Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 12

Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 12
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | SUÐUR-AFRÍKA Að minnsta kosti sex manns hafa látið lífið í of- beldis bylgju gegn útlendingum í Suður-Afríku undanfarna daga. Ofsóknirnar hafa vakið reiði nágrannaríkjanna, en suðurafrísk stjórnvöld hafa óskað eftir aðstoð frá öðrum Afríkuríkjum við að draga úr spennunni. Víða um land hefur múgur manns farið um og hrakið burt alla útlendinga. Reiðin hefur ekki síst beinst að verslunum og öðrum fyr- irtækjum í eigu útlendinga. Marg- ir hafa flúið að heiman og þora ekki að snúa til baka. Óeirðirnar hófust í hafnarborg- inni Durban en undanfarna daga hafa þær verið verstar í Jóhann- esarborg. Tugir manna hafa verið handteknir. Nokkur hundruð manns hafa leitað skjóls á lögreglustöð í hverf- inu Jeppestown. Gwede Mantashe, framkvæmdastjóri Afríska þjóð- arráðsins, segir allt stefna í að koma þurfi upp flóttamannabúð- um í landinu. Talið er að í Suður-Afríku búi að minnsta kosti tvær milljónir inn- flytjenda, hugsanlega allt að fimm milljónir. Þetta eru á bilinu 4 til 10 prósent af rúmlega 50 milljónum íbúa landsins alls. Innflytjendurnir eru sakaðir um að taka störf frá heimamönnum, koma með fíkniefni inn í landið og jafnvel ætla að taka þar öll völd. Ofbeldishrinan hófst um miðjan síðasta mánuð eftir að Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna, hafði ávarpað fjölmennan útifund í KwaZulu-Natal þar sem hann sagði nauðsynlegt að útlendingar færu úr landi. „Við skorum á alla útlendinga að pakka saman föggum sínum og hafa sig á brott,“ sagði Zwelithini á fjölmennum fundi í KwaZulu- Natal, yfirráðasvæði Súlúfólks- ins, um miðjan síðasta mánuð. Í byrjun apríl tók svo Edward Zuma, elsti sonur Jacobs Zuma forsta, undir þessi ummæli: „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að í þessu landi sitjum við á þeirri tímasprengju að þeir taki yfir landið,“ er haft eftir honum á fréttasíðum suðurafríska dag- blaðsins Mail and Guardian. Faðir hans, Zuma forseti, hvetur fólk hins vegar til að halda ró sinni og láta af þessu ofbeldi. Fyrir sjö árum reið yfir landið sams konar bylgja ofsókna gegn útlendingum. Ofbeldið þá kostaði tugi manna lífið. gudsteinn@frettabladid.is milljónir af um 50 milljónum íbúa Suður-Afríku eru innfl ytjendur. 2-5 12 Útlendingar ofsóttir í borgum S-Afríku Kröfur um að útlendingar hafi sig á brott frá Suður-Afríku hafa verið háværar undanfarnar vikur. Ofbeldi gegn útlendingum hefur kostað nokkur mannslíf. Um 4 til 10 prósent íbúa eru innflytjendur. Sonur forsetans hefur varað við þeim. ÓEIRÐIR Fyrir utan Jeppies Hostels í Jóhannesar- borg stóð þessi kona, þakin sóti, og hrópaði ókvæðisorð að útlendingum sem búa þar. NORDICPHOTOS/AFP UMFERÐ Talið er að ótímabær dauðsföll vegna loftmengun- ar á Íslandi hafi verið 35 til 72 árið 2011 samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu. „Þessar tölur eru ekki byggð- ar á heilbrigðisupplýsingum frá hverju landi heldur á mengun- artölum frá hverju landi. Þær mengunartölur ásamt upplýs- ingum um íbúafjölda og hversu margir íbúar hvers lands búa í hversu mikilli mengun eru settar inn í reiknilík- an. Forsendur reiknilíkansins eru meðal annars rannsóknir sem hafa sýnt fram á hversu mikil aukn- ing verður á dánartíðni í ákveð- ið mikilli mengun,“ útskýrir Þor- steinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem hélt í vikunni erindi á málþingi um loft- gæði í Reykjavík. Sýnt hefur verið fram á tengsl svifryksmengunar og dánartíðni, að sögn Þorsteins. Hann segir svifryk hafa áhrif á öndunarfæri en einn- ig hjarta- og æðakerfið. Þorsteinn bendir á að á Íslandi séu talin vera 18 ótímabær dauðsföll á ári vegna loftmengunar á hverja 100 þúsund íbúa. „Þetta er skást hér og kemur ekki á óvart. Ísland er stórt land miðað við fólksfjölda. Þetta er ekki af því að við séum svo rosa- lega umhverfisvæn. Við eigum fjölda bíla og keyrum mikið.