Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2015, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 18.04.2015, Qupperneq 86
18. APRÍL 2015 LAUGARDAGUR4 ● SPOEX Samtök psoriasis- og exemsjúklinga Sóragigt er algengur kvilli en um það bil 0,3% fullorðinna fá sóragigt sem hefur margbreytilegt birtingarform. Flestir sóragigtarsjúklingar fá lið- bólgur í útlimaliði, aðrir hryggikt og enn aðrir fá festumeinavanda og svokallaða pylsufingur. Sjaldgæf- asta birtingarmynd sóragigtar er svokölluð sóraliðlöskun, sem ein- kennist af alvarlegum liðskemmd- um oftast í smáliðum handa og fóta – sjá mynd. Liður sem verður fyrir sóraliðlöskun verður ónothæfur sem veldur alvarlegri færnisskerð- ingu og fötlun. Fáar rannsóknir hafa einblínt á sóraliðlöskun og því er takmörk- uð þekking um þennan alvarlega gigtarsjúkdóm fyrir hendi. Því ákvað NORDSPO, sem eru samtök psoriasisfélaga á Norðurlöndum, að koma á fót samnorrænum rann- sóknarhóp húð- og gigtarlækna til að rannsaka algengi og birtingar- mynd sóraliðlöskunar á Norður- löndum. Prófessor Björn Guðbjörnsson, gigtarlæknir við Rannsóknarstof- una í gigtarsjúkdómum við Land- spítala og læknadeild Háskóla Ís- lands, hefur leitt þennan rannsókn- arhóp og mun hann kynna fyrir félagsmönnum stöðu og helstu nið- urstöður verkefnisins, þar á meðal algengi, birtingarmynd, lífsgæði og niðurstöður úr myndgreiningu, sem eru mikilvægar til greiningar á þessu sjúkdómsástandi. Snemmkomin sjúkdómsgrein- ing er forsenda þess að unnt sé að beita virkri meðferð til að koma í veg fyrir þessar alvarlegu lið- skemmdir. Snemmkomin sjúkdóms- greining skiptir sköpum Snemmkomin sjúkdómsgreining er að sögn Björns Guðbjörnssonar gigtarlæknis for- senda þess að unnt sé að koma í veg fyrir alvarlegar liðskemmdir. MYND/ÞORKELL ÞORKELLSSON Eins og með allt annað hafa orðið til ýmsar mýtur um psoriasis í gegnum tíðina. Hér fyrir neðan verður stiklað á þeim algengustu og þær leiðréttar í kjölfarið. 1. Psoriasis er smitsjúkdómur Sem betur fer eru það enn sárafáir á Íslandi sem trúa þessu en þetta kemur þó reglulega upp í um- ræðunni. Psoriasis er ekki smit- andi frekar en freknur eða fæð- ingarblettir. 2. Fólk með psoriasis þarf bara að drekka meira vatn og taka lýsi Að sjálfsögðu mætti meirihluti einstaklinga sem þjáist af psorias- is drekka meira vatn og innbyrða meira af góðum fitum, en það á lík- lega við um okkur öll óháð sjúk- dómsgreiningu. Psoriasis er krón- ískur langvinnur sjúkdómur og meðferðir eru í mörgum tilfellum einstaklingsbundnar. 3. Einkenni Psoriasis eru einungis útlitlegs eðlis Rauðir hreistraðir blettir eru mest áberandi einkenni psoriasis. Psori- asis getur einnig valdið ofsakláða og í slæmum tilfellum miklum sársauka. Blæðandi opin sár eru nær daglegt brauð í verstu tilfell- unum. Psoriasis getur einnig þró- ast út í svokallaða psoriasis liða- gigt sem veldur liðverkjum, stíf- leika og bólgum. 4. Psoriasis er afleiðing lélegs hreinlætis Psoriasis er ekki afleiðing lélegs hreinlætis. Psoriasis erfist og er því algengara í sumum fjölskyld- um en öðrum. Ákveðin atriði geta þó haft áhrif á psoriasis og má þar nefna sár, brunasár, of lítið sólar- ljós, of mikið sólarljós, áfengis- drykkju og stress. 5. Psoriasis er aðeins líkamlegur sjúkdómur Psoriasis getur valdið mjög mikl- um tilfinningalegum þjáningum. Tengsl psoriasis og þunglyndis hafa verið rannsökuð mikið síð- ustu ár og allt bendir til þess að fylgnin sé sterk. Skömm yfir út- liti húðarinnar getur orðið til þess að einstaklingar sem þjást af sjúk- dómnum forðist sundferðir, lík- amsræktarstöðvar o.s.frv. 6. Psoriasis er læknandi Eins og staðan er í dag þá er psori- asis ævilangur sjúkdómur sem mörg þúsund Íslendingar þjást af. Flestir lifa þó góðu lífi með sjúk- dómnum og ná að halda honum niðri með góðum húðvörum og ljósameðferðum en í sumum tilfell- um eru lyfjameðferðir og innlagn- ir á spítala nauðsynlegar. Algengar mýtur ● ER HÆGT AÐ MEÐ HÖNDLA PSORIASIS EÐA LÆKNA ALGERLEGA? Það er hægt að meðhöndla psoriasis og hafa miklar framfarir orðið á síðustu árum, þá sérstaklega í lyfjameðferð- um. Venjulegar meðferðir við psoriasis eru ljósameðferðir og sterakrem og ef þær virka ekki er farið að skoða töflumeð- ferðir og líftæknilyf. Mjög mis- jafnt er hvaða meðferð hentar hverjum og einum. Psoriasis er ekki smitandi frekar en freknur og fæðingablettir. NORDICPHOTOS/GETTY Sjaldgæf- asta birt- ingamynd sóra- gigtar er svokölluð sóralið- löskun. Save the Children á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.