Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 52
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
8
(+6 sem dómsmrh.)
Eygló
Harðardóttir
29
Bjarni
Benediktsson
60
Kristján Þór
Júlíusson
18
Ragnheiður
Elín Árnadóttir
30
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Ólöf Nordal
59
Illugi
Gunnarsson
16
Sigurður Ingi
Jóhannsson
33
(+15 sem umhvrh.)
Sigrún
Magnúsdóttir
10
Fjöldi frumvarpa ráðherra á þessu kjörtímabili
Heildarfjöldi þingmála eftir kjörtímabilum 1991-2015
Fjöldi daga sem liðið hafa á milli ríkisstjórnarfunda
2013 - 2015
2009-2013
2007-2008
2003-2007
1999-2003
1995-1999
1991-1995
561
534
516
206
289
496
663
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
71 75 66 63
93
66
77
44
85
100
90 93 91
70 71
78
Gunnar Bragi
Sveinsson
5
Sumarfrí ríkiS-
Stjórnar hefur
lengSt í tíð núverandi
ríkiSStjórnar
Dagar á milli ríkisstjórnarfunda
yfir sumartímann frá 2009
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
39
dagar
32
dagar
15
dagar11
dagar
14
dagar
7
dagar
7
dagar
R íkisstjórn Sigmundar Davíð Gunnlaugs-sonar var mynduð á Laugarvatni í Bláskógabyggð, laugardaginn 22. maí
árið 2013, eftir mikinn kosn-
ingasigur Framsóknarflokksins
í kosningum mánuði áður. Frá-
farandi ríkisstjórn galt afhroð í
kosningum og í farteskinu hafði
ný ríkisstjórn bjartsýni lands-
manna til að láta gott af sér leiða
og koma landinu endanlega upp
úr öldudal hrunsins 2008.
Frumvörp seint til þings
Á þessu kjörtímabili sem nú er ríf-
lega hálfnað hefur heyrst að þessi
ríkisstjórn sem nú sitji sé fremur
sein til verka og lítið að gera á
hinu háa Alþingi. Formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins hefur
einnig látið hafa eftir sér að þing-
mál ríkisstjórnar komi seint og
illa til þings. Stjórnarandstaðan
hefur keppst við að halda því fram
að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs
sé með lötustu ríkisstjórnum sem
setið hafa við völd og verkstjórnin
sé í molum á stjórnarheimilinu.
Áður hafa birst fréttir af mála-
þurrð ríkisstjórnar Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar. Frum-
vörp ráðherra hans virðast oft
og tíðum festast á einhverjum
ótilgreindum stöðum í kerfinu.
Illugi Gunnarsson bíður enn eftir
að koma fram með frumvarp sitt
um fjármagn til Ríkisútvarpsins
og Eygló Harðardóttir tók til þess
bragðs að senda orkustangir til
fjármálaráðuneytisins til að ýta á
eftir sínum málum.
Stjórnarliðar gagnrýndir
Tveir formenn nefnda á þingi hafa
einnig kvatt sér hljóðs á Alþingi
til að lýsa yfir vonbrigðum með
málaþurrð ríkisstjórnarinnar.
„Hér liggja í bunkum óteljandi
þingmannamál, bæði frá stjórn og
stjórnarandstöðu, en þau komast
ekki á dagskrá þrátt fyrir það að
það sé málaþurrð. Því þá er búið
að taka upp eitthvert kvótakerfi
í forsætisnefnd sem leiðir það
af sér að þingmenn koma ekki
sínum málum á dagskrá. Þetta
verður ekki vel við unað og tek ég
undir með stjórnarandstöðunni
í þessu máli,“ sagði formaður
fjárlaganefndar, Vigdís Hauks-
dóttir, á þingi þann 10. nóvem-
ber. Unnur Brá Konráðsdóttir,
formaður allsherjarnefndar, tók
í sama streng í umræðunni. „Það
var boðað í þingmálaskrá að
fimmtíu mál myndu koma inn
í nefndina, og nú þegar nóvem-
ber er að verða hálfnaður er eitt
mál búið að koma inn og við í
nefndinni að sjálfsögðu búin að
afgreiða það úr nefnd.“
Ásmundur Friðriksson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins,
gagnrýndi einnig að ekkert væri
að gera í þinginu í ræðu þann 15.
desember síðastliðinn. „Að mínu
viti hafa störf þingsins dregið
úr mér allan kraft og ánægju í
allt haust. Ég hef lagt fram þrjár
þingsályktunartillögur og eitt
lagafrumvarp. Elsta málið af
þessum mun verða þriggja ára
innan nokkurra vikna og hin eru
öll orðin tveggja ára gömul og
hafa ekki fengist rædd í þinginu.
Á sama tíma hefur atvinnuvega-
nefnd ekki fundað vikum saman,“
sagði Ásmundur og var nokkuð
niðri fyrir.
Fyrir upphaf haustþings setti
ríkisstjórnin saman þingmálaskrá
ráðherranna. Á þeim lista mátti
finna rúmlega 129 þingmál sem
áttu að koma til þings á þessu
hausti og annað eins eftir áramót.
Aðeins hafa á fimmta tug mála
komið inn til þings af þessum 129
og munu þau því færast fram yfir
áramót. Því er það borin von að
þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar
verði tæmd að þessu sinni.
Færri frumvörp en í meðalári
Fréttablaðið skoðaði fjölda laga-
frumvarpa ríkisstjórna frá árinu
1991 til dagsins í dag. Þrjú fyrstu
ráðuneyti Davíðs Oddssonar, frá
árinu 1991 til 2003, skiluðu öll til
þings yfir fimm hundruð laga-
frumvörpum. Fór sú tala vaxandi
með hverju kjörtímabilinu, eða
frá 516 frumvörpum í fyrsta ráðu-
neyti Davíðs í 561 frumvarp frá
1999 til 2003. Næsta kjörtíma-
bil sátu sömu tveir flokkar við
völd þó að nokkuð oft hafi verið
skipt um skipstjóra í brúnni. Það
kjörtímabil skiluðu ráðherrar
ríkisstjórnarinnar einnig um
fimm hundruð lagafrumvörpum
til þings.
Rólegt á stjórnarheimilinu
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar hefur verið sökuð um verkleysi og að mál
komi seint og illa til þingsins. Frá því ríkisstjórnin tók við völdum hefur hún skilað 289 frumvörpum til þingsins.
Fréttablaðið bar saman afköst sitjandi stjórnar við afköst síðustu ríkisstjórna sem setið hafa við völd á Íslandi.
að mínu viti hafa Störf
þingSinS dregið úr mér
allan kraft og ánægju
í allt hauSt [...]
á Sama tíma hefur
atvinnuveganefnd ekki
fundað vikum Saman.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður
Sveinn
Arnarsson
sveinn@frettabladid.is
1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 5 L A U G A R D A G U R52 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A ð I ð