir því að öll trú- og lífsskoðunarfélög bjóði skólabörnum í heimsókn á hátíðum tengdum sínum trúar- eða lífsskoðunum. Staðan eins og hún er í dag er óviðunandi og við upplifum að umræðan um trú og trúariðkun sé að verða eins og umræðan um kynlíf var í kringum 1950, þ.e. feimnismál og mikið gert úr því að trú hvers og eins sé hans eða hennar einkamál. Í góðum tengslum við nær­ umhverfið Í stefnu Reykjavíkurborgar í fræðslu- málum frá árinu 2005 (það var eina formlega stefnan sem við fundum á vef Reykjavíkurborgar) kemur fram að skólinn eigi að vera í góðum tengslum við nærumhverfi sitt og að skólastarf hafi í auknum mæli færst út fyrir skóla- bygginguna til að stuðla enn frekar að góðum árangri og þroska nemenda. Þar kemur einnig fram að nemendur vinni verkefni úti í náttúrunni og fari í fyrir- tæki og stofnanir til kynningar og starfa. Því viljum við hér með hvetja öll trú- og lífsskoðunarfélög til þess að bjóða grunnskólabörnum í heimsókn í sínar kirkjur, moskur, hof eða samkomusali á hátíðum er tengjast þeirra trú- eða lífs- skoðun og kynna börnin fyrir sínum hugmyndum eða trú. Þar með fá börn virkilega möguleika til að að kynna sér ólík trúarbrögð og lífsskoðanir. Það er nefnilega ekki nóg að segja að barnið eigi að fá að velja sjálft sína lífsskoðun þegar þar að kemur en kynna það síðan ekki fyrir öðru en því sem foreldarnir aðhyllast, enda teljum við það ekki í anda umburðarlyndis og víðsýni. Við viljum að samfélag okkar sé opið og gefi öllu fólki rými til að tjá lífs- og trúarskoðun sína óáreitt. Við höfum ekki áhuga á að lifa í samfélagi þar sem foreldrar þurfa að láta börnin sín sitja á bókasafninu á meðan flestir bekkjar- félagarnir fara að kynna sér blót ása- trúarfólks eða jól kristinna enda sé um fræðslu að ræða sem fellur undir aðal- námsskrá. Trú og trúariðkun er órjúfan- legur hluti af lífsflórunni og þegar upp er staðið eru það foreldrarnir sem hafa ríkustu áhrifin á barnið. Við endurtökum því hvatningu okkar og skorum á öll trú- og lífsskoð- unarfélög að bjóða grunnskólabörnum í heimsókn á hátíðum og kynna fyrir þeim starfsemi sína. Aðventuheimsóknir? Áskorun til trú- og lífsskoðunarfélagaÖgmundur Jónasson skrifaði grein í Fréttablaðið 14. júlí þar sem hann fjallaði um gjaldtöku fyrir bílastæði á fjöl- sóttum ferðamannastöðum [1]. Tilefnið var að það á að rukka fyrir bílastæði í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í greininni komu fram þessi ummæli: „Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld rang- látir skattar.“ Í þessu er ég ekki sammála Ögmundi. Gjald fyrir bílastæði er auðvitað ekki skattur heldur gjald fyrir afnot af veittri þjónustu. Upphæð gjalds fyrir bíla- stæði er auk þess það lágt að það er klink fyrir bílstjórann þótt hann sé efnalítill því útgerð bílsins að öðru leyti er svo miklu dýrari en stæðið. Ef ein milljón ferðamanna kemur til Þingvalla árlega eins og stefnir í, gefur augaleið að það þarf að byggja bílastæði. Ef við myndum ekki gera það myndi umhverfi Þingvalla eyði- leggjast. Það þarf því að byggja bíla- stæði og þau þarf meira að segja að útbúa sérstaklega vel vegna meng- unarhættu af olíu og afrennsli sem getur mengað og skaðað Þingvalla- vatn. Hver á að borga fyrir þau bílastæði? Á almenningur að nota skattana sína til að niðurgreiða straum ferðamanna til Þingvalla með ókeypis bílastæðum? Nei segi ég. Ferðamennirnir sem streyma á Þingvöll og aðra fjölsótta ferða- mannastaði eiga auðvitað að borga fyrir sig sjálfir. Finnst eðlilegt að borga Mun Ísland hrekja ferðamenn frá sér ef tekið verður gjald fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum? Það held ég ekki. Ferðamenn eru vanir að borga nánast raunverð fyrir bíla- stæði í sínum heimalöndum. Þeim finnst einfaldlega eðlilegt að borga fyrir veitta þjónustu hvort sem það eru bílastæði eða pulsur. Það eru fæst vestræn lönd með frí bílastæði eins og tíðkast hér á landi. Þetta sjá Íslendingar líka sem ferðamenn í útlöndum. Til dæmis var frítt í bíla- stæðin við Dettifoss síðast þegar ég var þar. Þar var búið að byggja nýtt bílastæði sem var fullt af bílum og rútum og mörg hundruð ferðamenn að skoða fossinn. Partíið var í boði íslenskra skattgreiðenda. Í sumar fór ég síðan til Frakklands og heimsótti ferðamannastaðinn Mont St Michel klaustrið á Bretagne- skaga, sem stendur á lítilli eyju [2]. Þar koma um þrjár milljónir ferða- manna á ári og nota nýtt stórt bíla- stæði. Frakkar voru þó ekki að senda reikninginn fyrir þessa þjónustu við ferðamenn á sína skattgreiðendur. Bílastæði fyrir fólksbíl kostaði 900 kr. fyrir tvo tíma og 1.800 kr. fyrir 24 tíma en innifalin var strætóferð út í eyna. Síðan var