Fréttablaðið - 17.12.2015, Qupperneq 74
BÆKUR
Endurkoman
★★★★★
Ólafur Jóhann Ólafsson
Útgefandi: Veröld
Kápuhönnun: Ragnar Helgi Ólafsson
Fjöldi síðna: 389
Ólafur Jóhann Ólafsson
hefur varið stórum hluta
ævi sinnar og starfsferils
utan Íslands og þá eink
um í Bandaríkjunum.
Fyrir vikið er ekki óeðli
legt að höfundarverk
hans beri þess merki
og líkast til má segja að
hann sé hvað alþjóð
legastur íslenskra
samtímahöfunda.
Nýjasta skáldsaga
Ó l a f s Jó h a n n s ,
Endurkoman, er
engin undantekn
ing á þessu þar
sem sögusviðið
nær yfir New
York og Connecticut í Banda
ríkjunum, Allington á Englandi,
Reykjavík, Snæfellsnes og Flatey svo
tæpt sé á helstu viðkomustöðum.
Endurkoman er líka stór og marg
laga skáldsaga. Persónurnar eru
fullmótaðar og áhugaverðar mann
eskjur og fyrstupersónufrásögn
aðalpersónunnar leiðir lesandann
áfram af öryggi. Ólafur Jóhann er
tæknilega fær höfundur, hinn fum
lausi og tæknilega snjalli píanisti
orðsins. Öryggið er slíkt að það
er ekki laust við að á köflum væri
ákveðinn léttir að sjá ásláttarvillu
eða ákveðið fum í frásögninni en
slíkt er ekki í boði. Öryggið og færn
in eru allsráðandi.
Í endurkomunni segir frá hinum
hálfíslenska Magnúsi Colin Conyng
ham, hámenntuðum heilasérfræð
ingi sem rannsakar ástand sjúklinga
í dái, vitund og líf þeirra sem eru
fangar í eigin líkama og eiga aldrei
afturkvæmt. En Magnús tekst
líka á við fortíð
sína og æsku,
lífið í skugga
móður sinnar
píanistans sem
aldrei náði heims
frægð og lifir í von
brigðum og biturð
fram að endurkom
unni. Hann tekst
líka á við ástina og
missinn en umfram
allt þó sjálfan sig og
allar þær andstæður
sem búa í einum
manni.
Ólafur Jóhann kann
þá list að flétta saman
sögur og láta þær end
uróma í heildstæðu
verki. Grunnstefið endurkoma
ómar í mörgum ólíkum myndum
og sögum tengdra sögupersóna en
í ólíkri mynd með ólíkri afstöðu
hverju sinni. Hver leið varpar fram
nýju sjónarhorni á spurningar sem
vakna um líf okkar og það val sem
við tökumst á við á hverjum degi.
Lesandinn er leiddur að spurn
ingunum og þarf sjálfur að takast
á við svörin, leita og finna, skoða
líf sitt og hvernig við erum fangin
í aðstæðum sem við höfum sjálf
skapað með okkar eigin vali.
Í Endurkomunni finnum við fyrir
persónur sem eru fangar í eigin
líkama jafnt sem þá sem eru fangar
ákvarðana sinna, æsku sinnar, for
tíðar og væntinga. Persónurnar velja
og hafna, taka ákvarðanir um líf sitt
og annarra. Engu er ýtt að lesand
anum heldur er honum boðið í
ferðalag um söguheiminn og gefinn
þess kostur að spegla líf sitt í bók
menntalegum, sléttum og felldum
heimi vals og ákvarðana.
Ólafur Jóhann laðar þessa sögu
fram áreynslulaust og af fag
mennsku. Framvindan er fumlaus
og örugg og tímalínan reikar örlítið
eins og hún stjórnist á stundum
fremur af líðan og tilfinningalífi
aðalpersónunnar en öðru. Allt er
þetta ákaflega vel gert. Það eina sem
angrar þó á köflum er hversu sléttur
og felldur söguheimurinn er og
hversu siðmenntaðar persónurnar
eru jafnt í hugsun sem og ákvörðun
um. Þetta er saga hinna menntuðu,
sjálfsöruggu og siðmenntuðu í ver
öld fágunar, hámenningar og lista.
Veröld heimsborgarans. Fyrir vikið
er þessi veröld helst til fjarlæg fyrir
íslenska lesendur og helst til snyrti
leg og jafnvel dálítið gamaldags.
