Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 16

Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 16
18. apríl 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Ég hef aldrei skipt mér neitt sérstaklega af stjórnmál-um, nema einu sinni og þá með nokkuð afdrifaríkum hætti. Ég hef nokkrum sinnum skráð mig í stjórnmálaflokk til að geta stutt eða kosið einhvern vin minn eða kunningja í próf- kjöri eða slíku. Annars leiðist mér þetta pólitíska þref, þessir flokka- drættir og þras, sem alltaf verður svo afskaplega þreytandi og leiðin- legt. Á endanum er þetta bara eitt- hvað fólk sem er að reyna að gera sitt besta en í umhverfi sem er ekki alltaf að vinna með því. Inn á milli eru svo nokkrir eigingjarnir frekjudallar sem finnst meira til sín og sinna koma en annarra. Það er bara eins og alls staðar annars staðar. Ég er, mér vitandi, ekki með- limur í neinum stjórnmálaflokki. Ég styð engan einn sérstaklega og er ekki held- ur neitt sér- staklega á móti neinum heldur. Ég hef til dæmis ekkert á móti Fram sóknar- flokknum, þótt sumt af því fólki sem starf- ar innan hans fari oft í taugarnar á mér. Það fer fólk úr öllum flokk- um í taugarnar á mér. Það að fólk sé vel innrætt, kurteist og ærlegt finnst mér skipta meira máli en í hvaða flokki það er. Ég hef held- ur aldrei getað haldið með neinu íþróttafélagi. Ég einhvern veginn held alltaf með þeim sem er að tapa. Kannski er það vegna þess að ég hef alltaf upplifað mig og mína sem aumingja. Ég er aum- ingi, kominn af aumingjum. Ef ég er spurður þá segist ég vera anark- isti. Mér finnst það fínt. Ég trúi á einstaklinginn og frelsi hans og rétt til að haga lífi sínu að eigin vilja og án afskipta annarra, svo framarlega sem hann er ekki að skaða sjálfan sig eða aðra. Það er mín grundvallarskoðun. Mér finnst til dæmis að ég eigi að fá að heita það sem ég vil og finnst engum koma það við. En ég trúi líka á samkennd og meðlíðan og samfélagslegan stuðning við okkar minnstu bræður og systur. Þetta er draumasamfélag að mínum dómi, þar sem allir fá að njóta sín á meðan vel er séð um lítilmagn- ana. En það er náttúrlega flókin útfærsla. Stundum hafa aumingj- arnir það gott á kostnað hinna og stundum maka þeir síðarnefndu krókinn á kostnað aumingjanna. Stundum eru allir aumingjar og stundum eru allir kóngar. En það varir yfirleitt stutt í einu. Að sigra heiminn Leitin að hinu fullkomna jafn-vægi í samfélagi mannanna er völundarhús og vegur allt- af salt. Hugmyndir og hugsjónir eru eitt og oft eru hræðilegustu afglöpin vörðuð af góðri hugmynd og fullvissu. Það eru yfirleitt mann- legir breyskleikar sem verða þeim að falli. Leti, eigingirni, hroki, reiði og allt þetta dót. Það er svo margt sem við vitum ekki og skiljum ekki en teljum okkur vita og skilja. Sólin er til dæmis ekki endilega gul, þótt mér finnist hún vera það. Ég hef reynt að forða mér frá því að dragast inn í þetta þras. Mér finnst að það eigi að byggja Land- spítalann. Það er eitthvað sem er áþreifanlegt og raunverulegt. Mér er alveg sama um ESB, hvort við göngum í það eða ekki. Ég held að það breyti engu stóru. Sumir segja að við séum í því hvort sem er. En það er kannski einhver vitleysa. Mér finnst evran ljótur peningur og ég get ekki fyrirgefið ESB að hafa bannað sænskt munntóbak. Margt sem við vitum ekki Ég hef aðeins verið að komm-entera á stjórnmálin að undan förnu. Og helst út frá því að mér finnst stjórnsýslan sjálf mega vera betri, þ.e.a.s. reglu- verkið, hvernig við skipuleggjum samfélagið. Mér finnst umgjörðin nokkuð skýr en mér finnst þurfa að skýra betur útfærslur og inntak. Margir vilja meina að ný stjórnar- skrá muni leysa þetta. Ég veit það ekki. Mér finnst mjög mikilvægt að Ísland fái ný umferðarlög. Alþingi hefur ekki getað komið sér saman um þau í átta ár. Umferðar lögin eru úrelt. Og mér finnst það kannski fyrst og fremst táknrænt frekar en hættulegt og dýrt. Hvernig getur Alþingi, sem getur ekki komið sér saman um