auðvitað hærra verð fyrir rútur. Það er engin goðgá að láta ferða- menn greiða fyrir bílastæðið sitt á Íslandi frekar en í öðrum löndum. Látum ferðamenn standa undir þessum kostnaði á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það gerir okkur kleift að nýta takmarkað fjár- magn úr ríkissjóði fyrir þá staði þar sem ferðamenn eru færri og gjald- taka fyrir bílastæði er óraunhæf af ýmsum ástæðum. [1] http://ogmundur.is/annad/ nr/7579/ [2] http://www.bienvenueau- montsaintmichel.com/en Gjaldtaka fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum Jafn atkvæðisréttur er mannréttindi, og með þau verslum við ekki,“ sagði Héðinn Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að landið allt yrði eitt kjördæmi árið 1927. Þar með yrðu þau grundvallar- mannréttindi tryggð að atkvæði hvers okkar hefði sömu þyngd og annars. Síðan hefur slíkt þingmál verið flutt nokkrum sinnum, meðal annars af Alþýðuflokksformönnunum Jóni Bald- vini Hannibalssyni og Guðmundi Árna Stefánssyni. Nýverið lögðum við nokkrir þing- menn fram frumvarp þess efnis að landið verði eitt kjördæmi og atkvæði allra landsmanna vegi jafn þungt. Ég flutti slíkt mál áður fyrir fimm árum í þinginu sem fékk mikinn stuðning úr öllum flokkum. Í huga Héðins var jafn kosningar- réttur mannréttindamál og gerði hann engan greinarmun á útilokun frá kosningarrétti og misvægi atkvæða. Hvort tveggja er brot á þeim mann- réttindahugmyndum sem lýðræðis- leg stjórnskipun byggir á. Á þessari meginreglu byggir frumvarp okkar nú enda mannréttindi algild en ekki mannasetningar sem verslað er með. Kostirnir við eitt kjördæmi Kostir þess að landið verði eitt kjördæmi eru fjölmargir, þó að augljóslega verði að huga að nokkrum þáttum máls og ekkert fyrirkomulag sé hafið yfir rökræður og gagnrýni. Hér eru nokkrir nefndir: 1. Fullkominn jöfnuður næst milli kjósenda og misvægi atkvæða er ekki lengur til staðar. 2. Stjórnmálaflokkar fá þann þingmannafjölda sem atkvæði þeim greidd segja til um. 3. Þingmenn hafa heildarhagsmuni að leiðarljósi í störfum sínum en ekki þröng kjördæmasjónarmið. 4. Kosningakerfið er einfalt og auð- skilið. Þeir gallar sem nefndir hafa verið á því að landið verði eitt kjördæmi eru þeir helstir að þingmenn verði of fjarri kjósendum sínum samfara minnkandi áhrifum dreifbýlisins hvað fjölda þingmanna varðar. Einnig er nefnt að flokksræði gæti aukist þar sem fyrir liggur að hjá stærri stjórnmálaflokkum yrði um nokkurs konar sjálfkjör að ræða hjá efstu frambjóðendum þeirra á landslistum. Flutningsmenn frum- varpsins benda hins vegar á að vilji stjórnmálaflokkar sækja kjörfylgi vítt og breitt um landið leggja þeir fram- boðslista sína vitaskuld fram á þann veg að þar verði góð breidd fulltrúa þéttbýlis og dreifbýlis. Persónukjör og bein röðun kjósenda Til að tryggja virkt lýðræði við val fulltrúa flokkanna á framboðs- listum kemur einnig til álita að í kosningalög yrðu fest ákvæði í þá veru. Má þar nefna ákvæði um pers- ónukjör, auknar heimildir kjósenda við endurröðun frambjóðenda á framboðslistum og að vægi þeirra breytinga yrði aukið umtalsvert, hugsanlegt frelsi kjósenda til að velja einstaklinga á fleiri en einum framboðslista og fleiri skyld atriði. Grundvallaratriðið er að með því að gera landið að einu kjördæmi og öll atkvæði kosningarbærra landsmanna jafn þung er stigið stórt skref í mann- réttindum á Íslandi. Engin haldbær rök eru fyrir því að vægi atkvæða sé misjafnt eftir búsetu fólks. Aðrar leiðir en kosningakerfið eru miklu eðli- legri til þess að bæta stöðu einstakra byggða til búsetu í þeim. Því teljum við flutningsmenn málsins tímabært og áríðandi að ráðast í þessar breytingar á stjórnarskrá landsins þannig að breytingar þessar taki gildi sem fyrst. Við verslum ekki með mannréttindi Arna Sigurðardóttir prestur Guðrún Karls Helgudóttir prestur Því viljum við hér með hvetja öll trú- og lífsskoð- unarfélög til þess að bjóða grunnskólabörnum í heim- sókn í sínar kirkjur, moskur, hof eða samkomusali á hátíðum er tengjast þeirra trú- eða lífsskoðun og kynna börnin fyrir sínum hug- myndum eða trú. Ferðamenn eru vanir að borga nánast raunverð fyrir bílastæði í sínum heimalönd- um. Þeim finnst einfaldlega eðlilegt að borga fyrir veitta þjónustu hvort sem það eru bílastæði eða pulsur. Árni Davíðsson líffræðingur Grundvallaratriðið er að með því að gera landið að einu kjördæmi og öll at- kvæði kosningarbærra lands- manna jafn þung er stigið stórt skref í mannréttindum á Íslandi. Björgvin G. Sigurðsson varaþingmaður Samfylkingarinnar og fv. ráðherra 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r34 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.