Fréttablaðið - 17.12.2015, Side 76
Suffragette
Dramamynd
Aðalhlutverk: Carey Mulligan, Anne-Marie Duff, Helena Bonham Carter
Frumsýnd: 18. desember
IMDb 6,9/10 Rotten Tomatoes 72%
Star WarS: epiSode Vii – the force aWakenS
Hasar-, ævintýra- og fantasíumynd
Aðalhlutverk: Harrison Ford, Mark Hamill, Carrie Fisher, Adam Driver,
Daisy Ridley, John Boyega, Oscar Isaac, Lupita Nyong'o, Andy Serkis,
Domhnall Gleeson, Max von Sydow
Frumsýnd: 17. desember
IMDb 9,2/10 Rotten Tomatoes 99%
Smáfólkið
Gaman- og teiknimynd
Aðalhlutverk: Noah Schnapp, Bill Melendez, Hadley Belle Miller
Frumsýnd: 26. desember
IMDb 7,8/10 Rotten Tomatoes 86%
Frumsýningar
S íðastliðinn laugardag voru hin árlegu Evrópsku kvikmyndaverðlaun veitt í Berlín í 28. sinn, en verð-laununum er ætlað að vekja athygli á evrópskri
kvikmyndagerð.
Að þessu sinni áttu Íslendingar
fulltrúa á meðal tilnefndra í
flokknum besta myndin en þar var
kvikmyndin Hrútar í leikstjórn
Gríms Hákonarsonar tilnefnd.
Hrútar voru á meðal sex tilnefndra
mynda í flokknum. Hrútar hirtu
þó ekki verðlaunin heldur var það
kvikmyndin Youth í leikstjórn
hins ítalska Paolo Sorrentino.
Sorrentino hlaut einning verð-
laun sem besti leikstjórinn en alls
vann Youth til þrennra verðlauna
á hátíðinni þar sem aðalleikari
myndarinnar, Michael Caine, var
að auki valinn besti leikarinn.
Síðasta mynd leikstjórans, The
Great Beauty, kom út árið 2013 og
vann meðal annars til Óskarsverð-
launa, Golden Globe- og BAFTA-
verðlauna sem besta myndin á
erlendu tungumáli. Youth verður
framlag Ítalíu til Óskarsverðlaun-
anna sem kvikmynd á erlendu
tungumáli á þessu ári, rétt eins og
Hrútar verða framlag Íslands.
Líkt og áður sagði skartar Youth
breska stórleikaranum Michael
Caine í aðalhlutverki en hann
kannast sjálfsagt flestir við enda
hefur hann leikið í fjölda kvik-
mynda á ferlinum og er annar
tveggja leikara sem á ferlinum
hafa verið tilnefndir til Óskars-
verðlauna á hverjum einasta
áratug frá 1960 til 2000. Hinn
er bandaríski leikarinn Jack
Nicholson.
Árið 2000 var Caine sæmdur
riddartign fyrir framlag sitt til
kvikmyndalistarinnar. Hann
hefur unnið til fjölda verðlauna
á ferlinum en ótrúlegt en satt
aldrei farið heim með verð-
laun af Evrópsku kvikmynda-
verðlaunahátíðinni og sagði
það því hafa verið kærkomið
þegar hann hlaut sérstök heið-
ursverðlaun á laugardaginn.
Líkt og áður sagði fékk Caine
einnig verðlaun sem besti leikar-
inn fyrir hlutverk sitt í Youth
og var léttur í lund líkt og hann
gjarnan er þegar hann steig á svið
og tók við seinni verðlaununum
Hin bresku Caine og Rampling heiðruð
Bresku leikararnir michael caine og charlotte rampling fóru
bæði heim með sérstök heiðursverðlaun af evr-
ópsku kvikmyndaverðlaununum um helgina.
einnig voru þau bæði valin leikarar ársins.
og gerði grín að því að hann hefði
aldrei unnið til verðlauna í Evrópu
en nú hefði hann fengið tvenn á
einu kvöldi.
Á blaðamannafundi eftir verð-
launaveitinguna sló Caine á létta
strengi, fór yfir ferilinn og ráð-
lagði sér yngri leikurum að leita
ekki ráða hjá öðrum leikurum,
þá sérstaklega ef þeir væru eldri.
Sjálfum hefði honum verið sagt
þegar hann var ungur leikari og
leitaði ráða að hann myndi aldrei
slá í gegn og ætti að gefa drauminn
upp á bátinn. Var það sérstaklega
vegna hreims Caine sem honum
var sagt að ekkert yrði úr
honum á hvíta tjaldinu.
En viti menn, Caine
náði heldur betur
að afsanna það og
er einmitt þekktur
fyrir sinn greinilega
cockney-hreim.
B r e s k a l e i k-
konan Charlotte
Rampling fékk
verðlaun sem
leikkona ársins
fyrir hlutverk
sitt í myndinni
45 Years í leik-
stjórn And-
rew Haigh en
einnig var hún
heiðruð fyrir ævistarf
sitt og var líkt og Caine
sæl með verðlaunin og
heiðurinn.
Ev r ó p s ku k v i k-
m y n d a v e r ð l a u n i n
verða næst veitt þann
16. desem ber í borg-
inni Wrocław í Pól-
landi.
gydaloa@frettabladid.is
Charlotte Rampling
og Michael Caine voru
að vonum ánægð.
Skíða- og snjóbrettapakkar
25% afsláttur
• Svigskíði
• Fjallaskíði
• Gönguskíði
• SnjóbrettiTökum notaðan skíða- og
brettabúnað upp í nýjan
lÍs en ku
ALPARNIR
s
SWALLOW 250
Kuldaþol: -8
þyngd: 1,7 kg.
11.995 kr. 9.596 kr.
MONTANA, 3000mm vatnsheld
2. manna 16.995 kr. 12.796 kr.
3. manna 19.995 kr. 15.996 kr.
4. manna 26.995 kr. 21.596 kr.
30%
SNJÓBRETTAPAKKAR
Góðar
fermingargjafir
alparnir.is
FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727
P
P
Góð gæði
Betra verð
1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r60 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð
bíó