“ Þorsteinn greinir frá því að mengun frá dísilbílum sé í raun verri en frá bensínbíl- um. Dísilbílar losi meira af verri mengun- arefnum, það er fyrst og fremst sót og nit- uroxíðsambönd. Mengunin frá dísilbílum sé fimm til tíu sinnum meiri en frá sam- bærilegum bensínbílum. - ibs Dísilbílar losa fimm til tíu sinnum meira af verri mengunarefnum en sambærilegir bensínbílar samkvæmt mælingum: Ótímabær dauðsföll hafa orðið vegna loftmengunar ÞORSTEINN JÓHANNSSON UMFERÐ Dísilbílar losa meira af verri mengunarefnum en bensínbílar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NOREGUR Norski Verkamanna- flokkurinn samþykkti á lands- fundi sínum í gær að Noregur skyldi gera betur í flóttamanna- málum. Verkamannaflokkurinn vill að Noregur taki við 10.000 sýrlenskum flóttamönnum árin 2015 og 2016. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jonas Gahr Støre, hefur upp á síð- kastið verið gagnrýndur fyrir að skila auðum seðli í flóttamanna- málum. Talið er að þetta útspil sé til að sýna fram á að leiðtoginn geti tekið staðfastar ákvarðanir. Talsmenn norska Framfara- flokksins hafa gagnrýnt tillöguna og benda á að Verkamannaflokk- urinn gerði afar lítið í málefnum flóttamanna þegar flokkurinn sat í ríkisstjórn. - srs Noregur eigi að gera betur: Vilja taka við 10.000 manns DÓMSMÁL Ríkharð Júlíus Rík- harðsson, Davíð Fjeldsted og Magnús Sigurjón Einarsson hlutu allir skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að frelsissviptingarmáli í Hlíða- hverfinu í Reykjavík í desember árið 2010. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ríkharð hlaut tveggja og hálfs árs dóm, Davíð tveggja ára dóm og Magnús Sigurjón eins árs dóm. Dómar Ríkharðs og Davíðs eru skilorðsbundnir til þriggja ára en dómur Magn- úsar til tveggja ára. Þeir þurfa að greiða eina milljón króna í bætur ásamt vöxtum til fórnar- lambsins og eina og hálfa millj- ón króna ásamt vöxtum til föður hans. - ktd, vh Frelsissvipting í Hlíðunum: Fengu skilorðs- bundna dóma HEILBRIGÐISMÁL Helstu orsakir raka- og mygluvandamála í hús- næði virðast vera röng vinnu- brögð við hönnun og mannvirkja- gerð, vanræksla við viðhald og röng notkun á húsnæði, að mati starfshóps umhverfis- og auð- lindaráðherra sem fjallað hefur um myglusvepp og tjón af hans völdum. Tækifæri til úrbóta felast helst í aukinni fræðslu, leið- beiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum á svið- inu sem leitt gæti til nýrra og bættra vinnubragða og bygging- araðferða. - shá Starfshópur ráðherra er harðorður í skýrslu: Mistök skýra myglu MYGLA Myglusveppur í húsnæði getur verið alvarlegt heilsufarsvandamál. KAMBÓDÍA Í gær voru 40 ár frá því að herafli Rauðu khmeranna sigraði stjórnarher Kambódíu í höfuðborginni Phnom Penh og sigraði þar með í blóðugri borgarastyrjöld. Þó að styrjöldinni hafi lokið markaði fall borg- arinnar upphafið að hryllilegri stjórnartíð khmeranna sem einkenndist af pólitískum aftökum, hungursneyð og þrælkunarvinnu. Rúmlega tvær milljónir manna létust í Kambódíu fyrir tilstilli ógnarstjórnarinnar. Myndin er tekin í safni við Choeung Ek sem byggt var til að minnast þjóðarmorðanna. Safnið stendur á fjöldagröf og hauskúpur fórnarlamb- anna koma þaðan og eru nú til sýnis á safninu. - srs 40 ár frá blóðugri valdatöku Rauðu khmeranna í Kambódíu: Drápu um tvær milljónir manna HAUSKÚPUR Maður tekur mynd af hauskúpum á Choeung Ek-safninu í Kambódíu. TANG CHHIN SOTHY/AFP
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.