Þannig að þrátt fyrir vel skrifaða
sögu og skýrt mótaðar persónur er
erfitt að finna til samkenndar. Erfitt
að finna til þess sem gerir góða bók
frábæra. Magnús Guðmundsson
NiðURstaða: Falleg og vel skrifuð
bók sem varpar fram stórum spurn-
ingum og lætur lesandanum eftir að
leita svara.
Stórar spurningar í fágaðri veröld
BÆKUR
amma óþekka og
tröllin í fjöllunum
★★★★★
Jenný Kolsöe
Útgefandi: Bókabeitan
Myndir: Bergrún Íris
Sævarsdóttir
Fjöldi síðna: 57
Amma óþekka er ný barna
bók frá Bókabeitunni sem
hentar sérstaklega yngri
lesendum og þeim sem eru
að æfa sig í lestri. Það þýðir þó ekki
að orðaforðinn sé einfaldur heldur
er einmitt lagt upp úr fjölbreytni í
orðavali og því að kynna lesendur
fyrir margslungnum og misflóknum
orðum íslenskrar tungu.
Þessi bók er ólík lestraræfinga
bókum sem krakkar eiga
að venjast, því þótt lögð
sé áhersla á ákveðna stafi
í efnisgreinum sögunnar
og framburðareinkenni
svo sem tvöfalda sam
hljóða, þá er framvindan
skemmtileg.
Sagan segir frá Fann
eyju Þóru sem fer í
ferðalag með ömmu
sinni út á land, nánar
tiltekið í Trölladyngju.
Þar tjalda þær stöllur,
grilla pylsur og eiga
saman huggulega stund í íslenskri
náttúru. Amma óþekka er mynd
listarmaður með sterkar skoðanir
og greinilega flott fyrirmynd. Hún
segist ætla að gera meira en milljón
skissur á meðan á dvöl þeirra stendur
svo hún þarf aldeilis að halda á spöð
unum. Fanney Þóra lætur eina duga
og fer svo í skoðunarferð. Á rölti sínu
hittir hún trölladreng sem á ýmis
legt sameiginlegt með stúlkunni en
ekki líður á löngu þar til þau eru öll
á hlaupum undan náttúruöflunum;
trölladrengurinn, amma hans, Fann
ey Þóra og amma óþekka.
Líkt og fram hefur komið er bókin
sniðin að þörfum þeirra sem eru að
æfa sig í lestri og auka á orðaforða
sinn. Hún er fyrsta bókin í nýrri röð
frá Bókabeitunni sem nefnist Ljósa
serían og hefur þetta að leiðarljósi.
Leturgerð er læsileg og í stærra lagi,
línubil sem andar vel og efnisgreinum
er skipt niður í styttri búta svo hægt
er að hvíla sig reglulega án þess að
tapa þræði. Halla Þórlaug Óskarsdóttir
NiðURstaða: Skemmtileg bók fyrir
unga lesendur sem eru að æfa sig
í lestri. Stútfull af nýjum orðum og
leyndum framburðaræfingum.
Langmæðgur í Trölladyngju
Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju hefur borist óvæntur liðsstyrkur því Eivør Pálsdóttir verður gestur kórsins á tvennum tónleikum af
þrennum, annað kvöld, föstu
daginn 18. desember klukkan
23, og á laugardaginn, 19. desem
ber, klukkan 20.
Aðrir einsöngvarar í ár verða
Benedikt Kristjánsson, Andri
Björn Róbertsson og Ólöf Kolbrún
Harðar dóttir. Einsöngvari á tákn
máli er Kolbrún Völkudóttir og
einnig koma fram einsöngvarar úr
Kór Langholtskirkju og Graduale
kór Langholtskirkju. Í ár verða
tónleikarnir þrennir, þeir síðustu
verða á sunnudag klukkan 20. Að
þessu sinni er það Árni Harðar
son sem stjórnar, hann hleypur í
skarðið fyrir Jón Stefánsson vegna
veikinda þess síðarnefnda.
Mikill jólaandi ríkir jafnan á
Jólasöngvunum við kertaljós í
Langholtskirkju. Að vanda verður
boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði
og piparkökur í hléi. – gun
Eivør bætist í hóp
einsöngvara
Jólasöngvum kórs Langholtskirkju hefur
borist sérstaklega öflugur liðsstyrkur.
Hinir fjölmörgu aðdáendur Eivarar gleðjast örugglega við að heyra hana taka lagið. Fréttablaðið/Hörður
Eivør vErður gEstur
kórsins á tvEnnum tón-
LEikum, annað kvöLd og á
Laugardaginn.
1 7 . d E s E m B E R 2 0 1 5 F i m m t U d a G U R58 m E N N i N G ∙ F R É t t a B L a ð i ð