Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 50

Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 50
FÓLK|HELGIN Ég fékk tvær sögur sendar til að myndskreyta. Núna er ég búin að lesa allar sögurnar í bókinni og hún er ótrúlega flott og mikið í hana lagt. Sögurnar eru mjög draugalegar hjá krökkunum og mér fannst sérstaklega gaman að fá að gera ógnvekjandi myndir í barnabók því yfirleitt er það öfugt. Ég þarf að halda aftur af mér. Það er alltaf gaman að teikna eitthvað „krípí“,“ segir Fanney Sizemore en hún er einn af sjö teiknurum sem myndskreyta glænýja drauga- og hryllingssögubók eftir nítján grunnskólakrakka í Reykjavík, Eitthvað illt á leiðinni er. Útgáfuhóf bókarinnar er haldið í dag og er það eitt af því sem er á dagskránni yfir helgina hjá Fanneyju. „Það verður gaman að hitta krakkana á bak við sög- urnar,“ segir hún. Annars á hún annasama helgi fram undan. „Ég hef verið að myndskreyta aðra sögu, tónlistarævintýri sem gerist í orgeli. Það er æfing í dag hjá okkur fyrir tónleika sem verða svo fluttir á miðviku- daginn á Barnamenningarhátíð. Annað kvöld er ég svo að vinna uppi í Borgar- leikhúsi þar sem ég er hvíslari. Hvísla núna við sýninguna Er ekki nóg að elska?“ segir Fanney og viðurkennir að þetta sé frekar dæmigerð helgi hjá henni. Þegar hún á frí reynir hún að gera vel við sig í kósíheitum eða skellir sér út að dansa. „Ég dansa lindýhopp hvenær sem tækifæri gefst en fer lítið á djammið. Dansæfingarnar eru þó yfirleitt á virkum kvöldum en stundum um helgar og oft er hægt að dansa lindýhopp á djasstón- leikum um helgar. Ég fer líka gjarnan í leikhús ef ég á frí á laugardagskvöldum, það virðist einhvern veginn fylgja því að vinna í leikhúsi,“ segir Fanney. „Það kemur frekar sjaldan fyrir að ég eigi lausan dag um helgi til að gera ekki neitt en ef það gerist sæki ég yfirleitt í kósíheit, reyni að sofa út ef kisi vekur mig ekki eldsnemma og fæ mér góðan morgunmat, egg og beikon til dæmis. Ég er svo léleg í morgunmatnum á virkum dögum. Svo kveiki ég yfirleitt ekki á sjón- varpinu heldur gríp frekar í bók að lesa.“ Ertu þá að lesa hryllingssögur? „Ég er reyndar lítið í hryllingssög- unum en les mikið fantasíur og vísinda- skáldsögur.“ GAMAN AÐ TEIKNA EITTHVAÐ „KRÍPÍ“ HELGIN Fanney Sizemore dembir sér í útgáfuhóf bókarinnar Eitthvað illt á leiðinni er í dag en hún er einn af sjö teiknurum sem myndskreyta bókina. Helgin verður annars annasöm hjá Fanneyju við teikningar og hvísl. ÚTGÁFUHÓF ÆFING OG HVÍSL Fanney Sizemore ætlar í útgáfu- partí í dag en hún er ein þeirra sem myndskreyta hryllingssögusafnið Eitthvað illt á leiðinni er, eftir nítján grunn- skólakrakka í Reykjavík. Annað kvöld hvíslar hún við sýninguna Er ekki nóg að elska? í Borgar- leikhúsinu. MYND/VALLI Eiginmaður Lee lést úr krabbameini fyrir 18 árum. Þau hjónin fóru reglulega í sigl- ingar. Eiginmaður hennar sem starfaði sem bankamaður og var fjárfestir lagði á það ríka áherslu áður en hann lést að hún héldi áfram að ferðast. Lee borgar rúmar 20 milljónir króna á ári fyrir búsetu í skipinu. Um borð en hún kölluð Mama Lee og hún nýtur þess að mæta á alla viðburði um borð, dansar og skemmtir sér. Hún hefur komið í margar hafn- ir í mörgum heimsálfum á þessum sjö árum. Skipið hefur siglt til Ástralíu, frá Afríku til Brasilíu og Miami. Þá hefur hún siglt um Mið- jarðarhafið og heimsótt sögufrægar borgir. Um borð á Lee 1.080 nágranna sem stoppa þó stutt við. Flestir þeirra eru Bandaríkja- menn en skipafélagið sem Lee siglir með heitir Crystal Cruises. Lee hefur fimmtán sinnum á ævinni siglt umhverfis jörðina. Þegar skipið kemur til Flórída hittir hún börn sín og barnabörn. BÝR Á SKEMMTIFERÐASKIPI Lee Wachtstetter er 86 ára amma sem seldi húsið sitt fyrir sjö árum og flutti um borð í skemmtiferðaskip. Skipið er heimili hennar. SVÍTAN Herbergið er glæsilegt og Lee hefur öll þægindi um borð á meðan hún siglir um heimsins höf. GLÆSI- SKIP Lee býr um borð í skipi frá skipa- félaginu Crystal Cruises. COMMA-FASHION.COM Fallegt, fágað og töff Smáralind facebook.com/CommaIceland
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.