Fréttablaðið - 17.12.2015, Page 43

Fréttablaðið - 17.12.2015, Page 43
|Fólk n Gott mál Hælaháir skór skekkja ekki stórutá samkvæmt nýrri norskri rannsókn. Þetta hljóta að vera góðar fréttir í des­ ember þegar jólaveislur eru á hverju strái. Því hefur oft verið haldið fram að tærnar verði vanskapaðar gangi kon­ ur mikið á háum hælum. „Það hefur engin rannsókn staðfest þetta,“ segir Grethe Borch­ grevink sem hefur rannsakað konur og fætur síðastliðin þrjú ár í samstarfi við St. Olavs sjúkrahúsið. „Ég hélt að ég gæti staðfest að háir hælar af­ mynduðu tærnar. Allt annað kom í ljós í þessari rannsókn,“ segir Grethe sem rannsakaði fætur 197 kvenna. Niðurstaðan er sú að lang­ varandi notkun hárra hæla skekkir ekki tærnar. Konurnar sem þátt tóku í rannsókn­ inni voru 40 og upp í 66 ára. Helmingur kvennanna hafði gengið á háum hælum dag­ lega í vinnunni í meira en fimm ár. Margar kvennanna höfðu gengið á háum hælum dag­ lega í 20 ár. Hinn helmingurinn hafði aldrei gengið á hælum. Það eina sem kom fram í rannsókninni er að konur sem hafa gengið mjög lengi á háum hælum fá frekar sigg á hælana eða harða húð en hinar sem ganga á sléttbotna skóm. Háir Hælar skekkja ekki tærnar n Sjónvarp Árið 2015 var gott ár fyrir þá sem eru hrifnir af því að horfa á sjónvarp. Fjöldi nýrra (og eldri), spenn­ andi þátta birtist á skjánum og erfitt var að fylgjast með öllu þrátt fyrir góðan vilja. Þeir sem geta ekki horft á allt og vilja velja úr það besta til að sjá geta farið eftir lista vefsíðunnar E! um bestu sjónvarps­ þætti ársins. Þar tróna efstir á lista hinir stórgóðu þættir Game of Thrones sem flestir þekkja en fimmta serían var sýnd á árinu og er sú sjötta væntanleg í apríl. Listinn í heild fer hér á eftir. 1. Game of Thrones 2. Outlander 3. Mr. Robot 4. Fargo 5. How to Get Away with Murder 6. You’re the Worst 7. The Affair 8. The Flash 9. Empire 10. Inside Amy Schumer Bestu þættir ársins Game of tHrones efst á lista yfir Bestu sjónvarpsþætti ársins samkvæmt vefsíðu e!   flottir sokkar Nýjasta Stjörnustríðsmynd­ in er frumsýnd um allan heima þessa dagana. Mynd­ irnar hafa löngum haft mikil áhrif á tísku og dægurmenn­ ingu og er nýjasta myndin engin undantekning. Bandaríski sokkaframleið­ andinn Stance, sem undan­ farin ár hefur vakið mikla athygli fyrir litfagra og ögrandi sokka, setti nýlega Star Wars­sokkalínu sína á markað. Hún inniheldur myndir af tólf þekktum persónum myndarinnar, þar á meðal Loga geimgengil, R2­D2, Lilju prinsessu, Jóda og auð­ vitað sjálfan Svarthöfða. Hægt er að kaupa sokk­ ana í barna­ og fullorðins stærðum á www.stance. com/starwars. Öll barnapörin kosta 16 dollara en 20 dollara í fullorðinsstærðum utan sokka með Stormsveitar­ mönnum sem kosta 25 dollara. 550

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.