Fréttablaðið - 19.12.2015, Page 56

Fréttablaðið - 19.12.2015, Page 56
Sigfús Vilhjálmsson og Jóhanna Lárusdóttir búa á Brekku í Mjóafirði, sem var lengi minnsta sveitar-félag landsins. Nú búa þar um sautján manns allt árið. Íbúum hefur fækkað mikið síðustu ár og nú er svo komið að óttast er að fjörð- urinn fari í eyði. Á veturna er ekki landfært og frá 1. október til 1. júní fer ferja frá Mjóafirði til Neskaup- staðar með vistir og póst. Einnig er farin ein ferð á viku á Dalatanga, þegar ófært er landleiðina. „Fólk getur verið einmana í borg- um,“ segir Sigfús og minnir á að þó að fólk búi á afskekktum stöðum landsins þýði það ekki að það vanti gleðina. „Við erum bara tvö hér eftir á Brekku, það eru fimm börn hér í skóla. Fjögur þeirra eru afabörn mín.“ Jólahaldið í Mjóafirði einkennist af þeirri mannfæð sem þar er. Á milli jóla og nýárs er haldin messa í Mjóa- fjarðarkirkju, fallegri kirkju byggðri 1892 með sæti fyrir rösklega 100 manns. „Hingað kemur prestur frá Neskaupstað með kór á milli jóla og nýárs, ef veður leyfir. Það er alveg nóg að messa fyrir okkur einu sinni á ári,“ segir Sigfús og hlær. „Það koma reyndar oft vinir og kunningjar með kórnum svo það er ekki eins fámennt.“ Sjálfur bregður hann sér í gervi jólasveins á litlu jólum fyrir börnin. „Það er nú í fína lagi að segja frá því, afabörnin eru orðin svo stálpuð að þau eru nú farin að þekkja afa sinn.“ Sigfús heldur upp á skötu á Þor- láksmessu. „Mér finnst skatan góð og fæ mér hana á Þorláksmessu. Ég vandist því að borða hana sem ungur maður. Þá var hún vanalega borðuð á vorin, það var ekkert verið að geyma hana til jóla. Við erum með rjúpu á aðfangadagskvöld og hangikjöt á jóladag og eitthvað gott á annan í jólum nema að maður eigi hreinlega svo mikið af afgöngum.“ Oft er ekki landfært á veturna. „Þó hefur verið hægt að komast til Egils- staða í fjóra daga núna og var gerð slóð með jarðýtu fyrir okkur. Það er nú gott að eiga góða að, það veltur allt á því þegar maður býr hér. Jú, og hugarfarinu. Átthagafjötrar, það er oft talað um þá. Ég veit ekkert hvort ég er bundinn þeim. Mér leiðist aldrei, það er alltaf nóg að gera. Sér- staklega yfir sumartímann.“ Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpa-vík, hefur búið í Djúpavík í meira en þrjátíu ár. Djúpa-vík er staðsett  við botn Reykjafjarðar á Ströndum, um það bil 75 kílómetra norðan við næsta þéttbýli í Hólmavík. Fyrstu búskaparárin var fjölskyld- an lokuð inni í víkinni og þurfti að fara með bát í Gjögur eftir nauðsynj- um. Í dag er mokað fyrir jól og ára- mót og stórfjölskyldan sækist eftir því að eyða jólunum í ró og kyrrð í náttúrufegurð víkurinnar. „Það er ekkert hægt að skjótast út í búð,“ segir Eva sem heldur jól eins og vant er með fjölskyldu sinni í Djúpa- vík, börnum og barnabörnum. „Við verðum örugglega þrettán talsins í ár, það er alveg frábært og verður mikil veisla.“ Hún undirbýr jólahaldið vel og er stödd fyrir sunnan að pakka niður öllu því sem þarf til. „Það er talsvert um að vera hjá okkur. Það hefur verið gott veður og í önnur skipti síðra. Fyrir okkur er það svo slæmt ef það gerir vont veður því þá er ekki hægt að komast til okkar eða frá okkur. Það er svo lítið um mokstur. “ Eva segir að eftir áramótin festist þau oft í lengri tíma inni í víkinni. „Fyrstu árin vorum við lokuð inni allan veturinn og fórum yfir á bát til Gjögurs. Við erum syðstu íbúar í hreppnum og afskekktust. Það er enginn sem býr eins sunnarlega og við og það lokast báðum megin við okkur. Fyrstu búskaparárin var bara mokað á haustin og á vorin og þá þurftum við að fara á bát í Gjögur að sækja það sem vantaði þegar við lokuðumst inni. Í dag eru sjötíu dagar á ári þar sem engar reglur eru um mokstur.“ Evu finnst erillinn í borginni yfir- þyrmandi.  „Manni er nóg um allt stressið fyrir jólin. En þegar maður er kominn heim til Djúpavíkur og búinn að öllu sem þarf að gera færist yfir mann ró og friður. Það er gjör- ólíkt að vera í borginni og í Djúpa- vík. Þess vegna held ég að börnin og barnabörnin vilji koma til okkar. Það er svo gott að vera hér. Landslagið er dásamlegt. Maður getur setið úti við glugga og horft út á fjörðinn.“ Jól á afskekktustu stöðum Íslands Kyrrð og náttúrufegurð er þeim sem búa á afskekktum stöðum Íslands dýrmætt. Um jólin færist sérstakur helgibragur yfir heimili þeirra sem oft einangrast vikum saman vegna ófærðar. Margir íbúanna búa við ótryggt rafmagn og símasamband og þurfa að vera úrræðagóðir í verstu veðrunum. Lokuð inni í víkinni Eva Sigurbjörnsdóttir í fjörunni í Djúpavík. Fyrstu búskaparárin fór hún á bát út í Gjögur á veturna til að sækja nauðsynjar. Fréttablaðið/StEFán Eitt sinn var blómleg byggð í Mjóafirði en nú er óttast að hann fari í eyði. Sigfús Vilhjálmsson segir jólahaldið hefðbundið, hann bregður sér í gervi jólasveins á litlu jólum fyrir börnin í sveitinni, sem eru fimm. Foss í klakaböndum, náttúrufegurðin í Djúpuvík er mikil, ekki síður á veturna. MynD/HótEl DjúpaVík Það er oft ófært landleiðina að brekku og stundum er heiðin mokuð. MynD/VEGaGErðin Nóg að messa einu sinni á ári Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ↣ 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r56 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.