Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 86
18. APRÍL 2015 LAUGARDAGUR4 ● SPOEX Samtök psoriasis- og exemsjúklinga
Sóragigt er algengur kvilli en
um það bil 0,3% fullorðinna
fá sóragigt sem hefur
margbreytilegt birtingarform.
Flestir sóragigtarsjúklingar fá lið-
bólgur í útlimaliði, aðrir hryggikt
og enn aðrir fá festumeinavanda og
svokallaða pylsufingur. Sjaldgæf-
asta birtingarmynd sóragigtar er
svokölluð sóraliðlöskun, sem ein-
kennist af alvarlegum liðskemmd-
um oftast í smáliðum handa og fóta
– sjá mynd. Liður sem verður fyrir
sóraliðlöskun verður ónothæfur
sem veldur alvarlegri færnisskerð-
ingu og fötlun.
Fáar rannsóknir hafa einblínt á
sóraliðlöskun og því er takmörk-
uð þekking um þennan alvarlega
gigtarsjúkdóm fyrir hendi. Því
ákvað NORDSPO, sem eru samtök
psoriasisfélaga á Norðurlöndum,
að koma á fót samnorrænum rann-
sóknarhóp húð- og gigtarlækna til
að rannsaka algengi og birtingar-
mynd sóraliðlöskunar á Norður-
löndum.
Prófessor Björn Guðbjörnsson,
gigtarlæknir við Rannsóknarstof-
una í gigtarsjúkdómum við Land-
spítala og læknadeild Háskóla Ís-
lands, hefur leitt þennan rannsókn-
arhóp og mun hann kynna fyrir
félagsmönnum stöðu og helstu nið-
urstöður verkefnisins, þar á meðal
algengi, birtingarmynd, lífsgæði
og niðurstöður úr myndgreiningu,
sem eru mikilvægar til greiningar
á þessu sjúkdómsástandi.
Snemmkomin sjúkdómsgrein-
ing er forsenda þess að unnt sé að
beita virkri meðferð til að koma
í veg fyrir þessar alvarlegu lið-
skemmdir.
Snemmkomin sjúkdóms-
greining skiptir sköpum
Snemmkomin sjúkdómsgreining er að sögn Björns Guðbjörnssonar gigtarlæknis for-
senda þess að unnt sé að koma í veg fyrir alvarlegar liðskemmdir. MYND/ÞORKELL ÞORKELLSSON
Eins og með allt annað hafa
orðið til ýmsar mýtur um
psoriasis í gegnum tíðina.
Hér fyrir neðan verður stiklað
á þeim algengustu og þær
leiðréttar í kjölfarið.
1. Psoriasis er smitsjúkdómur
Sem betur fer eru það enn sárafáir
á Íslandi sem trúa þessu en þetta
kemur þó reglulega upp í um-
ræðunni. Psoriasis er ekki smit-
andi frekar en freknur eða fæð-
ingarblettir.
2. Fólk með psoriasis þarf
bara að drekka meira vatn
og taka lýsi
Að sjálfsögðu mætti meirihluti
einstaklinga sem þjáist af psorias-
is drekka meira vatn og innbyrða
meira af góðum fitum, en það á lík-
lega við um okkur öll óháð sjúk-
dómsgreiningu. Psoriasis er krón-
ískur langvinnur sjúkdómur og
meðferðir eru í mörgum tilfellum
einstaklingsbundnar.
3. Einkenni Psoriasis eru einungis
útlitlegs eðlis
Rauðir hreistraðir blettir eru mest
áberandi einkenni psoriasis. Psori-
asis getur einnig valdið ofsakláða
og í slæmum tilfellum miklum
sársauka. Blæðandi opin sár eru
nær daglegt brauð í verstu tilfell-
unum. Psoriasis getur einnig þró-
ast út í svokallaða psoriasis liða-
gigt sem veldur liðverkjum, stíf-
leika og bólgum.
4. Psoriasis er afleiðing
lélegs hreinlætis
Psoriasis er ekki afleiðing lélegs
hreinlætis. Psoriasis erfist og er
því algengara í sumum fjölskyld-
um en öðrum. Ákveðin atriði geta
þó haft áhrif á psoriasis og má þar
nefna sár, brunasár, of lítið sólar-
ljós, of mikið sólarljós, áfengis-
drykkju og stress.
5. Psoriasis er aðeins
líkamlegur sjúkdómur
Psoriasis getur valdið mjög mikl-
um tilfinningalegum þjáningum.
Tengsl psoriasis og þunglyndis
hafa verið rannsökuð mikið síð-
ustu ár og allt bendir til þess að
fylgnin sé sterk. Skömm yfir út-
liti húðarinnar getur orðið til þess
að einstaklingar sem þjást af sjúk-
dómnum forðist sundferðir, lík-
amsræktarstöðvar o.s.frv.
6. Psoriasis er læknandi
Eins og staðan er í dag þá er psori-
asis ævilangur sjúkdómur sem
mörg þúsund Íslendingar þjást af.
Flestir lifa þó góðu lífi með sjúk-
dómnum og ná að halda honum
niðri með góðum húðvörum og
ljósameðferðum en í sumum tilfell-
um eru lyfjameðferðir og innlagn-
ir á spítala nauðsynlegar.
Algengar mýtur
● ER HÆGT AÐ MEÐ
HÖNDLA PSORIASIS EÐA
LÆKNA ALGERLEGA?
Það er hægt að meðhöndla
psoriasis og hafa miklar
framfarir orðið á síðustu árum,
þá sérstaklega í lyfjameðferð-
um. Venjulegar meðferðir við
psoriasis eru ljósameðferðir og
sterakrem og ef þær virka ekki
er farið að skoða töflumeð-
ferðir og líftæknilyf. Mjög mis-
jafnt er hvaða meðferð hentar
hverjum og einum.
Psoriasis er ekki smitandi frekar en freknur og fæðingablettir. NORDICPHOTOS/GETTY
Sjaldgæf-
asta birt-
ingamynd
sóra-
gigtar er
svokölluð
sóralið-
löskun.
Save the Children á Íslandi