Fréttablaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 106
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 62 Sýningin MENN beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna. Á sýningunni eru verk eftir þá Curver Thoroddsen, Finn Arnar Arnarson, Hlyn Hallsson og Krist- in G. Harðarson. Í verkunum tak- ast þeir á við spurningar um stöðu karla innan fjölskyldu, hugmyndir um þátttöku þeirra í heimilislífi, ábyrgð á afkomu og uppeldi barna. Málþing í tengslum við sýninguna verður á morgun, laugardag, og hefst klukkan 14. Framsögumenn eru Ingólfur V. Gíslason, Jón Ingvar Kjaran og Árni Matthíasson og auk þeirra taka listamennirnir sem eiga verk á sýningunni þátt í umræðum sem Haukur Ingvarsson rithöfund- ur stýrir. Eins og að framan greinir er Curver Thoroddsen einn þeirra. „Þeir eldri munu eflaust velta fyrir sér breyttri stöðu kynjanna eftir að jafnrétti á heimilinu óx fiskur um hrygg en ég er yngst- ur og eiginlega afsprengi þeirra aðstæðna. Mitt innlegg í umræðuna verður því bara lýsing á lífi ungra fjölskyldumanna nútímans.“ - gun Afsprengi aukins jafnréttis Efnt verður til málþings í Hafnarborg í Hafnarfi rði á morgun, laugardag, í tengslum við sýninguna Menn sem þar stendur yfi r. KUNG FU ÞVOTTA- HÚS 2015 Curver og Hrafnkell Tími Thoroddsen sinna þvottinum. Stilla úr vídeóverki sem sýnt er í Hafnarborg. Opnað verður fyrir umsóknir í Myndlistarsjóð 18.apríl Myndlistarsjóður Veittir verða Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningar verkefna allt að 500.000 kr. Styrkir til stærri sýningar- verkefna, útgáfu/rann sóknar- styrkir og aðrir styrkir allt að 2.000.000 kr. Umsóknarfrestur er 1.júní 2015 Upp lýsingar um myndlistarsjóð, um sóknar eyðublað, út hlutunar- reglur og leið beiningar er að finna á vefsíðu myndlistarráðs www.myndlistarsjodur.is Úthlutað verður í júlí 119.990,- 73.990,- ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR! Í dag verður Safnahúsið opnað að nýju með sýningu á sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Að sýningunni standa höfuðsöfnin þrjú, Þjóðminjasafn, Listasafn og Náttúruminjasafn, auk Þjóðskjala- safns, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnun- ar Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum. Samstarf þessara sex stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti. Sjónrænn menningararfur snýr langt því frá einvörðungu að því sem almennt er litið á sem mynd- list. Þarna er að finna muni á borð við íslensku handritin, hönnun og myndlist samtímans, handverk lið- inna alda og svo mætti lengi telja. Mikil áhersla er lögð á fræðslu- þáttinn fyrir fjölskyldur sem skóla og hefur Hlín Gylfadóttir, safn- fræðslufulltrúi Þjóðminjasafnsins, unnið að fræðsluefni ásamt fleir- um í aðdraganda opnunarinnar. „Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem hefur verið ákaf- lega gaman að taka taka þátt í. Sýningin verður tækifæri til sam- verustunda fyrir börn og full- orðna og þannig hugsuð að fólk geti komið saman og notið hennar á sínum forsendum. Við erum búin að útbúa fræðslu- efni sem virkar eins og hjálpar- tæki þegar sýningin er skoðuð. Það eru t.d. spil, leikir og þraut- ir sem leiða fólk áfram í gegnum sýninguna og hvetja það um leið til þess að nota hugmyndaflugið. Þannig verður það sem skoðað er að lifandi munum sem tala með sínum hætti til þeirra sem skoða og njóta. Heimsókn í Safnahúsið er þannig tilvalið tækifæri til sam- verustundar ólíkra kynslóða. Að auki verður hægt að nálgast sér- sniðið efni á vefnum okkar fyrir kennara fyrir skólaheimsóknir.“ Safnahúsið mun einnig bjóða upp á leiðsöguforrit í gegnum síma og leigu á símum. Með því er hægt að þræða sig eftir sýningunni með hvort sem er heldur hljóðleiðsögn eða skjátexta og því er mikið gert til þess að fólk geti notið sýningar- innar til fulls og fengið skemmti- lega fræðslu í senn. Sýningar- stjóri er Markús Þór Andrésson og er rétt að minna á að í næstu viku verður enginn aðgangseyrir að safninu. magnus@frettabladid.is Skoðaðu samhengið Safnahúsið opnar sýningu á sjónrænum menningararfi þjóðarinnar og áherslan er lögð á að ólíkar kynslóðir geti notið þess að skoða sýninguna saman. SAFNFRÆÐSLUFULLTRÚI Hlín Gylfadóttir er á meðal þeirra sem hafa unnið að fræðsluþætti sýningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KISTILL NAFN LISTA- MANNS/-KONU ÓÞEKKT VESTFIRÐING- UR 1700, 22,2 X 20,5 X 18,5 CM ÚTSKURÐUR (FURA) SJÓNRÆNN MENNINGARARFUR Á sýningunni gefur víða að líta muni frá ólíkum tíma sem tengjast þó jafnvel með óvæntum hætti. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /E RN IR ÁN TITILS ÞÓR VIGFÚSSON 2005, 20 X 32 CM PLASTSKÚLPTÚR DRYKKJARHORN NAFN LISTAMANNS/- KONU ÓÞEKKT 1625, 34 CM ÚTSKURÐUR (NAUTSHORN), SILFURSMÍÐI FJÖL FRÁ GAULVERJABÆ NAFN LISTAMANNS/- KONU ÓÞEKKT 1000-1100, 68,3 X 17,9 CM ÚTSKURÐUR (FURA)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.