einföld umferðarlög svo fólkið í landinu geti komist slysa- laust á milli staða með einföldum og skýrum hætti, nokkurn tímann komið sér saman um eitthvað sem skiptir máli? Það segir í lögum að Reykja- vík sé höfuðborg Íslands. En það er ekkert um hvað í því felst. Það er því huglægt mat hvers og eins og enn eitt málið sem hægt er að þrasa um. Hvernig væri að fara að taka öll þessi atriði fyrir og skil- greina þau? Íslenskt regluverk er því miður alltof oft hrákasmíði, sett saman meira af vilja en getu. Og þá verður samfélagið eins og að spila spil þar sem reglurnar eru ekki á hreinu og fólk nær árangri með frekju og yfirgangi. Sumir mega gera aftur og kasta teningn- um tvisvar en aðrir ekki. Og eng- inn virðist skilja af hverju. Það er vitlaust gefi ð 31.990,- ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR! S íðast þegar demókratar völdu forsetaefni var mörgu frjálslyndu flokksfólki vandi á höndum. Valið stóð milli tveggja öflugra frambjóðenda, sem hvor um sig myndi marka timamót, næðu þeir kjöri. Þeldökkur karl atti kappi við konu. Fyrirrennararnir á forsetastóli voru allir hvítir karlar. Obama vann eftir hatramma baráttu og varð forseti. Clinton gerir nú aðra atlögu að forsetastólnum. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Obama þegar sígur á seinni hluta ferilsins. Almennt þótti hann of leiðitam- ur ríkjandi hagsmunaöflum og frekar daufur í stórum málum á fyrra kjörtímabilinu. Það sem af er því síðara hefur hann verið heldur líflegri. Hann fær stóran plús fyrir Kúbu. Erfitt er að spá um hvernig framtíðin mun meta hans feril. En skiptir uppruninn máli? Hefur sambúð kynþátta batnað á valdatíma forseta sem er afrískur að hálfu? Ítrekaðar útistöður lögreglu við þeldökka Bandaríkjamenn telja margir vís- bendingu um afturför. Mikill meirihluti þeldökkra telur, að á þá halli í réttarkerfinu almennt. Þeir fái þyngri dóma og verri meðferð í troðfullum fangelsum. Obama hafi engu breytt. Sama eigi við á fjölmörgum öðrum sviðum. Því er haldið fram að hálfafrískur forseti hafi orðið einhvers konar syndakvittun – fólk telji sig hafa gert upp við ljóta fortíð með því að treysta þeldökkum manni fyrir Hvíta húsinu. En það sé í raun lítil fórn. Embætti forseta skipti æ minna máli því stjórnmálavaldið sé ofurselt hagsmunaklíkum, sem öllu ráði í krafti peninga. Hvað sem því líður segja stuðningsmenn Obama að hann sé að taka til hendinni. Sáttargjörð vegna misréttis allt frá tímum þrælahaldsins sé í vinnslu - táknræn tilraun til að gera upp við söguna. Greinilega láti þeldökkir meira í sér heyra en áður. Það skýri athyglina, sem endurteknar misgjörðir lögreglu fær. Athyglin sýni framför, sem ekki sé sett í rétt samhengi í fréttum. Áður hafi lítið verið fjallað um slíkt. Verði Hillary Clinton fyrir valinu mun arfleifð Obama í kynþáttamálum skipta miklu máli. Takist andstæðingi hennar í forsetaslag að sannfæra kjósendur um, að í sambúð kynþátta hafi ekkert þokast á tímum Obama, mun það yfirfært á hennar baráttu. Hvers vegna ætti konu þá að takast betur í jafn- réttismálum? Clinton og Obama eru samherjar, sem róa á sömu atkvæða- mið í eigin flokki. Báðum er talið til tekna, að hún gerðist utan- ríkisráðherra í hans ríkisstjórn eftir að hafa beðið lægri hlut í erfiðum slag. Hún þótti sýna honum hollustu. Hann þótti sýna henni traust. Það verður því vandratað einstigi fyrir hana, að stilla af fjarlægðina frá Obama. Hans meintu mistök geta orðið hennar fótakefli. Hans meintu sigrar geta orðið hennar ávinn- ingur. Það hallar á konur í Bandaríkjunum. Þær fá þriðjungi lægri laun en karlar. Þar er verk að vinna eins og í kynþáttamálum. Tvöföld ósk demókrata um sögulegar breytingar verður upp- fyllt, ef hún verður eftirmaður hans. Rætist óskin mun sagan leiða í ljós hvort kyn eða hörundslitur Bandaríkjaforseta skipta miklu í hrópandi réttlætismálum. Óskabörn frjálslyndra demókrata: Barrack og Hillary
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.