Fréttablaðið - 17.12.2015, Page 86

Fréttablaðið - 17.12.2015, Page 86
1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U rL í F I ð ∙ F r É T T A b L A ð I ð70 og flugi Fræga fólkið er augljóslega í mismiklu jólaskapi, og á meðan einhverjir brostu sínu breiðasta til papparassanna sem fylgja þeim yfirleitt hvert fótmál voru aðrir ör- lítið þyngri á brún. Leikstjóranum Quentin Tarantino stökk til að mynda ekki bros á vör og Kylie Jenner var töluvert sparari á brosið en gengur og gerist. Sér í lagi sé horft til þess að hún stillti sér upp sem nýtt andlit Nip + Fab strekkingarkrem- anna. En menn og konur geta svo sem ekkert alltaf verið í stuði, ekki einu sinni stórstjörnur. Frægir á ferð Lady Gaga og unnusti hennar Taylor Kinney voru í jólaskapi á Billboard Women in Music Glass award, enda vopnuð sérlegum jólahundi. Okkar kona, Kylie Jenner, var fremur fýld að sjá þegar hún pósaði með kremdollu í Hollywood. Katrín hertogaynja lék á als oddi þegar hún lamdi húðir með börnum á jóla- skemmtun Anna Freud Centre Family School í London í vikunni. Maria Carey var blússandi sátt við bæði guð og menn þegar hún steig inn í Beacon-leikhúsið á þriðjudag. Rita Ora yfirgaf Groucho Club aldeilis spræk, í áberandi fallega grænni yfirhöfn. Ora skorar alltaf hátt hjá tísku- spekúlöntum. Tarantino var ekki í neinu sérstöku stuði þegar hann yfirgaf myndver The Late Show With Stephen Colbert á þriðjudagskvöldið. Alexa Chung, tískudrottning með meiru, strunsaði um götur New York, sennilega þungt hugsi yfir komandi jóla- gjafakaupum eins og við hin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.